18.12.2015 | 16:29
"Málþóf", sem allir hallmæla en enginn vill missa.
Í þingskapalögum er ákvæði um stöðva megi umræður og knýja fram atkvæðagreiðslu ef umræður verði úr hófi fram langar.
Í 66 ár, allt frá 1949, hefur þessu ákvæði aðeins verið beitt einu sinni, þrátt fyrir kvein og kvartanir ótal stjórnarmeirihluta þvers og kruss um "málþóf" stjórnarandstæðinga.
Allir þessir stjórnarmeirihlutar gátu beitt ákvæði þingskapalaga til að stöðva málþófið en aðeins einu sinni gerðist það, og menn muna ekki einu sinni út af hverju eða hver gerði það.
En þetta fyrirbrigði hefur augljóslega orðið til vegna þess að menn horfa fram í tímann og þótt þeir séu í stjórnarmeirihluta þá stundina vilja þeir ekki missa af þeim möguleika síðar að geta beitt málþófi ef þeir lenda í minnihluta.
Tvö dæmi sýna þetta.
Síðasta vetur Jóhönnustjórnarinnar beittu Sjallar og Framsóknarmenn málþófi miskunnarlaust en þáverandi stjórnarflokkar áræddu ekki að beita heimildinni til að stöðva það, - langlíklegast vegna þess að þeir skynjuðu að þeir yrðu ekki í meirihluta eftir kosningar, og að þá gæti orðið ágætt fyrir þá sjálfa að hafa stuðlað að viðhalda þeirri hefð að stöðva ekki málþóf.
Þetta gekk eftir en nú hefur dæmið snúist við, - núverandi stjórnarflokkar skynja að óbreytt stjórnarmynstur verði ekki eftir næstu kosningar, sem verða eftir rúmt ár, og að þá geti orðið ágætt að hafa stuðlað að þeirri hefð að stjórnarmeirihluti beiti ekki valdinu til að stöðva málþóf.
Snakktollurinn ræddur á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Píratar um málþóf á Alþingi:
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 18.12.2015 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.