22.11.2015 | 20:15
Gömul hótun og ný.
Þegar eigendur álversins í Straumsvík kröfðust þess 2006 að fá að stækka álverið gríðarlega, sögðu þeir, að þessi stórkostlega stækkun væri forsenda þess að hægt væri að starfsrækja álverið.
Ef þeir fengju ekki sitt fram, myndu þeir leggja álverið niður.
Í afar tvísýnni íbúakosningu í Hafnarfirði á útmánuðum 2007 var naumur meirihluti fyrir því að hafa þessa hótun að engu.
Baráttuaðferðir eigendanna voru ekki til fyrirmyndar og eftir kosninguna kom í ljós, að þeir höfðu ekki efni á að standa við hótun sína í landi, þar sem stóriðjufyrirtæki fá að kaupa orku á smánarlega lági verði.
Nú er aftur gripið til svipaðra hótana vegna þess að almennir starfsmenn sætta sig ekki við það að vera í raun annað hvort reknir eða hýrudregnir á sama tíma og hærra settir launamenn og stjórnendur hafa fengið kauphækkun.
Eigendur fyrirtækisins gera ráð fyrir því að hótunin muni hrífa af því að álverð á heimsmarkaði er afar lágt og sagt er að fyrirtækið sé rekið með tapi, enda þótt þeir fái enn orkuna á smánarlega lágu.
Svona hótun myndi hafa úrslitaáhrif á Reyðarfirði af því að þar er búið að koma því þannig fyrir að allt á staðnum stendur og fellur með því að álverið sé starfrækt.
Einnig þar er sagt að álver Alcoa rekið með tapi, þótt ljóslega liggi fyrir að búið sé að hafa af Íslendingum tugi milljarða króna með grófum bókhaldsbrellum.
Stóriðjufyrirtækin erlendu, sem hafa átt íslensk álver, haga sér oft svipað hér á landi og í fyrrum nýlendum nýlenduveldanna þar sem innfæddir voru arðrændir og prettaðir og eru það víða enn, svo sem í Nígeríu.
Íslendingar fóru fyrst að sjá í gegnum þetta þegar upp komst um fyrirbærið "verðhækkun í hafi" fyrir rúmum 30 árum og svipaðir prettir eru enn viðhafðir.
Segir starfsfólk gert að blóraböggli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Guðsbænum starfsmenn í Straumsvíkur álveri ekki að láta þessa brasilísku aumingja kúga ykkur og leifa þeim að ráða fólk á helmingi minna kaupi en þið eruð á í dag.
Ef þetta fyrirtæki getur ekki verið rekið með hagnaði og fá orkuna svo sem nær frítt, þá er engin fótur fyrir að reka þetta fyrirtæki og eins gott að loka því strax og setja upp einhverja aðra arðbæra starfsemi með minni mengun.
Það er ekki bara á islandi sem Ríó Tinto er að reina að setja upp þræla laun og hlunindi.
Standið þið saman og besta leiðin er að hafa vefsíðu sem allir geta farið inn á og fengið nýjustu og réttu upplýsingar hvað er að,gerast, en ekki lygar fjölmiðlana.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 22.11.2015 kl. 21:03
Arðrán, prettir og grófar bókhaldsbrellur segir Íslendingurinn þegar hann missir svefn og þvag yfir því að útlent fyrirtæki skuli hafa hag af viðskiptum við Íslendinga. Stærri synd er ekki til og meiri verður niðurlægingin ekki en þegar útlendingur hagnast á viðskiptum við Íslendinga. Með semingi og ólund getum við unnt þeim að starfa hér svo lengi sem öruggt er að tap sé á rekstrinum og hagnaður okkar mikill.
Hábeinn (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 02:13
Það þarf ekki að leita lengi á leitarvélum netsins til að finna dæmi um arðrán, svik, pretti og brellur alþjóðlegra auðhringa sem fara langt út fyrir mörk hóflegs hagnaðar af viðskiptum.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.