Sameiginlegir hagsmunir Le Pen og Ríkis íslams.

Villimannlegar aftökur Ríkis íslams og þó einkum birtingar skelfilegra mynda af þeim og afleiðingum ódæðisverkann er ætlað að þjóna þeim tilgangi samtakanna að vekja ógn og skelfingu hjá öllum andstæðingum ISIS.

Með myndbirtingunum er áhrifamáttur vestrænnar fjölmiðlunar og kapphlaup þeirra við að birta sem svæsnast efni "sem selur", virkjað út æsar til þess að svipta vestræn lýðræðisþjóðfélög þeirri friðsæld og öryggi, sem hryðjuverkamennirnir hatast við.

En Ríki íslams virkjar ekki aðeins samkeppni þeirra fjölmiðla sem telja sig græða á birtingu sem svæsnastra mynda.

Marie Le Pen birtir hryllilega mynd af hauslausum manni til framdráttar sínum málstað, sem meðal annars felst í því að skapa almenna andúð á útlendingum og öllum múslimum heimsins.

Að þessu leyti fara hagsmunir hennar og Ríkis íslams saman.

Að sjálfsögðu eiga fjölmiðlar að birta nauðsynleg gögn varðandi málefni allra tíma.

En allir sem starfað hafa við fjölmiðlun vita að takmörk eru fyrir því hve langt eigi að ganga við birtingu viðkvæmasta efnisins.

Og umrædd myndbirting eins og hún hefur verið framkvæmd gengur of langt í miskunnarlausu tillitsleysi sínu og þjónar blóðþyrstum böðlunum mest.

 


mbl.is Birti myndir af líki Foleys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er ekki sammála þessari túlkun þeirri þó ég sjái hvað þú meinar.

Hinn vinkillinn á þetta, og sá sem þú ert án efa ekki meðvitaður um, er að nauðsynlegt sé fyrir fólk að skilja þá ógn sem að því steðjar. Kínverjar skilst mér að hafi sýnt myndbönd víða í sýnu landi af þessum skelfilegu glæpum ISIS svo fólk viti hvers konar samtök þetta eru. 

Margir hafa komist upp með að segja alveg án þess að rökstyðja sitt mál að íslam sé trú friðarins. Hvaða rök mæla með því? Hvaða rök mæla gegn því?

Ógeðsleg aftaka þessa fjölmiðlamanns á erindi við almenning sem og sú hugmyndafræði sem þeir sem þennan glæp frömdu aðhyllast. Viljum við takmarkað málfrelsi? Viljum við trúfrelsi?

Hvaða munur er á venjulegum múslimum og þeim sem kallaðir eru róttækir múslimar? Hefur þú velt þeirri spurningu fyrir þér?

Fullyrðing þín í síðustu efnisgrein þinni er algerlega órökstudd. Ógeðslegar aftökur á nokkrum ríkisborgurum Vesturlanda hefur ekki þjónað böðlum þeirra vel. Hvers vegna? Í yfir ár hafa verið gerðar loftárásir á samtök þessara böðla og svona til dæmis má tína til að talið er að ISIS liðar hafi misst um 6000 menn í bardaganum um Kobane - þar spiluðu loftárasir afar stórt hlutverk. Ætli stuðningur vestrænna flugherja hefði komið til ef ISIS liðar hefðu ekki myrt vestræna borgara með þessum viðbjóðslega hætti?

Svo er annað: Hryðjuverkamennirnir hatast ekki út í vestræn samfélög vegna friðsældar og öryggis sem þau einkennir eins og þú segir að ofan. Hér þarft þú að lesa þér til :-)

Um leið og þú veist svarið við þessari spurningu mun heill heimur opnast þér :-)

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 12:13

2 identicon

Sælir,

Helgi, hvaða munur er á þér, venjulegum Íslendingi sýnist mér... og hrottafengnum afbrotamanni?  Hefurðu velt því fyrir þér?

Þetta er það sem aðrir múslimar eru að hugleiða þega þeir sjá þessa svokölluðu múslima hegða sér sem hrotta.  Þetta hafa margir Bandaríkjamenn líka hugleitt um hrottafengna glæpi samlanda sinna.  Þetta hafa líka Kaþólikar hugleitt um hrottafengna glæpi trúarsöfnuð síns.  Hvar á að enda þessa hugleiðingu þína?

kv,

Jónsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 14:17

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Thad er ad sja um hvad malid snyst.

Begin reproducing again

Jónas Gunnlaugsson, 17.12.2015 kl. 14:43

4 identicon

ISIS er Islam.

Islam er ISIS.

erdogan (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 16:24

5 identicon

@Jonsi:

Þú svarar í engu því sem ég segi. Hvers vegna? Getur þú ekki svarað efnislega?

Hefur þú lesið t.d. Kóraninn? Prófaðu að fletta t.d. upp súru 9:73. Hvað stendur þar og hvaða þýðingu hefur þetta vers? Hvað eru mörg vers í kóraninum sem hvetja til jihad? Veistu það? 2? 12? 45? 80? Meira en 100?

Ég ætla ekki að verja né réttlæta kynferðisglæpi kaþólskra presta, ef þú ert að vísa til þeirra,  en það var ekki það sem ég var að ýja að í spurningunni um róttæka múslima og venjulega múslima (í því samhengi væri gagnlegt fyrir þig að skoða súru 65:4). Hvaða mun telur þú vera á róttækum múslimum og þeim múslimum sem ekki aðhyllast róttæk viðhorf? 

Tökum nokkur dæmi um það sem þú segir múslima hugleiða þegar þeir sjá það sem þú kallar þessa svokölluðu múslima hegða sér sem hrotta (með þessum orðum þínum opinberar þú algert kunnáttuleysi þitt á íslam).

Hvert er viðhorf múslima til ofbeldis?

- 31% Tyrkja styðja sjálfsmorðsárásir gegn Vesturlandabúum í Írak.

- 32% Palestínumanna studdu morð á gyðingafjölskyldu (börn hennar þar með talin).

- 41% Pakistana styðja árásir á USA.

- 60% Jórdana hafa jákvætt viðhorf gagnvart Hamas.

- 89% Palestínumanna styðja eldflaugaárásir Hamas á óbreytta borgara í Ísrael (2014)

- 45% múslima í Bretlandi telja að þeir múslimsku klerkar þar í landi sem predika ofbeldi gegn Vesturlöndum tilheyri mainstream islam.

- Í skoðanakönnun sem al-Jazeera gerði (2015) studdi 81% aðspurðra ISIS. 

Ég gæti haldið lengi áfram til að sýna þér hvað múslimar eru að hugsa þegar aðrir múslimar fremja ofbeldi. Þú hafðir hins vegar ekki hugmynd um þessar tölur eða þetta viðhorf múslima vegna þess að þú hefur látið ljúga þig fullan :-(

Má ég reikna með málefnalegum svörum, án úrúrdúra, eða fæ ég bara einhverja innihaldslausa PC vandlætingu frá þér?

Helgi (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 17:09

6 identicon

Þeir em eru þeirrar skoðunar að múdlimir séu almennt og upp til hópa hræðilegir hryðjuverkamenn en kristnir hins vegar hvítþvegin fermingarbörn má benda á þessa grein um þann hluta boðskapar Biblíunnar sem ekki er hafður í hámælum á jólunum:

www.raunvis.hi.is/~steindor/heimsendir.html

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 22:37

7 identicon

Þeim sem eru þeirrar skoðunar að múdlimir séu almennt og upp til hópa hræðilegir hryðjuverkamenn en kristnir hins vegar hvítþvegin fermingarbörn má benda á þessa grein um þann hluta boðskapar Biblíunnar sem ekki er hafður í hámælum á jólunum:

www.raunvis.hi.is/~steindor/heimsendir.html

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.12.2015 kl. 22:38

8 identicon

@6 og 7:

Hlekkurinn þinn virkar ekki :-(

Nú veit ég ekkii almennilega hvað þú ætlaðir þér að segja varðandi biblíuna en veruleikinn er sá mælikvarði sem hentugast er að nota. Hvað eru til margir kristnir hryðjuverkahópar (þ.e. hópar sem beita ofbeldi og réttlæta það með tilvísun í biblíuna)?

Hvað eru til margir íslamskir hryðjuverkahópar? Kannast þú við nöfn eiins og Hamas, Hebollah eða Nusra Front svo örfá dæmi séu tekin?

Það sem þú augljóslega veist ekki er að allt önnur túlkunarhefð ríkir varðandi biblíuna en íslamska trúartexta. Þetta er algert grundvallaratriði sem afar fáir eru því miður meðvitaðir um.

Svo eru nú margir ansi lúnknir við að misskilja biblíuna því þeir vilja það. Hvað heldur þú t.d. að Mat. 10:34 þýði? Er verið að boða/hvetja til ofbeldis?

Það er frekar hallærislegt að mæta hér og þvaðra eitthvað út í loftið um efni sem þú hefur ekki gripsvit á, eða hvað?

Helgi (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 08:19

9 identicon

Hvað hlekkinn varðar þarfnast það sennilega örlítillar tölvukunnáttu að opna hann, en manni sem vit hefur á mörgu ætti ekki að verða skotaskuld úr því.

Nú, það er nærtækt að benda á ástandið til skamms tíma á Norður-Írlandi, á Ku klux klan í Bna, á Breivik í Noregi.

Svo mætti til dæmis nefna fimmtu bók Móse, 7. kafla, versin 1-5. 12. kafla, vers 1-3; 22. kafli versin 20-21.

Svona mætti lengi halda áfram.

Nú veit ég ekki á hverju þú hefur vit, en að kalla mann sem þér er ósammála vitlausan eða án gripsvits hæfir ekki mann sem vill láta taka márk á sér. Með slíkum ummælum hefur sá sem þeim beitir sagt sig úr vitrænni samræðu og má því héðan af kalla speki sína út í tómið. Hitt get ég sagt þér, í trúnaði, að ég hef sennilega lesið biblíuna talsvert oftar en flestir þeirra sem tilheyra íslensku þjóðkirkjunni.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 10:06

10 identicon

@9:

Það er áhugavert að heyra að þú hafi lesið biblíuna oft en ekki verður af orðum þínum ráðið að þú skiljir mikið af því sem þú hefur lesið.  Hvað með Matt 10:34 svo ég ítreki nú spurningu mína. 

Beivik hefur sagt skýrt og greinilega að hann sé ekki kristinn. Hvað við þau ummæli hans skilur þú ekki?

Maður sem segist hafa lesið biblíuna oft ætti að vita að það sem KKK stóð fyrir er í beinni andstöðu við ágætt vers í Postulasögunni sem þér ætti ekki að verða skotaskuld í að flett upp - fyrst þú ert svona fróður um biblíuna. 

Deilann á N-Írlandi var stjórnmálalegs eðlis. 

Tilvísun þín í 5.Mósebók fellur undir það sem ég sagði að ofan að allt önnur túlkunarhefð ríki varðandi biblíuna en kóraninn. Eru kristnir/gyðingar að fara bókstaflega eftir þessum versum sem þú nefnir (mun fleiri eru til) í dag? 

Greinin sem þú vísar í dæmir sig sjálf. Það er til fullt af guðfræðingum sem standa ekki undir nafni. Þessi tilvísun í einhverjar rannsóknir um ofbeldishneigð og lestur ofbeldisfullra biblíuversa segir ansi mikið um þessa meintu rannsókn. Margir vísindamenn eru andsnúnir trúarbrögðum  og það viðhorf þeirra kemur bersýnilega fram í þessari meintu vísindalegu rannsókn.

Greinin byggist á túlkun Ehrman, er nú alveg víst að hann sé góð heimild um biblíuna? Svo eru auðvitað rangfærslur í þessari grein sem þú ættir að prófa að finna. 

Ehrman hefur m.a. haldið því fram að Jesús hafi ekki risið upp frá dauðum. Dettur mönnum ekki í hug að efast um orð manns sem svona segir? Hvaða heimildir hefur hann fyrir þessari fullyrðingu sinni? Það eru til ótalmargar teoríur um Jesús sem eru misvel ígrundaðar. Ehrman er sennilega dæmi um fræðimann sem er örvæntingarfullur í athygli enda verða menn að gefa út bækur ef þeir ætla sér að halda stöðu sinni sem fræðimenn. Í því skyni setja menn fram hitt og þetta sem misvandað er. 

Það er ekki auðvelt að skilja trúartexta og það kemur glögglega fram í þessari grein sem þú vísar í.  

Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 12:21

11 identicon

Jæja. Þú varst löngu farinn út úr vitrænni umræðu. Og vertu kært kvaddur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 21:05

12 identicon

@11:

Þakka þér kveðjuna. 

Á s.s. ekkert að reyna að ræða þetta málefnalega? Á bara að segja að ég sé ekki málefnalegur þegar þú getur ekki svarað neinu?

Hvar er ég ekki málefnalegur? Finnst þér málefnalegt að kyngja bara gagnrýnislaust öllu sem þú lest eins og málflutningi Ehrman?

Hafðu það gott um jólin og vonandi hefur þú tíma til að lesa biblíuna :-)

Helgi (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 08:42

13 identicon

"Það er frekar hallærislegt að mæta hér og þvaðra eitthvað út í loftið um efni sem þú hefur ekki gripsvit á, eða hvað?"

Þar fór það!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 09:08

14 identicon

@13:

Reyndu að setja málefnalega út á það sem ég segi. Ef þú getur það ekki væri þér miklu nær að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum þér og viðurkenna að þú hefur rangt fyrir þér. Hefur þú hugrekki til þess?

Innlegg þín í nr. 13 og nr. 11 eru algerlega innihaldslaus. Hvers vegna? Getur þú ekki rætt þetta málefnalega? Er kannski mjög erfitt að skipta um skoðun?

Ef þú ert svona ofsalega vel að þér ættir þú að geta valtað yfir mig í málefnalegum skoðanaskiptum, ekki satt? Eftir hverju ertu að bíða?

Getur þú ekki grafið upp einhverjar samsærikenningar eins og þær sem þú notaðir frá Ehrman? Kannski ertu búinn að fatta hvers konar skussi Ehrman er? Ef svo er, er það mikil framför. 

Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband