18.12.2015 | 03:20
Fleiri álitamál.
Það er ekki nýtt að mál innflytjenda sé afgreitt á svipaðan hátt og nú virðist stefna í varðandi Albanina.
Ef ég man rétt fékk Bobby Fisher að flytja til Íslands á sínum tíma með snöfurlegri afgreiðslu í stíl við þá sem nú er unnið að varðandi Albanina.
Alþingi taldi sig hafa heimild, lögum samkvæmt, að veita Fisher ríkisborgararétt, rétt eins og það hafði áður gert, til dæmis þegar Vladimir Ashkenazi fékk ríkisborgararétt.
Ekki man ég hvort Björn Bjarnason, gerði athugasemdir við það, en hvað sem því líður væri fróðlegt að sjá ítarlega faglega úttekt á öllu lagaumhverfinu í þessum málum.
Virða ekki þrískiptingu valdsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
19.1.2008:
"Það er kaldhæðnislegt að Bobby Fischer skuli deyja á sama degi og Davíð Oddsson, fyrrum utanríkis- og forsætisráðherra, fagnar sextugsafmæli sínu.
Fáir menn leiddu betur og af meiri krafti þá ákvörðun í gegnum stjórnkerfið að Fischer yrði íslenskur ríkisborgari."
Bobby og Davíð
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 06:39
Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt 21. mars 2005 þegar Davíð Oddsson var utanríkisráðherra og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Fischer fær íslenskan ríkisborgararétt
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar 2004-2006
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 07:01
"[II. kafli. Veiting ríkisborgararéttar með lögum.]1)
1)L. 81/2007, 4. gr.
6. gr. [Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum.
[Áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skal Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skal Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina.]1)
Eigi sá börn sem ríkisborgararétt fær með lögum fer um þau eftir ákvæðum 5. gr., nema lögin láti öðruvísi um mælt.]2)
1)L. 145/2013, 3. gr. 2)L. 62/1998, 7. gr.
[III. kafli. Veiting ríkisborgararéttar með stjórnvaldsákvörðun.]1)
1)L. 81/2007, 5. gr.
[7. gr. Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. er [Útlendingastofnun]1) heimilt, að fenginni umsögn lögreglu …,2) að veita íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt umsókn sem borin er fram af umsækjanda sjálfum eða forsjármönnum hans hafi hann ekki náð 18 ára aldri, enda fullnægi hann skilyrðum 8. og 9. gr.
Heimild [Útlendingastofnunar]1) samkvæmt ákvæðum þessa kafla er bundin við þau mál þar sem vafalaust er að umsækjandi uppfylli lögmælt skilyrði.
Er [Útlendingastofnun]1) þó ávallt heimilt að vísa umsókn um ríkisborgararétt til ákvörðunar Alþingis sem eftir atvikum veitir umsækjanda ríkisborgararétt með lögum.
Ákvarðanir skv. 2. mgr. eru undanþegnar III.-V. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og upplýsingalögum, nr. 50/1996.]3)
1)L. 145/2013, 1. gr. 2)L. 145/2013, 4. gr. 3)L. 81/2007, 5. gr.
Lög um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 07:26
Einhver heimskulegasta aðgerð sem Davíð Oddson framkvæmdi, var að gefa brota manni vinaríkis hér ríkisborgara rétt, eingöngu til að koma honum undan að svara til saka og sækja sinn rétt í sínu heimalandi. Nú er þessi fíflagangur Davíðs notaður til að réttlæta annan fíflagang á kostnað þurfandi Íslendinga.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2015 kl. 08:13
Þessir Albanir voru í vinnu hér á Íslandi og halda áfram að skila sínu til þjóðfélagsins eins og aðrir Íslendingar.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 08:43
Ég hygg að þó að bæði þessi mál snúist að miklu leyti um ríkisborgararétt er á þeim grundvallarmunur sem þér yfirsést Ómar.
Þó að ég muni ekki atburðarásina hvað varðar Bobby Fischer (ekki Fisher) í hörgul, er ég þó þess næsta viss að það mál var allt unnið í samráði við Útlendingastofnun.
Robert James Fischer hlaut ekki íslenskan ríkisborgararétt eftir að Útlendingastofnun hafði hafnað honum um ríkisborgarétt, dvalarleyfi, eða hælisvist.
Þar liggur munurinn.
Þegar Fischer hlaut ríkisborgarétt var á engan hátt hægt að halda því fram að Alþingi væri að grípa fram fyrir hendurnar á lögmætri og þar tilgerðri stofnun ríkisvaldsins.
Þar liggur muurinn og hann er í raun gríðarmikill, í það minnsta að mínu mati.
Það breytir því ekki að ég hygg að Alþingi hafi fulla lagalega heimild til þess að veita hverjum sem er ríkisborgarétt.
En það gerir slíka veitingu mun vafasamari, alla vegna í mínum huga.
G. Tómas Gunnarsson, 18.12.2015 kl. 08:57
Alþingi veitir mörgum ríkisborgararétt á hverju ári og er að sjálfsögðu ekki þannig að "grípa fram fyrir hendurnar á lögmætri og þar tilgerðri stofnun ríkisvaldsins."
Alþingi, löggjafinn, sem kosinn er af íslensku þjóðinni, er að sjálfsögðu æðri en framkvæmdavaldið, til að mynda ráðherrar.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 09:28
"II. Nefndir.
13. gr. [Á Alþingi starfa þessar fastanefndir, að jafnaði skipaðar níu mönnum hver:
1. Allsherjar- og menntamálanefnd.
Nefndin fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál."
Lög um þingsköp Alþingis nr. 55/1991
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 09:42
Ég hélt að Danir stæðu ágætlega í draumaríkinu ESB en nú ætla þeir að fara að kíkja upp í tennur á fólki til að hafa upp í kostnað. - Þeir verða jú að leggja eitthvað til þjóðfélagsins. - Ég efa ekki að lagaumhverfið í kringum aðgerðirnar verður hið snyrtilegasta en þó er eitthvað sem stuðar ...
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 09:44
Grundvallaratriðið, eins og til dæmis þeir Locke og Montesquieu hhugsuðu það frá öndverðu, í sambandi við þrískiptingu valdsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald er það að engin ein grein valdsins er annarri æðri; þær vinna saman og mynda eina heild og hver þáttur takmarkar annan til að koma í veg fyrir geðþóttastjórnun og einræði.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 09:45
Samkvæmt lögum um veitingu ríkisborgararéttar veitti Alþingi til að mynda 32 mönnum íslenskan ríkisborgararétt 30. júní síðastliðinn og þar af þremur fæddum í Albaníu
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 10:01
Hér á Íslandi er þingræði og framkvæmdavaldið, til að mynda ríkisstjórnin, er ekki Alþingi.
Skýringar við stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 10:09
"Þó að byggt sé á þrígreiningu ríkisvaldsins í íslensku stjórnarskránni er í reyndinni engan veginn jafnræði á milli aðalhandhafa ríkisvaldsins.
Alþingi er ótvírætt valdamesta stofnunin."
"Rísi ágreiningur á milli hinna þriggja aðalhandhafa ríkisvaldsins er engum vafa undirorpið hver þeirra gengi með sigur af hólmi að leikslokum."
Gunnar G. Schram lagaprófessor, Stjórnskipunarréttur, önnur útgáfa, Háskólaútgáfan 1999, bls. 27.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 10:30
Um þetta er ágreiningur. Þannig sagði Bjarni Benediktsson (eldri) einhverju sinni: Alþingi situr ekki deginum lengur en ríkisstjórnin vill.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 10:56
Meirihluti Alþingis, sem kosið er af þjóðinni, samþykkir lög sem framkvæmdavaldið og dómsvaldið fara eftir.
Lögin verða hins vegar að vera í samræmi við stjórnarskrána, sem einnig er samþykkt af meirihluta Alþingis.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 11:41
"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 11:45
Þar af leiðandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi nú einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 11:47
Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.
Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.
Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:
"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."
Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.
Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.
Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 11:52
Þau eru mörg álitamálin í sambandi við innflytjendurna. Nú taka menn andköf og garga á lottókynninn fyrir að hafa líkt útlendingum við arfa. Ég minnist þess ekki að menn hafi hneykslast á arfalíkingunni þegar Stuðmenn notuðu hana og vildu Stemma stigu eins og þeir orðuðu það á plötunni sinni Listin að lifa. "Þetta vex eins og arfi um hæðir og hóla og hylur brátt engi og dal". Það skiptir alltaf öllu máli hver segir hvað hérna en ekki hvað sagt er.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 11:58
Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:
"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.
Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherrar, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.
Skipun ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherra."
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 12:53
Já Steini, sennilega rétt hjá þér.
S B (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.