Einhver ruglaðasta staða allra tíma?

Staðan á yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi og Írak er ein sú flóknasta sem um getur. Putin er ekki sá fyrsti sem bendir á sérkennileg viðskiptasambönd ISIS, heldur hefur það verið all lengi á kreiki að ekki aðeins Tyrkir, heldur fleiri haldi ISIS uppi með því að kaupa olíu af samtökunum með annarri hendinni en vera að berjast gegn þeim með hinni.

Háværar raddir eru um að sjálfur Erdogan hagnist á olíuviðskiptum við ISIS.

Sérkennilegt þykir að sumt af búnaði ISIS sé upprunnið í Bandaríkjunum, en ætti ekki að koma á óvart, vegna þess að Bandaríkjamenn vöktu þennan Frankenstein upp með því að senda vopn og peninga til andstæðinga Assads í upphafi hins misheppnaða "arabíska vors" í Sýrlandi.

Það er engin önnur skýring á því hve vel samtökunum hefur gengið og gengur enn en sú, að þau hafi næg vopn og nóga peninga til að kaupa þau, - fái meira að segja vopnin úr vopnabúrum flestra ríkjanna, sem þarna eru komin í nokkurs konar hópslagsmál, þar sem óvinir geta verið vinir á víxl.

Í þættinum 60 mínútur var meðal annars rætt við leiðtoga trúarsamtaka, sem börðust við Bandaríkjamenn í Íraksstríðinu, en berjast nú með Bandaríkjamönnum við ISIS eftir að hafa átt stóran þátt í því að ISIS mistókst að ná yfirráðum yfir Bagdad.

Það var þekkt fyrirbæri í báðum heimsstyrjöldunum að vopnaframleiðendur og vopnakaupendur versluðu með varning sinn þvers og kruss yfir víglínur.

Framlag GM til þýsks iðnaðar hætti til dæmis ekki fyrr en 1943 og samvinna Henry Ford við Sovétmenn hætti ekki þann tíma sem Stalín yrði í slagtogi með Hitler frá 23. ágúst 1939 til 22. júní 1941.

En þetta virðast hafa verið smámunir miðað við það sem nú er að gerast í stríðinu í Sýrlandi og Írak.

 

 

 


mbl.is Pútín: Vélin skotin vegna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

War is a racket.

Páll (IP-tala skráð) 1.12.2015 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband