13.12.2015 | 07:43
65 ára reynsla af hálfsannleika eða hvítri lygi.
Þegar ég fór að fylgjast af ástriðu með opinberri kappræðu stjórnmálamanna í kringum 1950 undraðist ég hve mikið gat borið á milli í meðferð stjórnmálamanna á tölum.
Eitt algengasta atiðið var það þegar annar aðilinn notaði á verðbólgutímum hráar krónutölur til að komast að niðurstöðu sem var augljóslega röng nema tölurnar væru uppfærðar eftir verðlagi.
Ég var svo barnalegur að halda að þetta væri eitthvað tímsbundið fyrirbrigði sem hlyti að rjátlast af mönnum í umræðu sem hlyti að þroskast, en 65 árum síðar virðist ekkert bóla á því.
Því síður virðist bóla á framförum varðandi val og meðferð á forsendum.
Nýjasta dæmið er hvernig fundið er út aö framlög til heilbrigðismála fari jaft og þétt stórhækkandi í krónutölu og að það sýni að geta, staða og þjónusta heibrigðiskerfisins fari ört batnandi og kerfið í heild hljóti vaxandi hlutdeild í þjóðarútgjöldum og sú hlutdeild sé með þeim hæstu í heiminum.
Þremur megin forsendum er sleppt í svona meðferð á tölum, verðbólgu, ört stækkandi hlutdeild aldraðra í fjölda landsmanna og dýrari tækni í meðferð, tækjum og lyfjum.
Hlutdeild heibrigðiskerfisins í þjóðarútgjöldum fer nefnilega minnkandi og er minni hér á landi en í mörgum OECD löndum.
Allir stjórnmálamenn ljúga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ljótasta lygin snýst um drenginn með bangsann. Þeir sem vilja galopin landamæri vilja ekki ríkisrekið heilbrigðiskerfi. Það er verið að nota þennan litla dreng til að keyra í gegn einkarekið heilbrigðiskerfi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 11:14
Á sama tíma og maður les þetta tilfinningaklám RÚV um drenginn þá birtist viðtal við Evu Maríu Jónsdóttur í Morgunblaðinu sem vill að RÚV fari í útrás. Við þurfum að losa okkur við þessi forréttindaapparöt, ríkistúrvarpið og ríkiskirkjuna og passa upp á okkar ríkisrekna heilbrigðiskerfi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.