18.12.2015 | 12:33
Pútín: Öflugur á skákborði alþjóðastjórnmálanna.
Josef Stalín var öflugur á skákborði alþjóðastjórnmálanna á sinni tíð, las stöðuna af klókindum og hikaði ekki við að leika óvænta, djarfa og raunsæislega leiki eins og til dæmis að gera griðasamnng við Hitler 23. ágúst 1939.
Ævinlega með það takmark að Sovétríkin kæmu sem best frá skákborðinu.
Pútín spilar úr sínum spilum og taflstöðu á svipaðan hátt og kemst fyrir bragðið upp með einræðislega stjórnarhætti heima fyrir á meðan vel gengur að spila úr erfiðri stöðu.
Eftir hraða minnkun áhrifasvæðis Rússa og sókn NATO og ESB alveg inn i fyrrum hluta Sovétríkjanna og sjálf Úkraína var næst á listanum, sagði Pútin: hingað og ekki lengra.
Lega Úkraínu gagnvart Rússlandi er ekki ósvipuð legu Kanada gagnvart Bandaríkjunum og því lá það fyrir að Pútín myndi hafa úrslitavald um útkomu mála eystra ef hann teldi sig verða að beita því.
Pútín sparar ekki stóru orðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru sem sagt ekki einræðislegir stjórnarhættir að gefa skít í álit borgarbúa og landsmanna allra í flugvallarmálinu? Nei, það er eitthvað allt annað. Eitthvað gott og blessað.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 12:57
Vandamálið hér er all mikið flóknara en svona.
Undanfarna áratugi, hefur verið unnið að því að auka áhrif frá "radikal" trúarfólki, og þá á ég ekki við múslima. Allar bíómyndir hollywood, spennumyndir, byggja á "heimsendishyggju" trúarbragða. Ef vel er að gáð, og Evrópa er í beinni hættu vegna þessa. Hættan stafar af mörgum hliðun, ein aðal hliðin er sú að ógn sú sem beitt er gegn er Rússum, er einnig ógn við Evrópu. Fari svo að lagt sé í Rússa og þeir lagðir að velli, þá munu öll Norður Evrópa fylgja með í kjölfarið. Þó svo að Rússar næðu ekki að skjóta einni einustu flaug, þá væru eytrið sem kæmi frá leifum af vopnabúri þeirra, nóg til að eyða allri Norður Evrópu, langt niður að miðjarðar hafi. Því má segja með sanni, að þeir sem aðhyllast þá sýn að NATO færi sig gegn rússum, séu föðurlands svikarar. Því þeir eru jafnframt, að bynda endi á sín eigin lönd.
Þeir aðilar, sem stöðugt ýta undir að NATO fari gegn Rússum ... eru óvinir Norðurlandanna. Meira svo, en Rússar. Þetta ber mönnum að hafa í huga sér.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 13:00
Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.
Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.
Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.
Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.
Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 13:01
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 13:02
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 13:12
"Eftir hraða minnkun áhrifasvæðis Rússa og sókn NATO og ESB alveg inn i fyrrum hluta Sovétríkjanna og sjálf Úkraína var næst á listanum, sagði Pútin: hingað og ekki lengra."
Þetta er steypa eins og hér hefur margoft komið fram, Ómar Ragnarsson.
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 13:20
Rússland hefur átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki.
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 13:22
Steini. Af hverju segir þú að allir múslimar séu fávitar og rednecks?
Finnst þér við hæfi að dæma svo stóran hóp manna með þessum hætti?
melcior (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 16:18
Sammála þér Bjarne Örn Hansen. Menn sýna sitt rétta andlit þegar á reynir. Það hafa Rússar gert. Framkoma okkar gagnvart þeim er skammarleg.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.12.2015 kl. 16:24
Er einhver á Vesturlöndum að fara gegn rússum? Ég held það sé frekar á hinn vegin.
Mér fannst augljós veikleiki í hvernig Putin talaði. Það var frétt á RUV í gær minnir mig, - og eg efast um að jafnvel Stalin hefði talað svona opinberlega.
Þetta er ekki gæfulegur leiðtogi. Putin.
Skrítinn fír.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.12.2015 kl. 21:40
Undarlegt að lesa ummæli, eins og hjá Ómari Bjarka, evrópusambandssleikju. "Það var fétt á RÚV í gær minnir mig" og síðan kemur ekkert. Vladimir Putin er forseti Rússlands. Allt sem hann segir, hefur vægi. Orð hans og gerðir, eru í engu minni, en forseta Bandaríkjanna. Það er hreinn og klár hálfvitaháttur að taka Pútin ekki alvarlega. Persónulega finnst mér hann tímabært mótvægi við klikkaða utanríkisstefnu vesturlanda, með bandaríkjamenn og þó aðallega bandaríska vopnaframleiðendur, í broddi fylkingar. Þeir, altso vopnaframleiðendurnir, stjórna jú "showinu".
Göðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 19.12.2015 kl. 04:17
Það sem er undarlegt er ofstæki öfga-hægri þjóðrembinga og fáviska þeirra.
Það er undarlegt.
Skrítið hvernig öfga-hægrimenn og þjóðrembingar geti hatað svona þjóðina.
Maður skilur það ekki.
Viðja þjóðrembingar ekki bara flytja til Pútínslands?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2015 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.