23.11.2015 | 04:15
Hættan á allsherjar ringulreið réð viðbrögðum.
Alþekkt er, hve miklum ósköpum allsherjar panik, skelfing og ringulreið geta valdið, þar sem margt fólk er saman komið.
Ef mikill flótti brestur á geta hundruð manna troðist undir, slasast og beðið bana.
Hryðjuverkamaðurinn sem ætlaði að sprengja sig í loft upp innan um áhorfendur á leik Frakka og Þjóðverja komst ekki inn á völlinn.
Af því leiddi að múgurinn, sem vár á vellinum, var lang best kominn þar sem hann var staddur, - ekki á flótta frá leiknum og alls ekki í næsta nágrenni vallarins þar sem hryðjuverkamenn gátu leikið lausum hala.
Niðurstaðan hjá þeim, sem að leiknum stóðu, varð því sú, að klára leikinn og leyfa áhorfendum að fara í sæmilegri ró burt af honum.
Sjá má gagnrýnin skrif þess efnis að þessi viðbrögð hefðu verið dæmigerð fyrir firringu og óskhyggju, en þvert á móti hefur komið fram, að þeim, sem tóku hina skynsamlegu ákvörðun, var að sjálfsögðu mjög brugðið, en tókst að halda bráðnauðsynlegri ró sinni og yfirvegun.
Hollande var verulega brugðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.