19.12.2015 | 01:57
Óskapnaður. Löngu tímabært þjóðþrifaverk.
Ég átti þess kost að sitja upplýsinga- og umræðufund um skattlagningarkerfið í samgöngum í haust og kom út sýnu ringlaðri en ég var þegar fundurinn hófst.
Kerfið er þvlíkur frumskógur af óteljandi ákvæðum, reglum og undanþágum frá mismunandi tímum, úr mismunandi áttum og af mismunandi tilefnum, að eina orðið sem manni datt í hug var óskapnaður.
Því stærri og flóknari, sem svona frumskógur reglna er, og því fleiri ráðuneyti og stofnanir sem eru flækt í málið, því erfiðara verður að koma einhverju skikki á hlutina.
En það verður sannkallað þjóðþrifaverk.
Endurskoða eldsneytisgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samnefnari þvælureglugerðarverksins á sér nafn.:
Evrópusambandið.
Halldór Egill Guðnason, 19.12.2015 kl. 04:40
Ekki veit ég hvað Evrópusambandið kemur þessu máli við.
Hvað þá að fleiri reglur séu í Evrópusambandsríkjunum en öðrum ríkjum.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:37
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the 28 European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].
There is one member per country."
Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN)
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:39
"... framleiðir reglugerðir fyrir alla hina."
Ef Elín Sigurðardóttir vill ekki að Þjóðverjar og aðrir í Evrópusambandinu samþykki reglugerðir fyrir okkur Íslendinga sem við tökum engan þátt í að semja er hún væntanlega í hinum gríðarstóra stjórnmálaflokki Jóns Vals Jenssonar, þar sem enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."
Jón Valur Jensson, 9.8.2014
Steini Briem, 6.10.2015
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:44
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:46
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:47
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 19.12.2015 kl. 07:50
Maður hefur heyrt að einn tilgangurinn með þessari endurskoðun sé að nota skattlagningarkerfið til að draga úr notkun dísilolíu í samgöngum. Það þýðir að vísu stórhækkaðan kostnað við að reka landsbyggðina t.d. bæði hærra vöruverð og meiri kostnað við fiskflutninga, sem vega meira en flestir gera sér grein fyrir. En allar rannsóknir sýna að útblástur dísilvéla er margfalt hættulegri en útblástur frá bensínvélum og hvað þá þeim sem knúnar eru gasi. Það er því brýnt að draga úr notkun almennings á dísilvélum. Manni hefur oft verið hugsað til þess hvað kosti t.d. flutningar á hrossum til og frá um landið. Maður ekur ekki lengi eftir hringveginum án þess að mæta stórum, amerískum skúffubíl með stóra hestaflutningakerru í eftirdragi.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 08:55
Það er nú alveg ljóst hvernig verður ef sjallar ætla að fara að andskotast í þessu. Ríkir borga sem minnst en almenningur lúbarinn.
Þetta er eins pólitíska stefna sjalla sem sérhagsmunaflokkurinn reyndar hverfist um.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2015 kl. 10:32
Skemmtilegt orð þjóðþrifaverk. Það miðar að velmegun þjóðar, almenningsheill. Evrópusambandið miðar að velmegun einhverra, ekki endilega heilu þjóðanna eða almennings. "Því stærri og flóknari, sem svona frumskógur reglna er, og því fleiri ráðuneyti og stofnanir sem eru flækt í málið, því erfiðara verður að koma einhverju skikki á hlutina." Það segirðu svo sannarlega satt Ómar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 10:37
Voru ekki einhverjir sem vildu endiega flækja þetta ákvæði?
VII.
65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)
Ekki það að í sumum lögum er búið til orðskrípi sem heitir jákvæð mismunun á sama hátt væri hægt að búa til jákvæðan rasisma
Grímur (IP-tala skráð) 19.12.2015 kl. 10:46
Höldum okkur við efnið. Á upplýsingafundinum, sem ég sat, rifjaðist upp fyrir mér margt af þessum reglum, upprunalega fundin upp af ýmsum íslenskum ráðherrum fyrir löngu, algerlega óstuddum af útlendingum.
Sem dæmi má nefna reglur um flokkun bíla eftir vélastærð, sem þáverandi ráðherra ætlaði að innleiða,
Ráðherranum, sem var og er góður vinur minn, vissi að ég var bílanörd, og bað mig um tillögur um flokkunina. Ég skilað i þeim þá þegar.
Gat nú verið, veit ég að einhverjir segja, þjónkun þín við erlent vald og íslenska leppa þess.
En hver var þessi fjármálaráðherra og hvenær?
Jú, þetta var Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins 1982, - fyrir 33 árum, 12 árum áður en við gengum í EES.
Ómar Ragnarsson, 20.12.2015 kl. 00:51
Það er enginn hissa Ómar. Þeir skána ekkert við það að koma fleiri saman :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.