Hagsmunir oft yfirsterkari en hugsjónir hjá stórveldum.

Sagan sýnir að þegar beinir valda- og efnahagslegir hagsmunir eru knýjandi, víkja stjórnmálalegar og trúarlegar hugsjónir, sem ráðamenn þjóða bera fyrir brjósti, oft fyrir þeim. 

Vart verður tölu komið á þær spilltu einræðisstjórnir sem Bandaríkjamenn hafa stutt víða um heim í þágu beinna stórveldishagsmuna.

Stjórn Sádi-Arabíu er lýsandi dæmi um það.

Og fögur orð sovéskra og síðar rússneskra ráðamanna, "Sinatra-kenningin" svonefnda um sjálfsákvörðunarrétt þjóða í austanverðri Evrópu ( Sinatra-kenningin = My way), stóðst ekki áhlaup beinna hagsmuna, sem Rússar skilgreindu sem beina öryggishagsmuni sína.

Þeir hagsmunir eru sama eðlis og öryggishagsmunir Sovétríkjanna sálugu voru.   


mbl.is Vilja ekki endurreisa Sovétríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrjaldir eru skefjalaust ofbeldi, morð, pyntingar og nauðganir.

Bandaríkin voru að sjálfsögðu að hugsa um eigin hagsmuni með því að taka þátt í styrjöldinni í Evrópu, rétt eins og til að mynda í Víetnam og Írak.

Ríki gera innrás í önnur ríki og heyja styrjaldir vegna eigin hagsmuna.

Og þá gildir einu hvaða ríki þar er um að ræða.

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja bandaríska hagsmuni.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 14:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 14:38

3 identicon

Það eru bara stórmenni eins og Gunnar Bragi sem standa fast á prinsippinu.  Jafnvel þegar Danir eru farnir að rífa gull úr tönnum á fólki þá hopar hann hvergi.

https://www.youtube.com/watch?v=SEllHMWkXEU

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 14:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland hefur engan hag af því að Úkraína fái ekki aðild að Evrópusambandinu.

Sovétríkin, sem í raun voru eitt ríki, hafa ekki verið til í aldarfjórðung.

Rússland hefur hins vegar átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki, sem hefur efni á að greiða markaðsverð fyrir rússneskar vörur, til að mynda gas.

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 15:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eftir hraða minnkun áhrifasvæðis Rússa og sókn NATO og ESB alveg inn i fyrrum hluta Sovétríkjanna og sjálf Úkraína var næst á listanum, sagði Pútin: hingað og ekki lengra."

Þetta er steypa eins og hér hefur margoft komið fram, Ómar Ragnarsson.

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 15:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 21.12.2015 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband