Ekki er sopið kálið...

Orð eru til alls fyrst. Og í því ljósi verður að meta samkomulagið í París. Það er afgerandi munur á bindandi niðurstöðu Parísarráðstefnunnar og útkomunnar úr öðrum fundum um loftslagsmál fram að þessu.

Því ber að fagna. Án þessa samnings er ekki hægt að byggja aðgerðir á neinu.

Engu að síður eru þessar niðurstöður enn aðeins orð skrifuð niður á blöð.

Framkvæmdin er öll eftir.

Í fyrradag kvisaðist út að nokkur ríki, s.s. Argentína og Ástralía ætluðu sér að verða skúrkar meðal þjóðanna 195 með því að auka kolavinnslu á sama tíma og þau undirrituðu samninginn með hinni hendinni.

Fengu þær ákúrur vegna þessa.

Íslendingar hefðu líklega verið settir á bekk með þessum skúrkum ef það hefði vitnast að við værum búnir að gefa út bindandi leyfi til rannsókna OG VINNSLU OLÍU Á DREKASVÆÐINU. 

Um leyfið til vinnslunnar er þagað vendilega og ævinlega aðeins rætt um þetta mál eins og aðeins sé um rannsóknarboranir að ræða.

Síðan er eftir að sjá hvort Bandaríkjaþing eyðileggur þetta samkomulag eins og Kyoto bókunina á sínum tíma.

Ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið. 

 

Sjá:

https://youtu.be/y_rFz-gF5dg          Let it be done!

https://www.com/watch?v=ngCxOPXYGeQ     Aðeins ein jörð.

https://www.com/watch?v=mj3MeN9QgPk     Only one earth.


mbl.is Sögulegt samkomulag í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við ekki að reyna að fara rétt með staðreyndir Ómar, eða ertu stjórnmálamaður eftir allt saman? Var stofnun Íslandshreyfingarinnar og síðan innlimun Samfylkingarinnar í Íslandshreyfinguna, með sjáanlegum afleiðingum, ekki verk stjórnmálamanns?

Það sem er sögulegt við samkomulag 196 þjóðríkja á COP21 í París er að það er gjörsamlega innantómt - engar skuldbindingar eins og í Kyoto, eingöngu loðmulla og innantómur loforðaflaumur.

Stóra skrautsýningin var nefnilega Grand Finale á alþjóðavettvangi fyrir vanhæfasta Bandaríkjaforseta fyrr og síðar, Barack Hussein Obama. Hann var umboðslaus í París og JetSet-slektið sem fór með honum, Al Gore, John Kerry, Leonardo DiCaprio - að ógleymdum Tortímandanum sjálfum.

COP21 var einn risastór Hollywoodfarsi, síðasta rauða teppið fyrir 44. forseta Bandaríkjanna - og ekkert annað. Tími glópahlýnunartrúarbragðanna er liðinn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 10:23

2 identicon

Þetta er merkileg niðurstaða. Ríki gerðu skuldbindandi samkomulag um að vera algjörlega óskuldbundin af því!

Getur barátta við vindmyllur farið fram með mikið glæsilegri hætti?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 16:25

3 identicon

Æ, Hilmar og Þorsteinn

Auðvita er Ómar sjórnmálamaður

Og stendur sig vel

Að mínu mati

Mannskepnan verður gera eitthvað í þessum málum

Annars bíður ekkert nema útdauði

Samt er ég einn af þessum skepnum

Og vill ekki gefa upp minn Dicovery sem brennir disel

Æ

Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband