12.1.2016 | 20:04
Tíminn er oft mikilvægt atriði.
Fyrst eftir Hrunið í október virtust Íslendingar og ríkisstjórnir Geirs H. Haarde og Jóhönnu Sigurðardóttur í einhverri vonlausustu stöðu sem um getur.
Vinaþjóðir okkar að Færeyingum undanskildum sneru við okkur bakinu og í upphafi samningaviðræðna var staðan með eindæmum erfið, enda var umfjöllun erlendis um Icesave og önnur íslensk málefni afar einhliða.
Fyrri Icesave samningurinn var samþykktur á Alþingi undir gífurlegum alþjóðlegum þrýstingi og var afar ósanngjarn hvað það varðaði að hver íslenskur skattborgari átti að borga 25 sinnum hærri fjárhæð en hver skattborgari í Bretlandi og Hollandi.
Þá kom 26, grein íslensku stjórnarskrárinnar sér vel þannig að forseti Íslands gæti skotið´málinu til þjóðarinnar og þannig fengust tækifæri fyrir hann og aðra til að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri, en ekki síður að vinna tíma í málinu, því sð tíminn vann með okkur, og það var aðalatriðið.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir að forsetinn haldi málskotsréttinum, jafnvel þótt líka verði ákvæði um beint lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur.
Það er gert meðal annars til að gefa tækifæri til að hægt sé að grípa strax til beins lýðræðis ef aðstæður eru þannig að önnur leið til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu er of seinleg.
Myndi skaða orðspor Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótt Færeyingar hafi verið fyrstir og haft frumkvæði að því að lána Íslendingum þarf ekki að gleyma Pólverjum. Nú er líka á hreynu að Rússar ætluðu að lána okkur 2008, en hættu við þegar AGS kom í spilið. Þótt Rússar hafi í aldanna rás verið erfiðir nágrönnum sínum hafa þeir reynst Íslendingum beturviljaðir en margir sn. bandamenn okkar. bæði í landhelgisdeilum og æseif-málinu. Ég hef meiri áhyggjur af orðspori „bandamanna" okkar en okkar sjálfra.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.