Línan Rússland-Tyrkland liggur yfir Úkraínu og Krímskaga.

Síðustu mánuði hafa deilur Úkraínumanna og Rússa fallið í skuggann af því sem er að gerast í Sýrlandi og í Evrópu.

Þegar Putin sendi hervélar sínar til Sýrlands virtist það geta verið liður í að beina athyglinni þangað.

En uppákoman við landamæri Sýrlands og Tyrklands hefur nú víkkað sjóndeildarhringinn, sem horft er á, og þegar afstaða Rússlands og Tyrklands er skoðuð, sést að á milli þessara tveggja landa eru Úkraína og Krímskagi og Svartahaf þar suður af.

Nýjar deilur og togstreita milli Rússa og Úkraínumanna leiða athyglina á ný að deilum þessara þjóða og ástandinu í Úkraínu og flækja stöðuna á útvíkkuðu átakasvæði.


mbl.is Banna rússneskt flug yfir Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það sem vantaði í alla umfjöllun um vandræðin sem blossuðu upp í Ukraínu var að rót þess vanda var fjárhagslegt klúður þáverandi stjórnvalda. 

Síðast þegar ég vissi skulduðu Úkraínumenn Rússum verulegar fjárhæðir vegna þess gass sem Rússar selja Úkraínumönnum.

Þó það komi ekki fram í fréttinni grunar mig sterklega að Úkraínumenn hafi einfaldlega ekki borgað gasreikning sinn og þess vegna hafi Rússar ákveðið að skrúfa fyrir gasið. 

Helgi (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 21:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skuldastaða Úkraínumanna er aldrei nefnd í þessum fréttum. Rússar eru sjálfir í miklum skuldavanda vegna hruns á olíuverði og takmörk fyrir því hvað þeir geta lánað nágrönnum sínum mikið.

Ómar Ragnarsson, 26.11.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband