11.12.2015 | 15:44
100% ósigur að gefast upp fyrirfram og gera ekki neitt.
Andstæðingar ráðstefnunnar í París tala mikið um sjálfsuphafningu, eigingirni og aðrar slæmar hvatir sem liggi að baki hjá þátttakendum.
Sams konar tal má sjá í óvenju rætinni og ómálefnalegri persónulegri árás forsætisráðherra á Kára Stefánsson í grein í Fréttablaðinu í dag, sjá næsta blogg pistil á undan þessum.
Gera mikið úr þvi að úr því að vegurinn til vítis sé varðaður góðum fyrirhetum sé best að gera ekki neitt, loka augunum fyrir því að neitt sé að hjá jarðarbúum, og gefast fyrirfram upp fyrir vandamálum sem raski skammtímahagsmunum og ró augnabliksins hjá þeim sem hanast í núinu á því að ekkert sé gert.
Þeir tala um að vegurinn til vítis sé oft varðaður góðum fyrirheitum en vilja samt endilega að þessi að þessi vegur til vítis sé farinn undanbragðalaust.
Tengdar slóðir, "Aðeins ein jörð" - "Let it be done!" - "Only one earth":
https:www.youtube.com/watch?v=ngCxOPXYGeQ
https;//youtu.be/y_rFz-gF5dg
https:www.youtube.com/watch?v=mj3MeN9QgPk
Blóð, sviti og tár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trúi ekki einu einasta orði sem kemur frá Kára og Sigmundi, þeir eru ekki þekktir fyrir að segja allan sannleikan.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 11.12.2015 kl. 18:34
Jöklar á Íslandi voru að mestu horfnir fyrir 7000 árum. Árið 1920 var talið að jöklar á Íslandi hafi farið að hopa á ný og haldið áfram alla tuttugustu öldina. Slíkar hamfarir hafa oft farið fram og engar Parísarráðstefnur haldnar um bráðnunina fyrr en nú. Vonandi gengur borgarfulltrúunum í Reykjavík vel að leysa vandann. Sannleikurinn hjá Kára og Sigmundi nær heldur ekki utan um þetta Jóhann. Hvað þá för Hollande forseta að Sólheimajökli.
Sigurður Antonsson, 11.12.2015 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.