Þarf ekki að banna öllum múslimum að ferðast, Trump?

Nú má ráða það af fréttum að tugir þúsunda fólks streymi frá Vesturlöndum til yfirráðasvæðis Ríkis íslams til að ganga til liðs við vígasveitir þeirra og hryðjuverkahópa.

Donald Trump, sem hefur yfirburðastöðu meðal forsetaframbjóðenda Republikana, hefur aukið fylgi sitt með yfirlýsingum um að banna öllum múslimum að ferðast til Bandaríkjanna, og vitað er að Trump á mörg skoðanasystkin í öðrum vestrænum ríkjum.

Nú er spurningin hvort Trump og hans líkar auka fylgi sitt enn meira með því að leggjs til að öllum múslimum verði bannað að ferðast frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum, svo að tryggt sé að þeir leggi hryðjuverkamönnum og vígamönnum lið.

Með því að kyrrsetja 1500 milljónir manna sé málið leyst á einfaldan hátt.    


mbl.is Ríki íslams á leið til Indónesíu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öll deyjum við, fyrr eða síðar, en ég hef nú mestar áhyggjur af kjarnorkusprengjum, því það er alltaf hálf leiðinlegt þegar margir deyja á einu bretti.

Bandaríkjamenn
hafa lengi eytt miklu fé í að verja sitt eigið öryggi og hagsmuni úti um allan heim, til dæmis í báðum heimsstyrjöldunum, Kóreu og Víetnam.

Þeir voru einnig með herstöð hér á Miðnesheiði í sama tilgangi.

Og ef Bandaríkjamenn vilja skoða vandlega alla Íslendinga sem endilega vilja eyða dýrmætum gjaldeyri í Mall of America er það bara hið besta mál.

Þegar ég fékk vegabréfsáritun (business visa) til Rússlands gat ég búið þar í eitt ár án þess að endurnýja áritunina. Þurfti bara að fara úr landi eftir hálft ár og koma svo aftur til landsins. Skrapp þá frá Moskvu til Kænugarðs (Kiev) í Úkraínu, fór svo til baka daginn eftir og þurfti ekki að fá vegabréfsáritun til Úkraínu.

Húsmóðir hér í Vesturbænum var hins vegar handtekin í jólainnkaupum í New York fyrir tveimur árum, send til baka í Vesturbæinn og fékk ekki einu sinni að halda handjárnunum.

Steini Briem, 29.12.2009

Þorsteinn Briem, 22.12.2015 kl. 14:43

2 identicon

Mér finnst nú tiltölulega saklaust að segja að maður geti ekki tekið á móti gestum - í samanburði við það að fara að heimili gestsins og sprengja það í tætlur.  Allt er þetta spurning um viðmið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 16:18

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 20:19

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 20:20

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má náttúrulega alveg eins segja að gestgjafar fari á sama hátt heim til væntanlegra gesta, - og sprengi þá með hátækni flugvélum og drónum.

Hvað er þá verst?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.12.2015 kl. 20:49

6 identicon

Nú eru uppi sterkar grunsemdir um að ISIS liðar hafi útbýtt þúsundum stolinna sýrlenskra vegabréfa til "flóttamanna" á leið til Evrópu.

Nú á að fara að taka upp vegabréfaeftirlit hjá öllum sem ferðast frá Danmörk til Svíþjóðar og beinar lestarferðir milli Khafnar og Stokkhólms leggjast niður eftir áramót.

Það er spurning hvort Stefán Löfven sé farinn að hugsa eitthvað svipað og Dónald Trump þótt hann segi það ekki berum orðum.

Svo er það spurning hvað íslensk yfirvöld eru að hugsa

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.12.2015 kl. 21:45

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 00:01

8 identicon

Nákvæmlega Þorsteinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 00:04

9 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 00:07

10 identicon

Ætli hann verdi ekki hissa thegar hann fær yfirlit yfir launasedla ISIS frá USA...

H. Valsson (IP-tala skráð) 23.12.2015 kl. 17:50

11 identicon

Sæll.

Alltaf er ÞSTh jafn málefnalegur - þegar málflutningur er í formi slagorða er hann alltaf innihaldslaus og innlegg ÞSTh hér sanna það. ÞSTh ætti að prófa að lesa sér til í íslömskum trúartextum því þá myndi hann skilja að athugasemd hans í nr. 9 er algerlega innihaldslaus og í besta falli barnaleg. Menn hafa greinilega afar mismunandi metnað fyrir eigin hönd.

Ég skyldi Trump ekki þannig að hann hafi verið að leggja til varanlegt bann á komu múslima til USA heldur þannig að hann hafi verið að leggja til tímabundið stopp. Hvers vegna leggur hann slíkt til?

Höfum í huga skotárársina í San Bernandino í USA (þar voru gerendur par, maður sem hafði búið í USA í nokkurn tíma og "unnusta" hans sem hafði nýlega komið til hans). Gerendur voru múslimar sem framkvæmdu þennan verknað af trúarlegum ástæðum sbr. fórnarlömbin. Fram hefur komið að utanríkisráðuneyti USA tók vegabréfsáritun konunnar ("unnustunnar") til rækilegrar skoðunar (að þeirra sögn) og komst að því að allt væri í lagi. Síðar hefur komið í ljós að bara með því að skoða fb síðu konunnar hefði mátt sjá að hún var "róttæklinigur". Það var hins vegar ekki gert.

Málið snýst s.s. um það að gera hlé á komu múslima til USA þar til yfirvöld þar geta fundið einhverja góða leið til að skilja sauðina frá höfrunum. Einn sjálfsmorðssprengjumannanna í árásunum í París kom þangað sem flóttamaður örfáum vikum áður en hann tók þátt í hryðjuverkaárás. Á bara að loka augunum gagnvart þeirri staðreynd? Finnst mönnum t.d. í lagi að hleypa inn hingað "flóttamönnum" sem ekki vilja búa hér í friði og spekt heldur vilja drepa Íslendinga?

Nú liggur fyrir að yfirvöld í USA ætla sér að taka við hundruðum þúsunda sýrlenskra flóttamanna og finna þarf einhverja góða leið til að ganga úr skugga um að þeir sem til USA komi hafi ekki eitthvað slæmt í hyggju. Hvernig geta yfirvöld í USA gengið úr skugga um það? Á að hringja í Assad og spyrja hann? Hvernig myndi slík skoðun fara fram? Kannski einhverjir sem hér leggja orð í belg geti svarað því? Hafa t.d. ÞSTh eða ÓR einhverjar hugmyndir eða ábendingar varðandi þetta mál?

Það væri gagnlegt fyrir þá sem hér leggja orð í belg að kynna sér aðeins málin. Ég undanskil að sjálfsögðu ÞSTh en aðrir ættu að prófa að lesa sér til þannig að athugasemdir þeirra verði málefnalegar. Nr. 6 hefur greinilega aðeins kynnt sér málin sem er lofsvert. 

@10: Þegar menn tala í hálfkveðnum vísum eins og þú er það ekki málefnalegt. Hvernig veistu að USA eru að greiða ISIS peninga? Getur þú sannað það?

Er þér alveg sama um stuðning Tyrkja við ISIS? Er allt USA að kenna? Það má án efa saka USA um barnalega utanríkisstefnu gagnvart Mið-Austurlöndum en svo er það allt önnur ella að segja þá beinlínis vera að styrkja ISIS fjárhagslega. Ertu meðvitaður um þann stuðning sem USA eru að veita stjórnvöldum í Baghdad í baráttu sinni við ISIS? Skiptir sá stuðningur ekki máli? Veistu hvað loftárásir USA til stuðnings Kúrdum í bardaganum um Kobane drápu að líkindum marga ISIS liða? Veistu eitthvað um það mál eða er þér bara alveg sama?

Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2015 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband