Eitt borgarsamfélag: Borgarnes-Þjórsá-Suðurnes.

Svæðið frá Borgarnesi austur að Þjórsá og suðvestur um Suðurnes er samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu það sem kallað er "virkt borgarsamfélag" ("Functional Urban Area"), skammstafað "FUA".

Tvð skilyrði verða að vera fyrir hendi;

1. Minnst 15.000 íbúar.

2. Ekki meira en 45 mínútna ferðatími frá jöðrum svæðisins inn að miðju.

Án þess að gera sér grein fyrir þessu verður mat manna á aðstæðum  og byggðamálum oft afar bjagað og úr takti við tímann.

Sem dæmi má nefna að atkvæði hvers kjósanda á Akranesi hefur tvöfalt meira vægi en atkvæði hvers kjósanda í Vallahverfinu syðst í Hafnarfirði.

Selfoss og Reykjavík eru á sama atvinnusvæði, innan sama borgarsamfélags, og algengt er ínnan innan svæðisins að menn eigi heimili á jöðrum svæðisins og vinnustað á höfuðborgarsvæðinu,- eða öfugt.

FUA eru tvö á Íslandi: Annars vegar Suðvesturhornið og hins vegar Eyjafjarðarsvæðið, frá Öxnadalsheiði langleiðina til Húsavíkur og Mývatnssveitar þegar Vaðlaheiðargöng verða komin.

Þess má geta, að á meðan Reykjavíkurflugvðllur er í Vatnsmýri og nýju Dash Q400 vélarnar verða komnar í gagnið á næsta ári uppfylla Akureyri og Reykjavik vestan Kringlumýrarbrautar skilyrðin um sérstakt virkt borgarsamfélag.

 


mbl.is Plastiðjan flytur til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Best er að fólk búi sem næst sínum vinnustað til að spara bensín, umferðarmengun og slit á götum verði sem minnst og ferðatími á milli heimilis og vinnustaðar sé sem stystur.

Þannig getur borgað sig að búa og starfa í eða nálægt miðbæ Reykjavíkur, enda þótt húsnæði sé þar dýrara en í úthverfunum.

Þorsteinn Briem, 9.1.2016 kl. 00:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Q400 flugvélar Flugfélags Íslands verða um þriðjungi hraðfleygari en Fokkervélar félagsins.

Og hraðlest gengur á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu eftir um átta ár, sem styttir ferðatímann verulega á milli þessara staða og minnkar einnig mikið notkun jarðefnaeldsneytis og umferðarmengun.

Hugsanlegt er að flugvélar Flugfélags Íslands fljúgi þá til Keflavíkurflugvallar í stað Reykjavíkurflugvallar þegar sá flugvöllur verður lagður niður á sama tíma.

16.3.2015:

"Q400 vélarnar eru stærri en Fokker 50 og Flugfélag Íslands gerir ráð fyrir að taka þrjár vélar í 74 sæta útgáfu í sinn rekstur í stað þeirra fimm Fokker 50 véla sem félagið hefur nú en í þeim eru 50 sæti.

Auk þess að vera stærri eru Q400 um 30% hraðfleygari en venjulegar skrúfuþotur og bíður því rekstur þessarar tegundar upp á nýja möguleika fyrir félagið."

Flugfélag Íslands tekur í rekstur Q400 flugvélar í stað Fokker 50

Þorsteinn Briem, 9.1.2016 kl. 01:35

3 identicon

Gaman þegar menn taka hugtak sem er alþjóðlega skilgreint á níu blaðsíðum og búa til sína eigin tveggja línu skilgreiningu sem ekkert á sameiginlegt með þeirri alþjóðlegu til að .....??? já, til hvers???

Í alþjóðlegu skilgreiningunni er hvorki minnst á 15.000 íbúa eða 45 mínútna ferðatíma. Samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu þá er aðeins eitt "virkt borgarsamfélag" ("Functional Urban Area") á Íslandi og það nær ekki upp á Akranes, suður fyrir Hafnarfjörð eða yfir Hellisheiðina.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 02:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Merkilegt er að háskólaprófessor á Akureyri skuli hafa haldið sérstakan fyrirlestur við Háskóla Íslands 2011 um FUA sem viöstaddir háskólamenn í Reykjavík gerðu hvorki þá né síðar neina athugasemd við, en svonfndur Hábeinn afgreiðir sem bull og tilbúning hjá mér.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2016 kl. 11:35

5 identicon

Hvað veit ég nema þú hafir misskilið allt sem einhver háskólaprófessor á Akureyri sagði í fyrirlestri við Háskóla Íslands 2011. Eða hvort minnið sé að svíkja þig eina ferðina enn. Ekki var ég á fyrirlestrinum.

Ég veit bara hvað þú sagðir. Þetta eru þínar fullyrðingar en ekki tilvitnanir. Þú kemur fram eins og þú vitir hvað FUA sé, en smá leit á internetinu sýnir allar fullyrðingar þínar rangar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 13:47

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig misminnir ekki neitt og stend við öllstriði í pistilsins. Það segir ekkert þótt þessi skilgreining sé ekki nefnd í orðaskýringum á netinu,- enda er netið ekki tæmandi heimild um vísindalegar kenningar.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2016 kl. 18:05

7 identicon

Semsagt hin alþjóðlega skilgreining sem finna má á netinu er ómarktæk vegna þess að það sem þig minnir og hvergi annarstaðar er að finna er hin eina rétta alþjóðlega skilgreining. Dattstu á hausinn í æsku?

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.1.2016 kl. 18:25

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef ég hef tíma, get ég fundið heimildir fyrir því sem eg segi í pistlinum og stebd við.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2016 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband