Æpandi þögn Bandaríkjamanna.

Frakkar, Bretar og Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru meðal þeirra sem hafa mótmælt aftökunum í Sádi-Arabíu.

Þögn Bandaríkjamanna, sem hafa löngum státað sig af því að vera brjóstvörn mannréttinda og frelsis í heiminum, hefur hins vegar verið æpandi.

Sádarnir eru dyggir bandamenn Bandaríkjamanna, í lykilaðstöðu vegna olíuauðs síns, hafa verið fóðraðir með bandarískum vígvélum, og Kanar þora ekki að rugga bátnum.

Leyfa líka aftökur í eigin landi.


mbl.is Frakkar og Þjóðverjar fordæma aftökurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ættu Bandaríkjamenn að hlaupa til og fordæma aftökur í þetta sinn, umfram önnur skipti?

Og af hverju ættu Bandaríkjamenn að fordæma Saudí Araba umfram t.d. Íran, þar sem margfalt fleiri aftökur eru framkvæmdar en í Saudí Arabíu?

Og af hverju hlaupa vinstrimenn fram núna, og fordæma aftökur, en þegja um aftökur í Íran?

Svarið er náttúrulega einfalt.Hjá vinstrimönnum snýst þetta um glóbal pólitík. Saudar eru vinir Bandaríkjamanna, og því ber að fordæma allt sem þar gerist. Íranir eru óvinir Bandaríkjamanna, og því ber að forðast að fordæma það sem þar gerist.

Vissulega væri gott ef allir fordæmdu aftökur, hvar sem þær eru framkvæmdar, en við skulum horfast í augu við staðreyndir. Vinstrimenn fordæma aldrei neitt sem kemur sér illa í áróðursstríðinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 07:26

2 identicon

Bandaríkjastjórn er sjálfri sér samkvæm. Allt frá því að þeir sprengdu atómbomburnar í Hiroshima og Nagasaki hafa þeir hvorki staðið vörð um mannréttindi í eigin heimalandi né annarsstaðar. Börn eru fangelsuð í Bandaríkjunum langtímum saman fyrir smávægileg brot.

Þeir hafa staðið fyrir pyntingum og aftökum án dóms og laga víða um heim. Að vísu hafa þeir talað fyrir mannréttindum í fjandríkjum sínum, Sovétríkjunum sálugu,leppríkjum þeirra og víðar um heim en það er holur hljómur í því tali miðað við þeirra eigin framferði.

Þeir hafa stutt Ísraelsstjórn í sínu glæpsamlega framferði og hefndarstefnu gegn Palestínumönnum þar sem ekki gildir lengur Biblíusetningin auga fyrir auga og tönn fyrir tönn heldur hundruð augu og tennur fyrir hvert eitt.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 07:53

3 identicon

Ég hef ekkert heyrt frá okkar stjórn heldur.  Ég sem hélt að menn væru svo svakalega harðir á prinsippinu.  Hvað segir Gunnar Bragi?  Vill hann ekki skjótast á staðinn og kynna sér aðstæður?

http://eyjan.pressan.is/frettir/2016/01/04/jens-gardar-milljordum-fornad-med-thattoku-i-vidskiptathvingunum-gegn-russum/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 10:05

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Spurning hvernig þetta endar.  Shia-muslimar eru um 15% af 20 milljónum sádabúa.  Er dáldið mikið eða meira en maður hugði.

Og þeir eru svona lægra settir innan Sádíu því ríkið byggir á afar þröngri túlkun á Kóran sem kunnugt er.

Sumir sádar líta á shia sem villutrúarmenn eða hálfgerða villutrúarmenn.

Af því geta menn vel greint hve islam er rosalega splittað og hve villandi sýn fjölmiðlar gefa stundum af islam.  

Hér vestur og norður frá er dáldið mikið trend í að gera islam að einhverju einu.  Í raunveruleikanum er það ekki svo.  Islam er allt marg splittað.

Af þessu atriði geta menn meðal annars lært, hve fráleitt upplegg Isis er að ætla að stofna Kalífadæmi þar sem allir hlýti sömu bókstafstúlkun á Kóran og grunnlína er einsleitni.

Þetta gæti aldrei gerst.  Vegna þess hve margsplittað islam er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.1.2016 kl. 11:45

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað eru margir teknir af lífi í BNA á ári, eða Kína, Ían og fleiri löndum. 

Halldór Egill Guðnason, 4.1.2016 kl. 14:18

6 identicon

Þetta gæti endað með því að við færum að hengja snærisþjófa - í nafni samvinnuhugsjónar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 14:35

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Öskrandi þögn íslendinga um aftökur 70 glæpamanna í Sádi Arabíu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.1.2016 kl. 00:18

12 identicon

Sæll Ómar.

Æpandi þögn, engar umræður um myndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum.

Kemur þar að ummælum Hilmars í aths. nr. 1.:
"Vinstrimenn fordæma aldrei neitt sem kemur sér illa í
áróðursstríðinu."

Sá yfirmaður sem við sögu kom í þessum málum innmúraður og innvígður
vinstrimaður. Er réttlætið ekki 5 aura virði þegar þannig stendur á?

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 11:57

13 identicon

Þarf virkilega eitthvað að ræða þetta?  Innmúraðir og innvígðir vinstri og hægri menn njósna um almenna borgara.  Bara nú um jólin sagði prestur að almenningur væri mesta ógn við öryggi Evrópu.  Innvígður prestur í nútímanum þegir sem sagt ekki lengur heldur æpir upp yfir sig í pontunni.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 12:39

14 identicon

Gleðilegt ár Elín!

Hélt kannski að feministar tækju svona mál upp
a.m.k. yrðu einhverjar umræður í samfélaginu um þessa mynd.

Missti illilega af þessum presti sem þú nefndir.

Já, þú heldur að þetta sé eins og á tímum Stasy í A-Þýzkalandi.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 13:13

15 identicon

Já, ég held að það stefni í það.  Þegar þú nefnir það þá held ég að þjóðin hafi verið eftir sig eftir bók Jóns Gnarr og myndin fallið í skuggann.  Þarna höfum við mann sem stígur fram og segir og selur "sögu" samnemanda síns (sic).  Segir hann hafa verið misnotaðan!  Hvaða rétt hafði hann til þess?  Hver var eiginlega að misnota hvern í þessu tilviki?  Þetta er svo yfirgengileg frekja að freki kallinn bliknar í samanburðinum.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 13:41

16 identicon

Þakka svarið, Elín!

Jón Gnarr fékk góða auglýsingu fyrir bók sína
hjá Agli í Kiljunni og Gísla Marteini.

Hef orðið var við verulega óánægju með bók þessa.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband