28.11.2015 | 02:33
32 láglaunastörf í Straumvík hljóta að vera yfirvarp.
32 láglaunastörf í Straumsvík geta varla verið aðalástæða Rio Tinto til að setja rekstur milljarða veltu í álverinu í uppnám.
Enda hafa eigendur álversins áður hótað lokun ef að innfæddir mökkuðu ekki rétt, rétt eins og tíðkast hefur í fyrrverandi nýlendum í þriðja heiminum.
Ef undirrótin er að þvinga Landsvirkjun til að lækka orkuverðið er sennilega bara ágætt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að finna aðra kaupendur sem borga að minnsta kosti það verð sem nú er í gildi, en einnig vel líklega mun hærra verð.
30% dýrara í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvort það er yfirvarp eða dropinn sem fyllti mælinn er ekki gott að segja. En miðað við tölurnar þá fá þeir 4000 milljónir á ári fyrir að flytja reksturinn til Kanada. Enda Kanada vanþróað ríki sem lætur arðræna sig en við háþróuð og látum ekki einhverja skýtuga útlendinga hagnast á viðskiptum við okkur.
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 02:55
Eflaust getur það verið rétt Ómar að þetta sé yfirvarp hjá Rio Tinto og þá verður það háu verði greitt ef álverinu verður lokað vegna andstöðu verkalýðsforingja við þessi áform.
Að mínu mati eru 32 störf í verktöku lítil fórn miðað við að stór vinnustaður hverfi alveg.
Stefán Stefánsson, 28.11.2015 kl. 09:10
Sem eigandi fyrirtækisins lætur þú ekki verkalýðsfélagið segja þér fyrir verkum með hvort þú færð utanaðkomandi verktaka til að sinna ákveðnum verkþáttum eða ráða launamenn. Það er Alþingis að setja lög um takmarkanir á þessu. Þar virðast ALLIR vera steinsofandi hvað þessa hluti varðar. Sjá má slíkt á gríðarlega alvarlegu þrælahaldi sem viðgengst í mannvirkjagerð hér á landi. Fátæklingar eru fluttir hingað frá mestu láglaunasvæðum austur Evrópu og látnir vinna hér í skjóli þjónustusamninga innan við 183 daga á ári og því eru ekki greiddir skattar né launatengd gjöld af þessu. Ef takmarka á verktakastarfsemi í Straumsvík verður slíkt að ganga yfir öll fyrirtæki í landinu og þá fyrst má stöðva þrælahald sem sífelt verður umsvifameira hér. En á Alþingi Íslendinga virðast allir haldnir drómasýki. Ég skora á vérkalýðsfélögin í Straumsvík að láta Rio Tinto eftir að setja umrædd störf til undirverktaka og þá sanna þeir mál sitt um að ástæðurnar séu aðrar en vinnudeilan sjálf.
Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 10:20
Stjórnendur álversins eru ekki starfi sínu vaxnir, skv. Guðmundi Gunnarssyni, og það er rót vandans. Hygg að meira sé að marka þann mann en marga aðra. Hann hefur reynslu af samningum við fyrirtækið. Sjá: http://herdubreid.is/isal-deilan/
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 12:41
Takk fyrir pistilinn Ómar. Vissulega erum við starfsmenn hugsi yfir framferði RTA um þessar myndir. Menn hafi verið hér boðnir og búnir til að hlaupa til þegar mikið hefur gengið á. Mætt úr sumarfríum og vaktafríum þegar hættuástand hefur steðjað að rekstrinum og bjargað eða endurvakið kerskála eftir straumstopp sem þeir eru veikir fyrir. Nú held ég að þeim tíma sé því miður lokið. Hvað varðar verktöku þá hefur okkar kjarasamningur forgangsrétt til vinnu eins og flestir kjarasamningar á landinu. Fylgiskjal 1 sem fjallar um verktöku tekur á tveimur þáttum. Sá fyrri er að ákveðin störf sem fastráðnir starfsmenn geta ekki unnið eða hafa ekki þekkingu til geti fyrirtækið boðið út. En hinn þátturinn kveður líka á um að verktakar skuli vera á sambærilegum launum sem er augljós krafa af hálfu verkafólks til að koma fyrir launaleg og félagsleg undirboð.
Þetta eru ekki einu kjarasamningarnir þar sem samið er um hvaða verk viðkomandi starfmenn eigi að vinna. Það hlýtur í raun að vera augljóst að allir kjarasamningar hljóta að taka á því hvaða störf sé verið að semja um og með ólíkindum hverning stjórnendur RTA á Íslandi hafa ná að vaða uppi með þessa vitleysu í fjölmiðlum athugasemdalaust. Sem dæmi getur maður bend á kjarasamning Norðurál eða kjarasamning sjómanna þar sem hver plás um borð er tilgreint.
Við erum auðvita í verkalýðsfélagi og okkur ber félagsleg skilda til þess að rísa upp og verja rétt okkar félaga þegar á þá er ráðist. Hér hefur verkafólk barist fyrir aukinni menntun, jöfnum rétti og góðum kjörum fyrir alla sem eru í vinnu hjá ÍSAL. Nú ætlar fyrirtækið sér að kúga stóran hluta starfsmanna til að selja félaga sína frá sér til þess eins að fá kjarasamning líkt og aðrir hafa fengið í þjóðfélaginu. Verktakar sem vinna innan svæðis eiga líka ekki lengur að njóta sambærilegra launa eins og við svo í raun eru hér undir mun fleiri störf en upp hafa verið talin. Krafan um að flytja störf úr okkar samningi yfir á almenna markaðinn mæti helst líkja við það að Reykjavíkurborg fengi að bjóða þrif í skólum út á eyjafjarðarsvæðinu þar sem þar væru taxtar lægri. Auðvita hafa okkar taxtar tekið mið af þeim störfum sem við innum af hendi og félagar okkar. Við ætlum okkar aðeins kauphækkanir eins og aðrir án þess að þurfa að selja okkar félaga, það hefur enginn íslenskur launamaður þurft að gera og því ættum við að þurfa þess.
Einnig verður fróðlegt að sjá hvort alþingi okkar gerist snati erlendra auðhringja þegar verkafólk hér á landi stendur upp og ver þau kjör sem það hefur barist fyrir.
Sigurður J. Haraldsson
Trúnaðarmaður kerskálum í Straumsvík.
Sigurður J. Haraldsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.