Kominn 34 m/sek vindur í hviðum á Stórhöfða klukkan sjö.

Óveðursspá Veðurstofunnar virðist ætla að standast upp á punkt og prik. Klukkan sex í morgun var vindur kominn í 31 m/sek í hviðum á Stórhöfða og hafði vaxið jafnt og þétt á undan því.

Klukkan sjö var meðalvindurinn 26 m/sek og fór í 33 m/sek í hviðum og klukkan átta var meðalvindrhraðinn 27m/sek og 34 m/sek í hviðum.

34 m/sek var skilgreint sem 12 vindstig hér áður fyrr, og bæði þá og nú telst slíkur vindur fárviðri.

Óveðrið mun breiðast út um suðvestanvert landið á næstu klukkustundum og því ráðlegast að taka alvarlega mið af spám um það.

Mikill lausasnjór er á jörðu og úr verður mikill skafrenningur og blinda þegar vindurinn rífur mjöllina upp, og þegar við bætist að veðrinu á eftir að fylgja mikil snjókoma verður útkoman stórhríð og ófærð.

Klukkan sjö var vindurinn vaxandi á Suðurnesjum og fór í hviðum í 19 m/sek í Grindavík, en vindáttin stendur beint á austur-vesturbraut Keflavíkurflugvallar og skyggni enn nokkrir kílómetrar, þannig að millilandaflugið ætti að sleppa og ganga án tafa þegar brottfarirnar eru flestar nú um það leyti sem þessi pistill er skrifaður.


mbl.is Fólk komi sér á áfangastað fyrir kl. 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband