29.12.2015 | 22:57
Aldahvörf og dögun í orkumálum.
Lokaskeið og hnignunarskeið Olíualdarinnar er að ganga í garð. Tákn nýrra tíma, svo sem fyrirtæki á borð við Apple og Tesla, eru að reisa nýjar höfuðstöðvar þar sem risavaxnir fletir af sólarsellum eru áberandi.
Bæði þessi fyrirtæki eru ávöxtur mikilvægustu auðlindar jarðarinnar, hugvitsins.
Risaverksmiðja Tesla er í Nevadaríki þar sem er gnótt sólarorku og sjá má skóg af vindmyllum í nágrenninu, en slíkt er algeng sjón á leiðinni milli Nevada og Kaliforníu.
Sannanlega hrein og endurnýjanleg orka eins og sólarorka og vindorka, er efst á blaði, en notkun litíums er ekki endanleg lausn í gerð rafhlaðna á meðan magn þess á jörðinni er takmarkað.
En í gangi er mikil þróun í gerð rafhlaðna og engin ástæða til að örvænta.
Forráðamenn beggja fyrirtækja hófu feril sinn með óvenju sterka og öfluga framtíðarsýn, staðráðnir í að framkvæma það sem talið var ómögulegt.
Þeir hafa þegar framkvæmt "ómögulega" hluti, en gera sér þó grein fyrir því að skíma þeirrar dögunar sem þeir hafa átt þátt í að kveikja, er aðeins örlítið brot af því sem framundan er.
Fyrstu myndir af risaverksmiðju Tesla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt, Ómar Ragnarsson. Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir að standa vaktina.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 09:50
Sæll.
Marga hefur dreymt um það að olían hverfi og við taki eitthvað annað - t.d. rafmagnsbílar. Þessi spá þín mun ekki ganga eftir næstu árin og skýringin á því er einföld:
Í einum lítra af bensíni eru um 10.000 wattstundir af orku. Liþíum-jóna batterí (sem tekur svipað mikið pláss og einn lítri af bensíni) inniheldur um 300 wattstundir. Önnur minna :-(
Þetta er ekkert sérstaklega flókið og barnalegir draumar umhverfissinna breyta lítt veruleikanum - nema stórkostlegar framfarir eigi sér stað í rafgeymahönnun.
Hybrid bílar virðast hins vegar eiga framtíðina fyrir sér.
Umhverfisverndarsinnar líta einhverra hluta vegna framhjá þeim tugum þúsunda fugla sem vindmyllur drepa árlega. Hvers vegna?
Helgi (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.