1.1.2016 | 14:13
Munur á innihaldi tveggja áramótaávarpa.
Táknrænt var fyrir mun á tveimur áramótaávörpum forystumanna þjóðarinnar, að í upptöku fyrir jól var hægt að leggja leikara í áranótaskapi fyrirfram í munn nokkurn veginn orðréttan þann texta forsætisráðherra, sem hann myndi flytja um áramót.
Svo fyrirsjáanleg var einhliða glans- og helgimyndin sem hann dró upp af kjörum allrar þjóðarinnar þar sem allir veltu sér upp úr allsnægtum að hans mati á sama tíma sem allt annar raunveruleiki blasir við öldruðum og öryrkjum og öðrum, sem bágust hafa kjörin og var neitað um sömu úrlausn í kjaramálum ag betur megandi þjóðfélagshópum hafði verið skenkt.
Forseti Íslands ítrekaði hins vegar fyrri ummæli um að útrýma þurfi þeim smánarbletti sem sárafækt fjölda fólks er á Íslandi.
Forsetinn endaði ávarp sitt á ósk um blessun Guðs og göfullar náttúru en forsætisráðherra afrekaði það að minnast ekki einu einasta orði á náttúru landsins, heldur talaði eingöngu um hið manngerða umhverfi þegar hann vék orðum að ferðaþjónustunni og eflingu hennar.
Ef svo fer að Ólafur Ragnar Grímsson ljúki störfum sem forseti í sumar hefur hann valið þann tíma fyrir starfslok sín þegar árangur starfs hans á sviði stöðu Íslands í alþjóðasamskiptum blasir við og vekur aðdáun.
Einnig það að hafa virkjað ákvæðið um málskotsrétt og notað hann þegar þörf var á. Hann breytti í þeim efnum í samræmi við yfirlýsingu sína fyrir forsetakosningar 1996 sem var eitt af þeim atriðum sem ollu því að ég kaus hann þá og ég vildi síðar,, bæði í bloggskrifum og með undirskrift við áskorun um málskot vegna Icesave I að hann beitti honum þá.
Hefði talið ástæðu að beita málskotsréttinum vegna Kárahnjúkavirkjunar 2003.
Það helsta sem út af stendur og óvissa ríkir enn um eru afdrif stjórnarskrármálsins.
Býður sig ekki fram til endurkjörs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það var stór munur á ræðum þessara tveggja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2016 kl. 14:18
Ómar þú segir ef svo fer að hann ljúki störfum sem forseti í sumar
Átt þú von á U beyju að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér því við megum eiga von á að stór hluti þjóðarinar koma til með að skora á forsetann að sita áfram frá og með 1.ágúst 2016 með undirskriftarsöfnun?
Með hátíðarkveðjum, Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 14:38
Fyrst Ólafur ætlar ekki að bjóða sig fram aftur, þá sé ég ekki fram á annað en að skila auðu, þar eð mér lízt ekkert á þá frambjóðendur sem hafa annað hvort tilkynnt um framboð sitt eða verið hvattir til þess.
Hins vegar er nokkuð öruggt, að nú þegar það er ljóst að sterkasti frambjóðandinn, Ólafur, tekur ekki þátt, þá muni alls konar kúrekar fara á stúfana. Gnarrinn gæti látið á það reyna hvort hann fái fleiri atkvæði en jólasveinninn forðum.
En nú verðum við að sjá til hvort ekki komi einhver fram sem mun lyfta arfleifð Ólafs og standa vörð um sjálfstæði landsins ganvart ESB og jafnframt standa í lappirnar gagnvart misvitrum þingmeirihluta. En ég er ekki óhóflega bjartsýnn á það.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 14:50
Jón Gnarr fengi margfalt fleiri atkvæði í forsetakosningum en Ólafur Ragnar Grímsson, samkvæmt skoðanakönnunum.
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 16:07
Forseti Íslands ræður engu um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 16:11
Komið þið sæl - Ómar síðuhafi / Ásthildur Cesil / Baldvin, og Pétur D., og þökk ykkur fyrir samskipti liðinna ára, hér: á vefnum !
Ólafur Ragnar Grímsson: verðskuldar ekkert annað en neypu og spott, fyrir að hafa kóað ALLA tíð, með burgeisum og betur megandi, gegn ísl. almenningi.
Hélt sérstökum verndarhjúp: yfir Jóhönnu og Steingríms J. klíkunni / líkt og þeim Sigmundi Davíð og Bjarna, hin seinni árin - á hverju, sem hefir gengið.
Finnst ykkur við hæfi - að hossa þessum skelmi ?
Pétur D. !
Hvaða sjálfstæði ?
Íslendingar: bugta sig og beygja, fyrir EES froðusnakkinu, líkt og Pentagón/NATÓ og ESB samsteypunni, sbr. framkomuna við Rússa, með FULLTINGI títtnefnds Ólafs Ragnars Grímssonar.
Er einhver mannsbragur - að látalátum þessa manns, í gegnum tíðina, gott fólk ?
Þó svo: önnur snobbfígúra til: Vigdís Finnbogadóttir, hafi ekki verið hótinu betri, svo sem.
Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 16:13
1.11.2014:
Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 17:07
Síðastliðinn þriðjudag:
Innan við helmingur ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 17:18
Ekki myndi vanta orkuna í prinsessuna á Bessastöðum:
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 17:22
Jón Gnarr for president!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 17:23
20.11.2015:
Jón Gnarr útilokar ekki forsetaframboð
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 17:30
Sammála þér Óskar Helgi. Allir vilja þeir í ESB. Kannski að við verðum bara að láta það eftir þeim. Stundum fá menn meira en þeir biðja um :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 18:04
Veit ekki til þess að Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir hafi sagt að þau vilji að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Þau vilja hins vegar að meirihluti okkar Íslendinga ráði því í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Undirrituðum líst vel á Jón Gnarr sem forseta Íslands og Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra.
Og ég tel að meirihluti Pírata yrði ánægður með það.
Þorsteinn Briem, 1.1.2016 kl. 18:18
Ólafur byrjaði ágætlega sem forseti.Svo fór hann að stíga trylltan dans við græðgisárin og nú síðustu 2 tímabil finnst mér hann hafa látið Bessastaði og embættið líta út eins og þar byggi konungborinn þjóðhöfðingi með spúsu sinni. Þegar að í hvert einasta skipti sem maðurinn lætur eitthvað út úr sér veldur úlfúð og reiði hjá stórum hluta þjóðarinnar,þá er mál að linni.Maðurinn er allt of pólitískur ,meira segja búinn að dansa í takti við marga stjórnmálaflokka í gegnum tiðina og var oft nefndur kommadjöfull. Sérstakt að sjá að hans hörðustu stuðningsmenn nú í forsetaembættinu, voru andstæðingar hans á pólitísku árum hans. Sannast kannski að munurinn á kommum og hægri öflum er bara enginn. Gott að sjá hann stíga frá enginn er ómissandi ekki einu sinni ÓRG.
Ragna Birgisdóttir, 1.1.2016 kl. 19:40
Komið þið sæl - á ný !
Elín og Ragna !
Þakka ykkur báðum: drengilegan stuðninginn, við minni málafylgju.
Árið 1978 - öðlaðizt ég kosningaréttinn / en hefi aldrei nýtt mér hann, í nokkuri kosningu, sem að Bessastaða glyzinu hefir lotið - og mun ekki gera, héðan af.
Uppskrúfað fígúruverk ísl: stjórnsýslu / drambs og monts og merkilegheita, hafa löngum átt samnefnara sinn, í þessu snobb embætti, suður á Álptanesi, gott fólk.
Okkur væri nær - að ráða til okkar góðan og gegnan Japana / eða þá: Suður- Kóreumann t.d., til þess að annast daglegan rekstur þessa tæplega Þrjú Hundraða Þúsunda manna samfélags - í stað þess að vera að leika stórþjóð / 3ja - 4urra Milljóna manna, eða þaðn af fleirri, jafnvel.
Er ekki orðið tímabært: að hér gildi 10 prósenta skattur, á fólk og fénað, sem fyrirtæki - í stað þessa VIÐBJÓÐSLEGA okurs og ofurtöku, allt að 85% úr vösum landsmanna að minnsta kosti, til þess að halda upp sjálfbirgingslegri hjörð innlendra landsmála- og sveitarstjórnarmanna, sem gefa okkur fingurinn, í hvert einasta sinn, sem þau kafa dýpra, í okkar mis- slitnu vasa og pyngjur ?
Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 20:43
Ólafur Ragnar mun verða besti forseti sem þessi þjóð hefur átt. þessi maður bjargaði þjóðini þegar það átti að setja hana í hlekki þrældóms vaxtaokurs og geðveiki næsu 100 árin. Hann verður aldrei toppaður!
ólafur (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 20:49
Komið þið sæl - enn, sem fyrr !
ólafur (kl. 20:49) !
Bjargaði hverju ?
Villimannleg: verðtrygging + OKUR- vextir í skjóli þessa manns / sem og alþingis og stjórnarráðs GRASSÉRA í landinu, sem aldrei fyrri.
Þrældómurinn - er áframhaldandi og óheftur ólafur minn, í skjóli vitfirrtrar græðgi og sjálftöku burgeisanna, hafi fram hjá þér farið, ágæti drengur ?
Hvar annarrs staðar: hefir þú dvalið persónulega, ólafur minn ?
Með þeim sömu kveðjum sem áður - fullum undrunar samt, til ólafs (kl. 20:49) sem annarra, sem hans viðhorf hafa, til hlutanna /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:01
Víst, Steini. Ef það lægi fyrir lög frá Alþingi um að ganga í ESB, þá hefði Ólafur Ragnar vald til að synja staðfestingu. Þetta vita allir nema þú.
Hann sýndi það svo ekki verður um villzt Í Icesave málinu, sem líka varðaði sjálfstæði landsins, að hann gat staðið í lappirnar gagnvart skrælingjastjórn Jóhönnu og Steingríms. Það verður hans arfleifð. Það eitt vegur upp á móti öllum hans gloríum fyrir hrun.
Ég skil ekki hvers vegna fólk haldi að fífl sem getur ekki einu sinni sinnt borgarstjórastarfi geti sinnt forsetaembætti. Hann getur það ekki frekar en jólasveinninnn hann Ástþór. Sams konar egoflipp. Og það er svo auðvelt að gera litaðar skoðanakannanir (eins og skoðanakannanir Fréttablaðsins/visir.is eru) sem sýna eitthvað út í hött. Þegar upp er staðið, þá er Gnarr ekki eins frábær og hann heldur sjálfur. En um að gera fyrir hann að prófa að sjá hvort hann fái einhver atkvæði. En mér segir svo hugur, að hann muni aðeins vinna ef allir hans mótframbjóðendur séu líka trúðar. Sem er ekki séns. Ég hels að viti það samt sjálfur, því að hann hefur sagzt ekki ætla í framboð. það gæti auðvitað breytzt nú þegar sterkasti frambjóðandinn, Ólafur gefur ekki legur kost á sér.
Og ef það verður kona sem verður forseti, þá er það fínt, bara að hún verði ekki eins og Vigdís. Það útilokar femínistann Katrínu Jakobs. Og að kjósa frambjóðanda einungis vegna kynferðis er barnaskapur. Og þótt það sé nauðsynlegt að vera vel þekkt(ur) af þjóðinni fyrir góðra hluta sakir og vel inni í lands- og þjóðmálum, þá er það ekki nóg. Það þarf líka að hafa bein í nefinu og pólítískan kjark.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:07
Leiðréttingar: "Ég held að hann viti það samt sjálfur, því að hann hefur sagzt ekki ætla í framboð. Það gæti auðvitað breytzt nú þegar sterkasti frambjóðandinn, Ólafur gefur ekki lengur kost á sér.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:11
Komið þið sæl - sem jafnan, og áður !
Pétur D. !
Það er löngu komið á daginn: að Jón þessi frá Gnerri (Jón Gnarr) er mannleysa og uppskaningur að upplagi, þó þokkalega spretti hafi átt forðum, í Leiklistinni, svo sem.
En - er þér ekki hollazt Pétur minn / sem öðrum viðhlægjendum Ólafs Ragnars Grímssonar, að minnast þess, að hann hefir gert okkur meira ógagn en gagn, sbr. þjónkun hans, við illyrmin Jóhönnu og Steingrím J., sem og óþverrana 2, sem við tóku af þeim, Vorið 2013, þó ekki sé aftar farið í tíma, um sinn, a.m.k., ágæti drengur ?
Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:15
Ómar einn Ragnarsson myndi toppa auglýsingablaðsliðið? Útvarp saga gæti kannað fylgi líklegra frambjóðenda á morgun ef aðrir gera það ekki. Forsetakosningarnar í næstu mánaða gúrkutíð. Verður þá ekki kosið um stjórnarskrána?
Sigurður Antonsson, 1.1.2016 kl. 21:22
Sæll Ómar.
Þetta er synjunarréttur en ekki málskotsréttur.
Á þessu tvennu er reginmunur.
Húsari. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 21:27
http://www.althingi.is/altext/140/s/1055.html
Ragna Birgisdóttir, 1.1.2016 kl. 21:43
Óskar Helgi, athugaðu að ég skrifaði um ÓRG og Icesave: "Það eitt vegur upp á móti öllum hans gloríum fyrir hrun." Þannig að ég er mjög meðvitaður um þau mistök sem Ólafur hefur gert í sambandi við útrásarþjófana. En ég er ekki sammála þér að þessi mistök vegi þyngra en afstýring þrælbindingarinnar sem J&S vildu leggja á þjóðina.
Því að hrunið hefði orðið jafnvel þótt ÓRG hefði ekkert þjónkazt við útrásarglæponana.
Því að þegar árið 2002 var byrjað að undirbúa leikritið "Tökum þjóðina í þurrt". Alþingi hefði getað, ef viljinn og vitið hefði verið fyrir hendi, að setja lög sem kæmu í veg fyrir blekkingarnar sem leiddu til bankahrunsins, sbr. danskar lagasetningar varðandi þetta. En því miður er þjóðin sem endranær að drattast með hálfdrættinga og amlóða á þinginu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 23:09
Komið þið sæl - sem áður !
Pétur D !
Þakka þér fyrir: tilraunina til andsvarsins, en,...... Ólafur Ragnar Grímsson er SAMANSÚRRAÐUR við þetta lið, sem hefir féflett okkur, allt: frá komu okkar, í þessa Guðanna voluðu veröld hérlendis, Pétur minn.
Ekkert - fær breytt þeirri viðurstyggilegu staðreynd, ágæti drengur !
Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 23:19
Alveg sammála Ólafi. Og Pétri nema veit ekki nóg um Ástþór til að dæma hann neitt. Húsari, forsetinn sagði sjálfur að hann væri ekki að synja lögunum, hann væri að vísa málinu til þjóðarinnar með að skrifa ekki undir þau.
Elle_, 1.1.2016 kl. 23:42
Lagaprófessor Sigurður Líndal skrifaði um málskotsrétt forsetans: EKKI þótti fært að veita forseta Íslands algert synjunarvald í stjórnarskrá lýðveldisins - -
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/798125/
Elle_, 2.1.2016 kl. 00:02
Elle! Þú verður sjálf að skilja þann texta sem þú vitnar í!
Ath.26: Forseti byggði ákvörðun sína á synjunarrétti
sem hann taldi að fram kæmi í 26. gr. stjórnarskrár.
(hann getur valið þeirri gjörð sinni hvaða orð sem hann vill
en lagagreinin er skýr um þetta atriði)
Ath.27. Það er texti lagagreinar sem gildir en ekki
einhverjar endalausar fabúlasjónir út í loftið.
Enda segir í þessari grein sem þú vísar til:
"Sigurður telur hins vegar alveg ljóst að forseti hafi synjunarvald,
texti 26. greinar stjórnarskrárinnar sé skýr...".
Húsari. (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 01:49
Sigurður Líndal skýrir þetta alveg nóg Húsari. Og ég skildi hann. Hann er prófessorinn og já hann kallar það synjunarvald en líka málskotsrétt sem þú neitaðir.
Elle_, 2.1.2016 kl. 02:19
Þetta er ýmist kallað synjunarvald eða synjunarréttur og
byggir sú orðanotkun á texta laganna.
Það er texti laganna sem gildir og ekkert annað.
Orðið málskotsréttur er í engu samræmi við texta
laganna en synjunarvald og synjunarréttur eru það.
Breytir engu hvað Jón og Gunna hafa að segja um það;
pólitískur hráskinnsleikur er endanlegum texta laganna
óviðkomandi með öllu.
Húsari. (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 03:47
Eins og Líndal skýrði, hefur forsetinn það synjunarvald að skrifa ekki undir lög og skjóta þeim til þjóðarinnar (forsetinn getur ekki einn synjað lögum þó hann synji að skrifa undir þau). Samkvæmt Líndal kallast það málskotsréttur. En þú lætur eins og þú vitir það betur en Sigurður Líndal.
Elle_, 2.1.2016 kl. 14:01
Hvort var kjóllinn blár eða gylltur?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 14:11
Elle! Það er engin afsökun fyrir því
að hafa rangt fyrir sér að vera prófessor!
(reyndar virðist textinn hvað þetta atriði varðar
blaðsins)
Húsari. (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 14:54
Um hvað eru þessi tvö að deila? Hvort 26. greinin fjalli um synjunarvald eða málskotsrétt?
Nú er það mála ljósast að forseti getur ekki sjálfur, skv. margnefndri 26. grein, synjað frumvarpi. Hann getur hins vegar synjað um staðfestingu frumvarpsins, en óðara en hann hefur gert það fær það þó lagagildi; verður sem sagt að lögum, og heldur því þar til því hefur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem halda skal svo fljótt sem verða má. Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu eru bindandi fyrir forseta og verði frumvarpið samþykkt fær forseti ekki breytt því, hvort sem hann heitir ÓRG eða Georg Bjarnfreðarson. Af þessu leiðir að svokallað synjunarvald forseta er ekki einu sinni frestandi; það er einungis réttur hans til að skjóta málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hvort menn kalla þetta fyrirbæri svo synjunarvald eða málskotsrétt er spurning um hvítan eða svartan pipar í plokkfiskinn.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 15:13
Textinn er sá að lögin öðlast gildi þótt forsetinn skrifi ekki undir þau, heldur skjóti málinu í dóm þjóðarinnar. Þetta fyrirkomulag er einstakt í stjórnarskrám en virkar afar líkt og í málskoti til Hæstaréttar í dómskerfinu.
Ómar Ragnarsson, 2.1.2016 kl. 15:29
Þorvaldur, það passar við það sem Sigurður Líndal skrifaði. Frá minni hálfu var málið ekki um hvort orðið væri notað en var alltaf að segja að samkvæmt Sigurði Líndal kallaðist það bæði málskotsréttur (eins og Ómar Ragnarsson sagði í fyrstunni og Húsari neitaði í no. 22 og segir núna Sigurð Líndal fara rangt með) og synjunarvald.
Elle_, 2.1.2016 kl. 15:47
Komið þið sæl - sem áður, og fyrri !
Húsari og Elle, fornvinkona !
Kostulegar: nánast hlálegar eru, hártoganir ykkar, um sjónarmið Sigurðar Líndal, karl fausks, sem ENGU vill breyta til batnaðar hér á landi, og RÍGHELDUR í hefðir ráðandi valda- og ránsstéttarinnar.
Hafið þið - Húsari og Elle, ekkert vitrænna til málanna að leggja, gott fólk ?
Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 16:03
Óskar Helgi, kallaðu það það sem þú vilt. Það var í alvöru hroki af háa hestinum sem ég vildi svara ef þú vilt vita það.
Elle_, 2.1.2016 kl. 17:00
Komið þið sæl - sem jafnan !
Elle mín !
Farðu ekki í kerfi: þó ég hnýti í ykkur Húsara fyrir, að nenna yfirleitt, að vera að specúlera í Sigga gamla Líndal, um einhverja orðskviði, stjórnarskrár burgeisanna og ísl. ræningja bælanna.
Stjórnarskrár nefnan - er jú:: verkfæri í þeirra þágu / ekki okkar almennings, fornvinkona góð.
Hafir þú ekki: eftir tekið, til þessa.
Ekki síðri kveðjur - að vanda /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 17:44
Heill og sæll, fornvinur góður!
Mæl þú manna heilastur!
Leyfum hvort heldur borgarastéttinni eða
undirstéttarfíflunum að tala "af háa hestinum",
skjóta sig í fótinn eða til tunglsins að vild sinni!
Húsari. (IP-tala skráð) 2.1.2016 kl. 18:47
Þá er þetta mál útkljáð. Og hvort sem mönnum finnst menn vera að deila um skegglengd keisarans, þá er það ljóst að það má ekki vera vafi á þessu atriði. Fyrir mig að sjá, þá er þetta bæði synjunarvald og málskotsréttur í einu, eins og margir hér hafa sagt, og það sem skiptir máli er hvernig framkvæmdin er. Sérstaklega það að lögin taki gildi og verði í gildi þangað til og ef það verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er líka annað sem sumir ímynduðu sér forðum daga (aðallega af því að þetta synjunarvaldi var aldrei beitt fyrr en á þessari öld vegna passífra forseta) var að ef forsetinn synjaði staðfestingu, en meirihlutinn var hlynntur frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá yrði forsetinn að segja af sér. Ég er ekki að búa þetta til, þetta var útbreidd skoðun þegar ég var yngri.
Pétur D. (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.