17.12.2015 | 16:25
Það tæknilega er ekki alltaf nóg.
Óvenjulegt uppgjör Jose Mourinho eftir tapleikinn gegn Leicester gaf til kynna að hann skynjaði að hverju stefndi. Hann nefndi þau leikatriði Leicester sem hann hefði farið í gegnum með leikmönnum sínum fyrir leikinn en þeir einhvern veginn ekki farið eftir greiningu hans og ráðleggingum.
En þetta er aðeins hluti af því flókna dæmi sem þjálfun eins liðs er, bæði andlega og líkamlega.
Þegar meistaralið er skyndilega komið niður í eitt stig frá fallhættu, er augljóslega eitthvað verulega mikið og djúpstætt að.
Mourinho stillti því upp sem óskeikulleika sínum andspænis vangetu stórs hluta liðsins.
Sú uppstilling reyndist banabiti hans, því að þurfi á annað borð að gera eittvað róttækt, er einfaldara að reka einn þjálfara en lungann úr liðinu.
Á einhvern hátt missti Mourinho tökin á liðinu og lýsti því óbeint sjálfuri í lokin..
7,8 milljarða starfslokasamningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.