23.11.2015 | 04:29
"Big Willy broke jail to-night!" Áhrifamáttur eins manns.
Fyrir tæpri hálfri öld urðu nokkur lög ástralska lagasmiðsins Rolf Harris vinsæl.
Eitt þeirra fjallaði um glæpahundinn Big Willy, sem braust út úr fangelsi og lék lausum hala, fólki til mikillar skelfingar.
Í minningunni lýsir textinn því hvað einn tryllingslega skæður glæpamaður getur valdið mikilli skelfingu og ringulreið ef hann gengur laus, jafnvel langt umfram það hverju hann gæti áorkað.
Slíkt ástand elska höfuðpaurar víga- og hryðjuverkamanna Ríkis íslams, ekki hvað síst þegar það lamar heila milljónaborg.
Þá getur verið áhugavert að bera hættuna af "Big Willy" nútímans saman við fjölda alvarlegra slysa og dauðaslysa í umferð milljónaborgar, róa sig aðeins niður og gera morðóðum glæpahundunum ekki það til geðs að fara á límingunum.
Snérist Abdeslam hugur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumsé, ef ég tæki upp á því að myrða vinstrimenn, þá væri það ekkert stórmál, per se, ef fjöldinn sem ég dræpi, væri minni en sá sem lætur lífið í bílslysum?
E.s.
Sennilega hefðir þú getað verið heppnari með samlíkingu, Rolf Harris er nafn sem menn ættu svo sem ekki að vera að droppa.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 08:39
Ef ég ályktaði með sömu röksemdafærslu og þú, myndi ég segja að þér fyndist það allra best að hryðjuverkaglæpamenn yllu sem mestri skelfingu og upplausn?
Nei, þannig myndi ég ekki álykta.
Þú gerir mér upp þá skoðun að fjöldamorð sé "ekkert stórmál", sem sagt bara í fínu lagi að vitfirtir glæpahundar salli niður fólk.
Fyrirlitning þín á mér virðist eiga sér lítil takmörk, en ég ætla ekki að gjalda líku líkt.
Ómar Ragnarsson, 23.11.2015 kl. 11:04
https://www.youtube.com/watch?v=tuNT1GAiGjU
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2015 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.