Megin varnarlínan er í Leifsstöð.

Allt of lengi hafa umræður um "fólksflótta" og "atgervisflótta" á Íslandi sniðgengið það atriði, að enda þótt menn sjái fyrir sér að til sé nokkurs konar varnarlína gegn slíkum flótta af landsbyggðinni til suðvesturhornsins í Borgarfirði og við Þjórsá, er til önnur varnarlína, sem alls ekki má bresta og liggur um Leifsstöð.

Ef atgervisflutningar og flutningar ungs fólks búa til flæði ungs fólks út úr landinu í gegnum þá línu, er baráttan fyrir blómlegri byggð á öllu Íslandi töpuð við aðrar varnarlínur innanlands.

Sjá má á netinu að margir vilja ekki ræða um þetta heldur draga umræðuna niður í flokkspólitískar skotgrafir og stimpla þá sem minnast á þau viðfangsefni, sem þarf að fást við til að íslenskt þjóðfélag sé samkeppnisfært við nágrannaþjóðirnar sem slæma "vinstri menn, úrtölumenn og talsmenn ónýta Íslands."

En byggðamál, hvort sem svonefndar jaðarbyggðir eru úti á landsbyggðinni hér á landi, eða að landið sjálft sé jaðarbyggð á borð við Norður-Noreg, Norður-Svíþjóð og Norður-Finnland, snúast ekki um vinstri eða hægri heldur um meginatriðin, sem þurfa að vera í lagi til þess að fjölbreytni efnahagslífs og menningar viðhaldi samkeppnishæfni landsins, miðað við önnur lönd.

Öfugsnúið er að kalla þá úrtölumenn sem vilja greina vandamál og viðfangsefni og takasta á við þau.  


mbl.is Unga fólkið að flytja frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit um tvær fjöldskyldur tvo ung börn í annari og þrjú í hinni eru að flytja til Norðurlandanna strax eftir jólin. Þessar fjöldskyldur níu einstaklingar yfirgefa 2200 manna samfélag. Nú er bara sjá hverjir koma í staðin veit ekki um nein sem er væntanlegur en þá.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 11:47

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er eðlilegt. Fólk er um margt frjálsara á meginlandinu þar sem styttra er til annarra landa. Unga fólkið er bara einfaldara komið á bragðið. Það er svo að grasið er grænna hinum megin við girðinguna. Svarið er einfaldlega betri og ódýrari flugsamgöngur til og frá landinu og öflugt atvinnulíf hér.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 12:30

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og allt er þetta í boði Steingríms J. Sigfússonar.

Níels A. Ársælsson., 28.11.2015 kl. 12:45

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nú, borgar Steingrímur J. Sigfússon flutninginn? Gott hjá honum.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.11.2015 kl. 13:37

5 identicon

Er það pólitísk ákvörðun að gera ungu fólki ófært að búa hérna?  Hvers vegna fær það ekki lóðir?  Af hverju eru þær seldar á uppsprengdu verði?  Hvaða tilgangi þjónar byggingareglugerð sem hækkar kostnaðinn?  Er þetta allt með ráðum gert?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband