24.11.2015 | 23:18
"Að standa þétt að baki..." getur verið afdrifaríkt.
Ljóst virðist að rússneska þotan, sem skotin var niður nálægt landamærum Sýrlands og Tyrklands, skall til jarðar 4,5 kílómetra frá landamærunum á sýrlensku landi.
Á þeim myndskeiðum sem birst hafa fellur þotan nær lóðrétt til jarðar.
Myndskeiðið sýnir að vísu ekki aðdragandann og þar með ekki hvort hún fór áður yfir á tyrkneskt yfirráðasvæði, en úrlslitum hlýtur að ráða, hvar hún var þegar skotið hæfði hana.
Flugmennirnir hafa augljóslega farið háskalega nærri landamærunum, en á hinn bóginn er það ekki staða, sem hægt er að "standa þétt að baki" ef hún var skotin niður utan landamæra Tyrklands.
Það er ekki góður bjölluhljómur í yfirlýsingunni um að bandalagsríki NATO "standi þétt að baki Tyrkjum" ef málstaðurinn er vafasamur.
Hljómurinn er ekki þægilegur vegna þess að í aðdraganda Fyrri heimsstyrjaldarinnar stóðu andsstæðar fylkingar ríkja "þétt að baki" hver annarri.
Þjóðverjar "stóðu þétt að baki" Austurríkismanna í þeirra aðgerðum og þrýstu á um harðari viðbrögð þeirra, eggjuðu þá til harðra aðgerða.
Rússar "stóðu þétt að baki Serbum" gagnvart Miðveldunum, og Frakkar "stóðu þétt að baki Rússum" þegar þeir gripu til hervæðingar.
Þriggja aldarfjórðunga loforð Breta gagnvart Belgíumönnum varð til þess að þeir "stóðu þétt að baki" Belgum.
Það er höfuðnauðsyn að atburðarásin nú verði ekki í sama dúr og í júlí og byrjun ágúst 1914.
Mikil samstaða innan NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er búið að reikna þetta út, vélin flaug yfir 2,1 km svæði, og ef við reiknum með "cruise" hraða þessa véla svona 600km/klst, þá er hún um 12-17s inni á þessu svæði. Það tekur lengri tíma að "arma" skotfærin.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 02:00
Satt segirðu Ómar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 08:15
Atvikið sýnir tvennt: Það þarf að búa þannig um hnúta með því að nota nútíma staðsetningartækni, að svona viðkvæm atviki séu vandlega skráð áður en öflugusta hernaðarbandalag heims fer í einhvern stórstyrjaldarham.
Og ég bloggaði á undan þessu um það að Rússar verða að sýna meiri aðgát í hernaðaraðgerðum sínum en virðist hafa verið höfð í þessu tilviki.
Ómar Ragnarsson, 25.11.2015 kl. 09:05
Tyrkir geta nú líka sýnt aðeins meiri aðgát í friðsamlegum aðgerðum eins og þegar fórnarlamba er minnst með þögn.
https://www.youtube.com/watch?v=cBRSfdAvsDQ
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 09:18
Ég er alveg sammála, Ómar. Mér þykir undarlegt að NATO skuli ekki gagnrýna Tyrkland fyrir að skjóta flaugina niður. Ég tel Tyrkland hafa gert mistök í þessu og átta mig ekki á hvað þeim gekk til. Stafaði þeim raunveruleg ógn af rússnesku vélinni eða var það prinsipp mál að skjóta hana niður? Ég held það sé reglulega varhugavert að skjóta á vélar "bandamanna sinna" og hefði gjarnan vilja sjá önnur viðbrögð frá NATO.
Hildur Sif (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 09:32
töldu tyrkir ekki bara að þetta væri sýrlensk þota allveg ó´háð hvar hún var skotin niður, efast um þeir hafi þor til að skjóta niður rúsneskka þotu viljandi, tel líklegra en ekki að velin hafi verið skotin niður sýrlands meigin, og mín skoðun er að Nato hefði átt að lýsa því yfir að þeir telji þetta ekki réttlætanlegt. En það er kannski ekki líklegt að Nato viðurkenni slík mistök nato þjóðar, því með því væri sambandið að senda skilaboð um óeiningu innan sinna raða
jon (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 13:53
Þetta átti sér aðdraganda.
Rússar voru búnir að ögra áður og a.m.k tvisvar sinnum ögrað tyrkjum og að tyrkja sögn brotið lofthelgina.
Afhverju rússar voru að gera það er svo önnur umræða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.11.2015 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.