24.11.2015 | 20:13
Svipað og fyrir austan.
Það sem gerðist á Austurlandi á tímum byggingar Kárahnjúkavirkjunar er um margt að endurtaka sig vegna framkvæmda í Þingeyjarsýslum, þótt ekki séu framkvæmdirnar eins tröllslegar og eystra.
Fyrirfram var talað um það að 80% vinnuaflsins vegna Kárahnjúkavirkjunar myndi verða innlent en 20% erlent. Þetta varð öfugt.
Tölur um þetta liggja ekki fyrir enn vegna framkvæmda í Þingeyjarsýslum, en umfang undirverktakastarfsemi með erlendu vinnuafli blasir við.
Til lítils er að kvarta yfir þessu og kveina. Fordæmið lá fyrir og menn fengu það sem þeir máttu vita að þeir fengju.
![]() |
Löglegt en pirrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
„Þetta fólk þiggur margvíslega þjónustu af samfélaginu en greiðir lítið eða ekkert fyrir“, segir formaður Framsýnar.
En hver er þessi þjónusta? Að fá að versla í okur sjoppum Samkaups; Kaskó og Úrval?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2015 kl. 21:49
Besides the point; Eitt sem er vert að muna i þessu samhengi er að margir íslendingar njóta svipaðra forréttinda þegar þeir vinna í skemmri tíma erlendis. Ekki kvarta þeir yfir því.
Jón Ákason (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.