16.1.2016 | 00:59
Nú má hann líka?
Meðferð utanríkismála þjóða likist því að tefla flókna og erfiða skák þar sem þðrf er á sem bestri menntun og yfirsýn, enda er skákborðið á okkar tímum allur heimurinn.
Í skák þarf að reikna út stöðuna marga leiki fram í tímann og gjörkanna öll möguleg viðbrögð mótherjanna á grundvelli innsæis, þekkingar og reynslu.
Í meðferð utanríkismála og skák verður að hlíta ákveðnum reglum og þekkja þær.
Ekkert af þessu var fyrir hendi þegar Gunnar Bragi Sveinsson ákvað að Íslendingar skyldu samþykkja, án þess að hafa nokkur áhrif sjálfir á þá ákvörðun vestrænna þjóða, að taka upp viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum með þeim slæmu afleiðingum sem svarleikur Rússa hefur haft hér á landi.
Barnalegt var að halda að eftir á væri hægt að fá Rússa til að hætta við viðskiptaþvinganir gegn okkur eða að fá bandalagsþjóðir okkar til að fara eftir á að veita okkur styrki til mótvægis við tjón okkar.
Í bandalagslöndum okkar bitna viðskiptaþvinganir misjafnlega á þeirra eigin innanlandsstarfsemi og engin von til þess að farið sé að hygla atvinnustarfsemi hjá annarri þjóð umfram starfsemi innan eigin landamæra.
Ekki varð aftur snúið eftir að lagt var af stað.
Það yrði vatn á myllu Rússa ef Íslendingar yrðu nú til þess að efna til ósættis við þá sem þeir hétu stuðningi í upphafi þessarar óundirbúnu vegferðar og slikt framferði okkar myndi draga úr trausti annarra þjóða á okkur.
Bjarni Benediktsson hefur undir rós gagnrýnt utanríkisráðherra fyrir meðferð hans á þessu máli, en það er enn eitt dæmið um það ofurvald ráðherra og framkvæmdavaldsins, sem það hefur hrifsað til sín á kostnað löggjafarvaldsins í skjóli slapprar stjórnskipunar.
Í frumvarpi stjórnlagaráðs er tekið á þessu til að tryggja betri og skýrari valddreifingu.
En nú bregður svo við að engu er likara en að Bjarni Benediktsson segi: Nú má ég lika.
Eins og sjá má á tengdri frétt á mbl.is færir Frosti Sigurjónsson alþingismaður fram gilda gagnrýni á för Bjarna fyrir Íslands hönd á stofnfund Innviðafjárfestingabanka Asíu án samþykkis Alþingis.
Segir Bjarna skorta samþykki Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.
Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.
Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.
Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 02:19
"40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 02:33
"Hvað fær Ísland svo út úr því að setja 2,3 milljarða í þennan banka sem mun starfa alfarið í Asíu?"
Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 03:15
xB(úið) xD(æmi)?
NN (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 10:26
Ástæðan fyrir því að Bkarni og framsjallar vilja vera í þessum asíska banka er náttúruega að þeir ætla svo að fá lán í þessum helv. banka þarna.
Það eru fáir erlendis til að lána ípeninga hingað upp eftir framferði frosta, framsjalla og ofsa-þjóðrembinga í skuldarmálinu.
Það yfirbragð var gefið af Íslandi og íslendingum að þeir borguðu ekki skuldir sínar. Íslendingar fá eiginlega hvergi lán á ásættanlegum kjörum. Þessvegna m.a. eru vextir svona háir þó það sé nánast engin verðbólga.
Við verðum lengi að borga skaðakostnaðinn vegna fíflagangsins kringum Icesave. Mjög lengi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2016 kl. 11:06
Hvað gengur fjármálaráðherra og hans fylgissveinum eiginlega til? Eru þeir endanlega gengnir af göflunum? Það sýður á mér yfir þessum fréttum.2,3 milljarðar á meðan að heilbrigðiskerfið hér er algjörlega komið niður fyrir þolmörk vegna fársveltis, Rekstraaðilar Landsspítala eru hér hálf grátandi í fréttum á hverjum degi yfir ástandinu og þá dettur ráðherranum í hug að skreppa með 2,3 milljarða af almannafé yfir til Asíu til að fjárfesta og gambla í banka sem kemur ekki til með að gagnast Íslensku þjóðinni á nokkurn hátt. Þetta er algjör svívirða.
Ragna Birgisdóttir, 16.1.2016 kl. 11:19
Það er sem sagt prinsippatriði að styðja valdaræningja í Úkraínu hvað sem það kostar en menn fara af hjörunum þegar Asía á í hlut. Hvað er þetta annað en rasismi?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 11:35
Er ný(skammar)yrðið "Pútinisti" að skipa sér á stall með Stalínisti?
Orðhákur (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 11:39
Þetta snýst ekkert um Asíu eða nokkuð annað heldur hvort að BB hafi leyfi til að framkvæma svona án samþykkis Alþingis. En það flækist nú ekki fyrir sumum að samþykkja gjörninga eins og þennan þrátt fyrir að samfélagið sé fjársvelt á öllum sviðum.
Ragna Birgisdóttir, 16.1.2016 kl. 11:55
Þetta er ólöglegt. Það má ekki skuldbinda ríkið án viðhlítandi fjárheimilda. Auk þess er galið að ríki sé að veita fé úr almannasjóðum í að fjármagna einhverja bankaútrás. Sumir virðast ekkert hafa lært af neinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2016 kl. 12:37
Alþingi hefur þegar veitt heimild til þeirra skuldbindinga sem aðild Íslands að Innviðafjárfestingabanka Asíu leiðir af sér, í fjáraukalögum fyrir síðasta ár..... http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/16/bjarni_segir_heimild_vist_liggja_fyrir/
Davíð12 (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 14:47
Nokkuð skýrt hverjir verða EKKI í ríksistjórn eftir næstu kosningar.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.1.2016 kl. 15:49
Vissulega hafa fjárheimildirnar verið samþykktar. Það hefur stofnsáttmáli bankans hinsvegar ekki verið, og slíkt er ekki heimilt, hvorki með þingsálytkun né almennum lögum, þar sem ákvæði hans fara gegn stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Dæmi um slíkt eru ákvæði um skattfrelsi ásamt undanþágu frá opinberu fjármálaeftirliti og rannsókn, ekki aðeins fyrir bankann sjálfan heldur einnig fyrir starfsmenn hans. Það er engin heimild í stjórnarskránni til að veita slíkar undanþágur frá löggjafarvaldinu, auk þess sem skattalög eiga að vera almenn og mega ekki hygla útvöldum hópum fólks.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2016 kl. 15:49
Úr Tillögu til þingsályktunarum fullgildingu stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu. Þingskjal 645 – 436. mál.:....Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd stofnsamning Innviðafjárfestingabanka Asíu sem undirritaður var í Peking 29. júní 2015......Með lögum um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana, nr. 98/1992, var skapaður almennur lagagrundvöllur fyrir slík réttindi alþjóðastofnana þannig að ekki þyrfti að setja sérlög um friðhelgi og forréttindi einstakra alþjóðastofnana,...
Ekkert er í stjórnarskránni sem bannar að veita slíkar undanþágur. Hvað sem hverjum finnst að ætti að vera þá eru skattalög ekki það almenn að þau hygli ekki útvöldum hópum fólks. Skattar eru til dæmis mis háir eftir aldri, búsetu, fjölskyldu- og eignastöðu og undantekningar fjölmargar og ýmiskonar. Stjórnarskráin setur skattalög, framkvæmd og útfærslu í hendur löggjafarvaldsins, Alþingis.
Davíð12 (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.