Þriðja og áttunda plús það versta.

Getur þetta verið hvað varðar streitufyllstu störfin? Jú, það ber ekki á öðru en að þangað leit klárinn, sem hann er kvaldastur.

Af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina, eru sem sé tvö störf meðal topp tíu á listanum yfir mestu streitustörf heims, nánar tiltekið í 3ja og áttunda sæti.

Enga streitu veit ég þó hafa verið meiri en að keppa í rallakstri og á engum starfsvettvangi hef ég lent í fleiri slysum og verið eins hætt kominn og á sviðinu. 

Alls fimm beinbrot plús byltuslys sem setti mig á hækjur næstu vikur á eftir.

Og ekkert atriði eins hættulegt og lagið Sveitaball þar sem ég var heppinn að hálsbrjóta mig til dauða. 


mbl.is 10 mest stressandi störf heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vanetar ekki eitt lítið "ekki" þarna í síðustu málsgreinina.

Sæmundur Bjarnason, 13.1.2016 kl. 07:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert einfaldlega hrakfallabálkur, Ómar Ragnarsson.

Lendir í flugslysum, bílslysum og reiðhjólaslysum.

Og öllu stolið af þér, bílum, tölvum og myndavélum.

Þorsteinn Briem, 13.1.2016 kl. 08:38

3 Smámynd: Már Elíson

Hausinn á honum er þó í toppstandi, og þú átt ekki því láni að fagna, Mr. Stony Breim

Már Elíson, 13.1.2016 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband