1.12.2015 | 07:11
Kominn 34 m/sek vindur í hviðum á Stórhöfða klukkan sjö.
Óveðursspá Veðurstofunnar virðist ætla að standast upp á punkt og prik. Klukkan sex í morgun var vindur kominn í 31 m/sek í hviðum á Stórhöfða og hafði vaxið jafnt og þétt á undan því.
Klukkan sjö var meðalvindurinn 26 m/sek og fór í 33 m/sek í hviðum og klukkan átta var meðalvindrhraðinn 27m/sek og 34 m/sek í hviðum.
34 m/sek var skilgreint sem 12 vindstig hér áður fyrr, og bæði þá og nú telst slíkur vindur fárviðri.
Óveðrið mun breiðast út um suðvestanvert landið á næstu klukkustundum og því ráðlegast að taka alvarlega mið af spám um það.
Mikill lausasnjór er á jörðu og úr verður mikill skafrenningur og blinda þegar vindurinn rífur mjöllina upp, og þegar við bætist að veðrinu á eftir að fylgja mikil snjókoma verður útkoman stórhríð og ófærð.
Klukkan sjö var vindurinn vaxandi á Suðurnesjum og fór í hviðum í 19 m/sek í Grindavík, en vindáttin stendur beint á austur-vesturbraut Keflavíkurflugvallar og skyggni enn nokkrir kílómetrar, þannig að millilandaflugið ætti að sleppa og ganga án tafa þegar brottfarirnar eru flestar nú um það leyti sem þessi pistill er skrifaður.
![]() |
Fólk komi sér á áfangastað fyrir kl. 8 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.