Tillögur nefndar Bjarna Benediktssonar í skúffu í 60 ár.

Margar stjórnarskrárnefndir hafa verið settar á fót í 70 ár. Ein þeirra var undir forsæti Bjarna Benedktssonar fyrir 60 árum.

Hún, eins og aðrar stjórnarskrárnefndir fram eftir síðustu öld, átti að gera nýja stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu, sem var í grunninn hin sama og danska stjórnarskráin 1849. 

Á fundi Varðarfélagsins reifaði Bjarni nokkur atriði, sem rædd voru í starfi nefndarinnar, og koma nokkur þeirra kunnuglega fyrir sjónir 60 árum síðar. 

En í öll þessi ár hafa íslenskir stjórnmálamenn gætt þess vandlega að læsa skúffunni, sem þau hafa legið í, í hvert skipti sem komið hefur til tals að taka þau upp og dusta af þeim rykið.

Og stjórnarskrárnefnd Bjarna gat ekki skilað neinu af sér frekar en aðrar slíkar nefndir áratugum saman. 


mbl.is Sömu kröfur gerðar frá 1952
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru margar nefndirnar sem skilað hafa slakri vinnu og margar skúffurnar fullar af ónothæfu rusli.

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.1.2016 kl. 23:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslur um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs og þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 5.1.2016 kl. 00:01

3 identicon

Það er fullljóst, ef píratar gefa það út að þeir munu starfa einir í ríkisstjórn annars ekki, þá ná þeir því með glæsibrag.

Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 5.1.2016 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband