Dæmi um mátt samtakaviljans. ´

Á áttunda áratug síðustu aldar blasti illleysanlegt vandamál við jarðarbúum þegar sýnt var fram á, að notkun ósoneyðandi efna á úðabrúsum, í kælikerfum og víðar væri á góðri leið með að eyða ósonlaginu í lofthjúpnum, sem verndar lífið á jörðinni fyrir útfjólubláum geislum.

Þegar leitað var leiða til að ráðast gegn þessu vantaði ekki úrtöluraddirnar, sem minntu að mörgu leyti á úrtöluraddirnar núna gegn því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Brigður voru bornar á mælingarnar og má meira að segja sjá svipuð ummæli enn hjá þeim sem telja að loftslag á jörðinni fari hratt kólnandi en ekki hlýnandi.

Og einn sagði í athugasemd hjá mér "gríðarlegt fannfergi" í Reykjavík í nótt sýndi, að ekkert væri að marka meðaltal mælinga um alla jörðina á hita lofthjúpsins!

Og þetta "gríðarlega fannfergi" er bara svona mikið í Reykjavík, eina staðnum á landinu!

Fyrir 40 árum var miklað mjög fyrir mönnum hve miklar byrðar væru lagðar að óþörfu á þá starfsemi sem leiddi af sér losun ósoneyðandi efna og að þessi kostnaður væri alltof mikill.

Sem betur fer urðu þessar úrtöluraddir ekki ofan á og með samstilltu átaki var hættunni bægt frá.

Að sönnu er þörf á miklu meira og samstilltara átaki nú en gegn eyðingu ósonlagsins, en fordæmið frá 1987 sýnir hve miklu einbeittur samtakavilji getur áorkað.

"Let it be done!" "Mission and fun!"

 


mbl.is Gatið á ósonlaginu stærra í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt að fyrir 40 árum var eitt aðal viðfangsefni heimsendafræðinga (eskatólógía) að ósonið myndi hverfa, suðurskautið bráðna (hljómar kunnuglega) og líf að sjálfsögðu eyðast á jörðinni.

En málið var að það var aldrei neitt vandamál. Ósongatið yfir suðurskautinu sem átti að sanna að einhver þróun væri langt komin hafði komið og farið þar í 3 milljónir ára. Aldrei myndaðist neitt ósongat yfir norðurhveli þótt 93,6% mengunarinnar væri þar.

Ósonlagið verndar ekki jörðina einungis fyrir útfjólubláum geislum sólar heldur er beinlínis myndað af þeim. Og myndar mikið meira en einhverjir hárspreysbrúsar og ísskápar náðu að eyða.

Niðurstaðan varðandi ósonlagsumræðuna var því eins og æfinlega í allri heimsendafræði, að það var ekkert vandamál.

[Byggt að mestu á grein Vilhjálms Eyþórssonar "Úðabrúsar eldingana" sem má finna á Moggablogginu hans]

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 28.11.2015 kl. 20:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt 93,6% mengunar og útblásturs sé á norðurhveli jarðar má ekki gleyma orðum Kennedys Bandaríkjaforseta: "Við lifum öll á sömu plánetunni, öndum að okkur úr sameiginlegum lofthjúp..."

Sem sagt: Bara steypa hjá honum.

Sérkennilegt hvernig kuldatrúarmenn tala um "heimsendaspár" þótt verið sé að vinna úr vísindalegum gögnum og reyna að afstýra stórfelldum vandræðum, sem eru allt annað en "heimsendir."

Ómar Ragnarsson, 29.11.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband