Aukaatriði hvernig skefur inn á vélina.

Ef það er mikilvægt þegar bíl er lagt í hvassvíðri, snjókomu og skafrenningi, að huga að því hvernig bíllinn muni snúa þegar veðrið gengur yfir.

Verst getur verið ef vindurinn stendur þvert á bílinn upp að hægri hlið hans þannig að snjóinn skafi yfir hann og safnist í skafl við bílstjóradyrnar.

Oftast ráða menn litlu um það hvernig bílastæðið snýr, en æskilegt er að vindurinn standi langsum efir bílnum svo að hann taki sem minnstan vind á sig.

Flestir bílar eru hannaðir þannig að lotmótstaðan sé sem minnst í akstri, þ.e. þegar loftið skellur framan á hann á ferð.

Af því leiðir að mótstaða vegna vinds verður minnst þegar hann skellur framan á bílinn og myndar skafl fyrir aftan hann en ekki framan.

Oft skefur snjó inn á vélina, en þess ber að geta að það gerist líka oft þegar vindurinn stendur úr öðrum áttum.

Það er hvort eð er ráðlegt að opna vélarhúsið áður en sett er í gang og hreinsa snjó af henni.

Framangreint felur í sér aðalatriði. Aðstæður geta verið flóknari vegna afstöðu bílsins til annarra bíla og fastra hluta. 


mbl.is Svona er best að leggja bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband