Lögreglan, þverskurður af þjóðfélaginu.

Kannski er það vegna fámennisins sem íslenska lögreglan nýtur meira trausts en víða erlendis.

En þar kemur það einnig tíl að lengstum hefur þessi starfstétt verið skipuð þannig að hún hefur verið nokkurs konar þverskurður af þjóðfélaginu með fólk af fjölbreyttu tagi eins og er í röðum almennings.

Af þessu leiðir að lögreglan og almenningur finna til vissrar samkenndar.

Síðasti hluti orðsins lögregluþjónn felur í sér fallega hugsun.

Þetta kom sér vel á einstæðan hátt í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur komu lögreglunni til hjálpar til að verja þá fyrir ofstopamönnum og hindra að allt færi úr úr böndunum þegar í óefni stefndi.

Það hefði varla gerst í nokkru öðru landi.  

 


mbl.is Lögreglan vekur aðdáun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt segir þú að orðið lögregluþjónn felur í sér fallega hugsun. En því miður eru engir lögregluþjónar á landi voru lengur, einungis lögreglumenn. Má um það sjá til dæmis lögreglulög  nr. 90 frá 1996.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband