Engin smá óveður

Þegar talað er um versta veður í 25 ár er ekki um nein smá óveður að ræða.  Þau eru reyndar tvö, annað þeirra svokallað Engihjallaveður 1991 en hitt var 10 árum fyrr í febrúarbyrjun.  Í veðrinu 1981 fauk kirkja vestur í Dölum svo dæmi seú tekin, en Engihjallaveðrið var ennþá verra.  

Þá komst vindurinn í 93 hnúta á Reykjavíkurflugvelli en það samsvarar 46 m/sek sem er 14 metrum yfir mörkum fárviðris.  

Mér er enn minnisstætt hve miklu munaði að ég missti flugvélarnar mína tvær út í buskann, vegna þess að vindhraðinn var tvöfalt meiri en þurfti til að feykja þeim hvort eð var.  

En nafnið Engihjalli er í margar huga bundið við þetta veður vegna þess að við götu með því nafni austast í Kópavogi fuku bílar um eins og eldspýtustokkar. Sem betur fer rætast ekki verstu veðurspár alltaf til fulls og það eina sem við getum vonað er að veðrið verði ekki svona slæmt.


mbl.is Ekki séð verra veður í 25 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nei öfugt. Engihjalli 1981. Hitt var í febrúarbyrjun 10 árum síðar (ef það skiptir öllu máli).

Emil Hannes Valgeirsson, 6.12.2015 kl. 22:41

2 identicon

Óveðrið 16.-17. febrúar 1981 er hið eiginlega Engihjallaveður þegar bílar fuku á bílastæði við blokkirnar við Engihjalla. Óveðrið 3. febrúar 1991 hefur af sumum einnig verið kallað Engihjallaveður en ég man þó ekki hvort bílar hafi rúllað í Engihjallanum þá. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 23:05

3 identicon

,,FJÖLDI landsmanna var utandyra, að lagfæra hús sin og athuga skemmdir á bílum o.s.frv., er Morgunblaðsmenn óku um höfuðborgarsvæðið i gærdag. Mest var tjónið að öllum likindum að Engihjalla i Kópavogi þar sem varð milljarða (gkr.) tjón á ökutækjum. Bilar tókust á loft og fuku, svo skipti tugum metra, bílaraðir klesstust saman, þakplotur losnuðu mjög viða og nokkuð var um rúðubrot.”

MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981

JR (IP-tala skráð) 7.12.2015 kl. 15:44

4 identicon

Hér er slóð á forsíðu Vísis 17/2 1981 (Engihjallaveðrið): http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=252587

Þarna var mikið svell á götum og bílastæðum sem og mikill vindur. Saman olli þetta því að bílar fuku um eins og leikföng.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband