22.12.2015 | 08:17
Gildi íslenskra varaflugvalla og -brauta.
Stundum má sjá og heyra upphrópanir hér á landi varðandi það, að það sé óþarfa bruðl að hafa fleiri en einn alþjóða millilandaflugvöll á Íslandi.
Þeir sem þessu halda fram líta hins vegar alveg framhjá því að Ísland er eyland langt fá öðrum löndum og sker sig alveg úr öðrum Evrópu- og Norður-Ameríkuríkjum varðandi að að frá Keflavíkurflugvelli er um 1300 kílómetra flugleið til næsta sambærilegs vallar erlendis, gagnstætt þvi sem er hjá þjóðunum sem beggja meginlöndin sitt hvorum megin Atlantshafsins þar sem stutt er að fljúga til næsta lands.
Þannig geta flugvellirnir í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum allir gegnt mikilvægum hlutverkum varðandi flugöryggi Keflavíkurflugvallar, hver á sinn hátt.
Þótt aðeins 37 kílómetrar séu í lftlínu milli Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar eru þessir tveir flugvellir ekki á sama veðursvæði.
Því veldur skjólið sem Reykjanesfjallgarðurinn veitir Reykjavík í í vindáttum frá suðri til austurs.
Keflavíkurflugvöllur er berskjaldaður fyrir úrkomu í þessum vindáttum og í nótt var rakastigið þar lengst af um 100% og mikil snjókoma á sama tíma og allt annað veður var í Reykjavík.
Nú teljast geta verið talsverðar líkur á nýju eldgosi á áhrifasvæði Bárðarbungu á næstu misserum.
Skammt utan við lokað hættusvæði umbrotanna fyrir ári og utan Vatnajökulsþjóðgarðs er öryggisflugvöllurinn Sauðárflugvöllur sem með fimm flugbrautum sínum er opinn fyrir allar innanlandsflugvélar frá júní fram í nóvember.
Þetta er eini flgvöllur af þessari stærð á hálendinu og flugatvik haustið 2007 varpaði ljósi á gildi hans.
P.S.
Vegna athugasemdar, þar sem lítið er gert úr flugatvikinu 2007, má geta þess að það drapst á báðum hreyflum Fokker F50 vélar yfir Brúaröræfum og farþegum skipað að búa sig undir brotlendingu inni á hálendinu.
Flugmennirnir komu öðrum hreyflinum í gang og komust á honum til Egilsstaða, en farþegunum var veitt áfallahjálp eftir lendingu. Sjá nánar athugasemdirnar.
Lenti ekki fyrr en 4 í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn hefur ekki komið upp flugatvik þar sem Sauðárflugvöllur sýndi gildi sitt. Hann kom ekki að neinu gagni við umrætt flugatvik haustið 2007, lent var á Egilsstöðum. Til þess að sýna gildi sitt hefði Sauðárflugvöllur þurft að koma að gagni. Það nægir ekki að ef allt hefði farið á versta veg þá hefði hann mögulega gagnast.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 09:29
Hábeinn.
Þurfa vegrið landsins og bílbelti að vera í notkun til að sýna fram á gildi sitt?
Elbrus (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 10:19
Já Elbrus, vegrið landsins og bílbelti sýna fram á gildi sitt við notkun. Þegar bílbeltið bjargar mannslífi þá sannar það gildi sitt, þess á milli er það gagnslaust. Vegrið sem ekki kemur í veg fyrir slys gæti eins verið úti á túni. Það er notkunin sem sannar gildið en ekki tilveran ein og sér.
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 10:57
Í hvert sinn sem flugvél hefur sig til lofts, sannar tilvist varaflugvallar gildi sitt vegna þess að það er fjarlægðin til varaflugvallar sem ræður því hvað þarf að vera mikið eldsneyti um borð í vélinni. því minna sem eldsneytið þarf að vera, þvi léttari er vélin og því minna eldsneyti þarf að brenna til að fljúga með eldsneyti.
ls (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 11:12
Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 11:13
Reykjavíkurflugvöllur er líka varavöllur fyrir Keflavík
Davíð (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 11:35
Í dag:
"Flugvél WOW air sem var að koma frá Gatwick í Lundúnum í gærkvöldi þurfti fyrst að lenda á flugvellinum á Akureyri vegna mikillar snjókomu á flugvellinum í Keflavík.
Vélinni var síðan flogið til Keflavíkur og lenti hún þar klukkan fjögur í nótt.
Samkvæmt áætlun átti vélin að lenda í Keflavík klukkan 22:50."
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 11:58
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 11:59
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 12:00
Fleira en alvarleg mistök á flugsýningum veldur því að flugvélar lenda á húsum, götum og vegum eða rétt hjá þeim, eins og fjölmörg dæmi sanna.
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 12:02
1.3.1986:
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 12:03
Ég fæ ekki alveg séð hvað þetta kemur þessari frétt við eða bloggi Ómars, en það breytir því ekki að Reykjavíkurflugvöllur er oft notaður sem varavöllur og stundum eru veðuraðstæður þannig að eingöngu sé hægt að nota hann
Davíð (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 12:15
Fyrstu mínútur flugatviksins 2007 leit út fyrir að í uppsiglingu væri alvarlegasta flugslys á Íslandi í 56 ár.
Það drapst á báðum hreyflum vélarinnar yfir Brúaröræfum og farþegum var skipað að búa sig undir brotlendingu utan flugvalla inni á hálendinu.
Flugmönnunum tókst sð koma öðrum hreyflinum í gang en ekki hinum, og fullur viðbúnaður slökkviliðs, heilbrigðisfólks og björgunarsveita var á Egilsstaðaflugvelli við lendingu með annan hreyfil dauðan.
Tilkynningin um brotlendingu með báða hreyfla dauða uppi á öræfum var það mikið áfall fyrir farþegana, að þeim var veitt áfallahjálp eftir lendingu.
Ómar Ragnarsson, 23.12.2015 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.