Sex ríki mynduðu Kola- og stálsambandið.

Mini-Schengen fimm ríkja leiðir hugann aftur til upphafs fyrirrennara ESB, sem fólst í sambandi sex ríkja, sem mynduðu svoefnt Kola- og stálsamband, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía og Beneluxríkin þrjú og stóð til ársins 1957.

Meðal afleiðinga stríðsins var skortur á miklvægum hráefnum eins og stáli og samvinna ríkja var nauðsynleg til að koma hagkerfum þeirra á skrið.

Sem dæmi um skort á stáli má nefna að framleiðendur Landrover notuðu ál í stóra hluta jeppans vegna þess hve stál var dýrt og af skornum skammti.

Kola-og stálsambandið litaði líf mitt hressilega sumarið 1955, þegar ég var 14 ára unglingur í afskekktu eylandi, þar sem börn og unglingar áttuy firleitt ekki kost á því að fara til útlanda.

Kola-og stálsmbandið stóð fyrir alþjóðlegu æskulýðsmóti í Kaupmannahöfn og ég var í hópi um 30 íslenskra unglinga víða af landinu, sem boðið var að fara á ráðstefnuna og dvelja ókeypis í Höfn í sex vikur.

Það var auðvitað áhrifarík og mótandi dvöl.

Alveg er hugsanlegt að samvinna ríkja í Evrópu verði mismunandi eftir viðfangsefnum og breytist eftir aðstæðum.

Þannig eiga um tveimur tugum fleiri ríki aðild að Evrópuráðinu en að ESB og Ísrael  hefur lengi tekið þátt í starfi Sambands sjónvarpsstöðva Evrópu.

 


mbl.is Verður til „mini-Schengen“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samvinna ríkjanna í Evrópusambandinu er mismunandi, enda er sambandið ekki eitt ríki.

Þannig eiga til að mynda Bretland og Írland ekki aðild að Schengen-samstarfinu.

Og ekki veit undirritaður til þess að Íslendingar eigi í vandræðum með að komast héðan frá Íslandi til Bretlands.

Gjaldmiðill Bretlands er breskt pund en Írlands evra og Svíþjóðar sænsk króna.

Og gjaldmiðill Danmerkur er dönsk króna sem bundin er gengi evrunnar.

Samvinna Evrópusambandsríkjanna er hins vegar miklu meiri en ríkja Kola- og stálbandalags Evrópu.

Og Ísland er að langmestu leyti í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 12.1.2016 kl. 15:10

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Ómar.

Kola og stálsambandið ECSC var hinn gamli þráður Nazi-Þýskalands og Vichy-Frakklands tekinn upp á ný. Restin fylgdi með eins og á hersetuárunum. Rotið inn að beini. Þetta kartel Frakka og Þjóðverja var upphaflega sett upp 1925-1926 sem "Redressment français" af neo-St. Simonian vélmennadýrkendum í þeim tilgangi að skapa elítusamfélag sem stýrt og stjórnað yrði með "rökhyggju" af ríkisembættismanna-sérfræðingum. Leiðtogi þessa félagsskapar var Lucien Romer sem varð svo ráðherra í Vichy svikaríkisstjórn franskra nasista.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2016 kl. 19:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er nógu gamall til að muna eftir því að nöfn Shumann utanríkisráðherra Frakka og Konrads Adenauers kanslara Vestr-Þýskalands voru oftast nefnd á þessum árum sem þeirra manna sem vildu koma í veg fyrir að hörmungar ófriðar á milli Evrópuþjóða endurtæki sig. 

Ómar Ragnarsson, 13.1.2016 kl. 01:19

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aha Ómar

En þessi söguskýring um hvatir þriggja Lotharinga -Adenauer, Gasperi, Schuman- heldur ekki, því þegar árið 1954 var öllum í Evrópu það fullkomlega ljóst að Pax Americana sá öllum hinum frjálsa (þökk sé Pax Americana) hluta meginlands Evrópu fyrir öryggi, friði og framförum. Engin engin önnur ástæða var til stofnunar ECSC en hreinir en dulbúnir stórveldisdraumar og katrel-langanir. Og nú lítur svo út, einu sinni enn, að verið sé að blása í þá Evrópulúðra sem menn þóttust hafa lokað fyrir, með einmitt nýju ófriðarlofti er tilvist Evrópusambandsins hefur búið til.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2016 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband