21.12.2015 | 23:58
Eilíf spurning smáþjóðar.
Allt frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1918 hefur nagandi spurning verið á sveimi um fullveldi landsins.
Danir önnuðust vörslu lögsögu okkar umhverfis landið, þ.e. 3ja mílna landhelginnar allt fram á fimmta áratug aldarinnar.
Þeir gátu, hvenær sem þeim sýndist, sent sín vopnuðu skip í hvaða aðgerð sem þeim sýndist, "jafnvel þótt ekki væri beðið um aðstoð".
Á stríðsárunum hélt lögregla þriggja þjóða, Íslendinga, Breta og Bandaríkjamanna, uppi löggæslu, eftir því sem við átti.
Sama ár og lýðveldið var stofnað, framseldum við hluta valdi okkar í flugmálum til Alþjóða flugmálastofnunarinnar og hefur svo verið síðan.
Með aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkjamenn höfum við afsalað okkur hluta af gæslu í íslenskri lögsögu þegar aðstæður eru taldar gera það nauðsynlegt.
Allar svona ráðstafanir geta verið umdeilanlegar og eiga að sæta sífelldri og vandaðri rökræðu og skoðanaskiptum.
Jafnvel þó ekki sé beðið um aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Frontex helps border authorities from different EU countries work together."
"The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities.
In pursuit of this goal, Frontex has several operational areas which are defined in the founding Frontex Regulation and a subsequent amendment."
Frontex - Mission and Tasks
"Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess.
Kjarni Schengen-samstarfsins felst í annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi."
Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:05
Langflest ríki í Evrópusambandinu eru einfaldlega í NATO og Ísland er þar meðlimur.
Þar að auki eiga Svíþjóð og Finnland samvinnu við NATO.
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:06
"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.
En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:06
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:07
13.9.2015:
Meirihluti Svía vill í NATO
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:08
Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):
"Does the Treaty of Lisbon create a European army?
No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.
However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.
A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."
"Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?
No. The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.
The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."
"Do national parliaments have a greater say in European affairs?
Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."
"Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?
No. The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."
"The Treaty entered into force on 1 December 2009."
Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:09
Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.
"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála.
Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum."
Landhelgisgæsla Íslands
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:13
"Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.
Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.
Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."
Utanríkisráðuneytið - Varnar- og öryggismál
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:14
Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurftu að samþykkja Lissabon-sáttmálann til að sáttmálinn gæti tekið gildi.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 00:41
En hvað það er þreytandi að koma hingað í heimsókn til þín, Ómar, í kjölfar svona raðinnleggja hjá Evrópusambands-málpípunni "Steina Briem".
Ekki hefur hann verið talsmaður íslenzks fullveldis hér á Moggabloggi. Hann hefur sífellt mælt ekki aðeins með Evrópusambands-innlimun, heldur einnig með Icesave-lagabrotastarfsemi Jóhönnustjórnar og sætt lagi að gera lítið úr landvarnarmönnum eins og honum hefur frekast verið unnt.
En nú tala ég við þig, Ómar:
Er ekki kominn tími til, að þú frásegir þig frá stefnu flokks þíns, Samfylkingarinnar, í sambandi við ESB-mál? Viltu ekki nota tækifærið til að hafna hér skýrt og ákveðið inntöku Íslends í Evrópusambandið? Eða ertu í raun og veru ESB-maður? Og hvað eða hver sannfærði þig þá um, að þar ættum við heima?!
Og gerirðu þér ekki grein fyrir því, að þá fyrst yrði fullveldi Íslands í meginatriðum farið veg allra vega, ef við færum inn sem alminnsta þjóðin í þetta stórveldabandalag gamalla nýlenduþjóða?
En þú ræðir lögsögu okkar hér og landhelgisgæzlu Dana, en hún var í okkar umboði og ekki rétt hjá þér, ef þú meinar, að hún hafi staðið yfir af Dana hálfu "allt fram á fimmta áratug aldarinnar." Okkar eigin Landhelgisgæzla var stofnuð 1926 og tók smám saman yfir hlutverk danskra gæzluskipa,* og ekki voru þau hér eftir upphaf seinni heimsstyrjaldar.
Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 4, síðan 12, svo 50 og loks 200 mílur var öll gerð í krafti þess, að við vorum fullvalda þjóð. Hefðum við verið komin í Evrópusambandið 1970, hefðum við ekki getað fært hana einhliða út í 50 og 200 mílur. En fullveldið er sívirk auðlind, Ómar, og reyndu ekki að gera lítið úr þeirri sönnu og ágætu staðhæfingu Ragnars Arnalds með neinu afstæðishyggju-hjali hér, Ómar!
Þú þarft að gera grein fyrir þínum málum hér, þinni afstöðu til fullveldis lands og þjóðar.
* http://www.lhg.is/sagan/
Jón Valur Jensson, 22.12.2015 kl. 02:47
Jafnvel þó ekki sé beðið um aðstoð. Mengele veitti líka óumbeðna aðstoð í þágu mannkyns. Stundum fer góða fólkið einfaldlega fram úr sér.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 09:49
Það sem þeir sem ég kalla stundum ,,þjóðrembinga" feila alveg á er, - að strax eftir stofnun svokallaðs lýðveldis, - þá var horfið frá einangrunarstefnunni. Það voru meir að segja sjallar sem stóðu fyrir því eða voru í fylkingarbrjósti við að framselja þessi völd landsins eða ríkisins. Menn sáu fljótlega að ,,fullveldi" 19. aldar manna fékkst ekki staðist. Það væri nauðsynlegt fyrir Ísland að framselja vald með einum og öðrum hætti til þess einfaldlega að geta staðist sem ríki. Þróunin á 20.öldinni varð svo hröð. Tækni- og samgöngubyltingarnar, að sífellt varð mikilvægara að þjóðir framseldu vald. Sú þróun hægir ekkert á sér. Hún virðist halda áfram á furðulega miklum hraða. Landamærin fara kannski að hverfa eins og Lennon ímyndaði sér um árið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.12.2015 kl. 15:30
Er þögn þín merki þess, Ómar Ragnarsson, að þú gangist við því, að þú viljir koma Íslandi í Evrópusambandið?
(Ég anza ekki þessum asnaskap í næsta innleggi á undan mér.)
Jón Valur Jensson, 23.12.2015 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.