Löngu tímabært.

Stundum notum við Íslendingar heitið Klakann um Ísland. Hvort tveggja er réttnefni.

Fróðlegt væri ef einhver reiknaði út með því að fá að nota allar tiltækar heimildir, hve mikla peninga hálkuslys kosta hér á landi í kostnaði í heilbrigðiskerfinu, vinnutapi, tjóni á farartækjum, líkamstjóni og jafnvel varanlegum örkumlum og öðru beinu fjártjóni, auk þjáninga og tjóns, sem ekki er hægt að meta til fjár.

Lægi slík könnun fyrir kæmi í ljós að aukafjárveiting til að efla hálkuvarnir, mokstur og klakabrot myndi borga sig.

Raunar gegnir furðu að á öld tækninnar á eina landi heims, sem kennt er við ís og klaka skuli ekki fyrir löngu hafa verið hannað, smíðað og notað af krafti tæki sem vinnur á klakanum.

Ekki er síður mikilvægt það forvarnarstarf að hreinsa snjó strax, þótt það kosti vinnu á yfirvinnutímum, svo að komið sé í veg fyrir klakamyndun með öllu titækum ráðum.


mbl.is Klakabrjótur gegn hálkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er síðasta málsgreinin í færslunni sem er aðalatriðið: Ef sveitarfélögin hefðu drullazt til að hreinsa allar götur eftir hverja snjóahrinu í staðinn fyrir að bíða allt of lengi og síðan hreinsa aðeins aðalvegina og það illa, þá hefði það sparað mörg beinbrot og þá hefði ekki þurft að borga fyrir þennan klakabrjót. Íbúagötur og verzlunarsvæði hafa í stórum dráttum verið hunzaðar dögum saman, sömuleiðis gangstígar. Sumar íbúagötur virðast alls ekki hafa verið ruddar í vetur. Þau sveitarfélög sem hafa staðið sig illa að þessu leyti eru Reykjavík og Kópavogur.

Einnig er vítavert að yfirvöld hafa ekki fylgt eftir snjóhreinsunarskyldu raðhúsahúseigenda, sem hljóta að eiga að hreinsa gangstéttina fyrir framan húsið sitt. Í nær öllum tilfellum sem ég hef séð, þá hafa þeir aðeins hreinsað stæðið fyrir framan bílskúrinn (eða látið heita vatnið í slöngunum undir stæðinu bræða snjóinn) en hunzað hættulega klakann á gangstéttinni, því að fjölskyldan fer hvort eð er aldrei neitt öðruvísi en á jeppunum. Það skiptir þessa eigendur litlu máli hvort fótgangendur séu í mikilli hættu.  

Pétur D. (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 11:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.1.2012:

"Í dag eru 55 snjómoksturstæki í notkun víðsvegar um höfuðborgina."

Sam­an­lögð lengd gatna í Reykja­vík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjóla­stíg­a með bundnu slit­lagi 768 kílómetrar.

Sumar götur eru fjórar akreinar, moka þarf tvær akreinar gatna víðast hvar og gangstéttir eru í flestum tilvikum báðu megin við götur.

Einnig þarf að moka fjöldann allan af bílastæðum, fara þarf varlega vegna kyrrstæðra bíla og flytja þarf snjó af mörgum svæðum.

Götur getur þurft að moka oftar en einu sinni á sólarhring, þær eru saltaðar og sandi stráð á gangstéttir og göngustíga.

Þar af leiðandi getur þurft að moka, salta og strá sandi á um þrjú þúsund kílómetra vegalengd á einum sólarhring, einungis í Reykjavík, og um níu þúsund kílómetra ef mikið snjóar í þrjá daga, vegalengdina á milli höfuðborga Íslands og Japans, sem er um 8.800 kílómetrar.

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 18:20

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 20.12.2014:

"Ég dvaldi í Helsinki í viku í desember 1966. Þá vakti það athygli mína að enda þótt handmoka þyrfti snjóinn, voru allar götur og gangstéttir hreinsaðar jafnharðan og snjórinn féll."

Ómar Ragnarsson er sem sagt ennþá grínisti, enda þótt það birtist helst í alls kyns nöldri og rugli.

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 18:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson 28.8.2015:

"Hálfsársuppgjör borgarinnar var lakara en áætlanir stefndu að. Aðalástæðurnar eru minnkandi hagnaður OR [Orkuveitu Reykjavíkur] og tafir í lóðasölu.

Í A-hlutanum, sem er rekstur borgarsjóðs, fór snjómoksturinn fram úr um næstum 400 milljónir, enda verulega snjóþungur vetur og dýr aðkeypt þjónusta.

Sérkennsla í leikskólum fór talsvert fram úr áætlun, svo og launakostnaður vegna kjarasamninga ..."

Þorsteinn Briem, 15.1.2016 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband