Einhver mesta spilling á byggðu bóli.

Í Suður-Ameríku viðgengst einhver mesta spilling veraldar og mest er hún í Paragvæ.

Hún þrífst á öllum sviðum þjóðlífsins og er beinlinis háþróuð varðandi mútur og mútuþægni.

Íslensk kona, sem ég hitti á förnum vegi í haust og bjó í Paragvæ í nokkur ár, sagði mér að þar í landi gæti enginn komist hjá því að taka beinan og óbeinan þátt í þessu, svo gegnsýrt væri þjóðlifið af þessu.

Hægt væri að kaupa sér háskólagráður og hvers kyns réttindi ef svo bæri undir.

Það minnir á stórt flugslys þegar leiguþota steyptist niður í Mexíkóborg með ungan mexíkóskan valdamann, atgervismann, sem búist var við að yrði arftaki þáverandi þjóðarleiðtoga Mexíkó.

Við rannsókn kom í ljós að aðalorsök slyssins var kunnáttuleysi flugmannanna, sem höfðu keypt réttindin til að fljúga þotum af þessu tagi.

Í Paragvæ eru lögreglan og dómskerfið gerspillt, og mannréttindi fótum troðin.

Ill meðferð fanga er illræmd að endemum.

Það er því engin furða að eiturlyfjasala sé þar mikil og alræmd.

Þeir Íslendingar, sem af einhverjum ástæðum hafa flækst í net fíkniefnaglæpamanna þarna, vita vel um ástand fangelsismála á þessum slóðum og því má heyra þær raddir að okkur beri engin skylda til að eyða fé og fyrirhöfn í að skipta sér af fólki, sem vissi vel hvaða áhætta var tekin með því að komast í kast við lögin í landi, þar sem réttarfari og fangelsismálum er ábótavant. 

Með því að líta svona á mál þessara Íslendinga er gengið fram hjá þeirri meginreglu að hver sakborningur teljist sýkn saka, nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi.

Einnig má benda á orð Krists: Í fangelsi var ég og þér vitjuðuð mín.

Orðin eru afdráttarlaus og algild, án undantekninga.

 

 


mbl.is Reynir að tryggja réttláta málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thad hlýtur nú ad hafa eitthvad ad segja vardandi sekt eda sakleysi, ef vidkomandi er gómadur med fíkniefni í kílóavís. Afdráttarlausari getur sökin varla ordid. Einungis spurning um hve vidkomandi faer ad dúsa mörg ár í fangelsi, vid ömurlegan adbúnad. Vardandi spillinguna, get ég tekid undir hvert ord, af eigin reynslu. Hér í Sudur-Ameríku virkar ekkert án spillingar og mútugjafa, sama hvada nafni thad nefnist.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.1.2016 kl. 13:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útrásarvíkingar og áhættufjárfestar.

Eins og helstu samstarfsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar.

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 14:12

3 identicon

Í ríki þar sem ég gæti keypt lögregluna til að finna eiturlyf í kílóavís hjá hverjum sem er, þar sem ákærur og dómar eru söluvara, væri heimskulegt að trúa öllu sem lögreglan segir.

Davíð12 (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 14:42

4 identicon

Athyglisverð færsla (en kannski svolítið ruglingsleg).

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hverrar aðstoðar ég gæti vænst,lögum og reglugerðum samkvæmt,frá Íslenska ríkinu ef svo ólíklega vildi til að  að ég lenti í fangeslsi í útlöndum grunuð um eiturlyfja smygl eða önnur alvarleg  brot gegn lögum þess lands sem ég væri stödd í.

Kannski getur þú, Ómar, eða einhver lesenda þinna, upplýst mig um hvaða rétt ég, sem Íslenskur ríkisborgari ætti á aðstoð frá Íslenskum yfirvöldum ef ég væri ásökuð um að hafa gerst brotleg við lög sem gilda í hinum ýmsu löndum heims.

Agla (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 16:41

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mér þykir þú Ómar og aðrir gestir þínir taka svolítið djúpt í árina, so to speak, hefur þú kanski ekki fylgst með hvernig spillingin er á Íslandi?

það gengur svo langt að t.d. yfirvöld virða dóma Hæstaréttar og alþjóðadómstóla að vettugi.

Furðuleg árátta hjá þér að vísa í orð Krists þegar þú klæðist í kjól Góða Gáfaða Fólksins, en ert andvígur þeim orðum þegar þér hentar.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 16.1.2016 kl. 18:17

6 identicon

Sæll Ómar - sem og þið önnur:: gesta hans !

Ómar minn !

Ekki einu sinni - Suður og Mið- Ameríkuríkin / frekar en hinna Heimsálfanna komast nálægt þeim spillingar viðbjóði, sem hér á landi er,, og verið hefir frá alda öðli, ágæti síðuhafi.

Eru þá bæði: Norður sem Suðurhvelin, meðtalin.

Sjáðu í okkar samtíma Ómar - vaxandi sjálfbirgingshátt ísl. embættis- og stjórnmálamanna og dramb, þar sem þorri þeirra er kámugur út á kinnar sér, af góðgætinu öllu saman, sem við myljum ENNÞÁ:: undir þetta Helvítis pack, með margfeldi svonefndra skatta, sem gjalda / óbeinna sem beinna ágæti drengur !!!

Árið 1985: þurfti ég ekki, nema 1/2 vikukaup, til þess að fjárfesta í Vetrardekkjum (negldum) undir þáverandi Ford Cortínu mína: árg. 1977.

Í dag - kostar á annarrs mánaðar laun hjá venjulegu fólki, að spandera í dekk, undir sambærilegan bíl, að stærð.

Með beztu kveðjum - sem endranær / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.1.2016 kl. 20:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 20:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

"Við Íslend­ing­ar erum skuldug­asta þjóð í heimi og hrein­ar skuld­ir okk­ar eru rúm­ir 1.800 millj­arðar króna.

Þegar all­ar eign­ir hafa verið tekn­ar með í reikn­ing­inn og dregn­ar frá skuld­un­um er niðurstaðan sú að hvert manns­barn á Íslandi skuld­ar tæp­ar sex millj­ón­ir króna."

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 20:53

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minnist þess ekki að ég hafi nokkurn tíma verið andvígur orðum Krists.

Hef hins vegar ekki lagt bókstaflega trú á forneskjulegt boðorð í Gamla testamentinu sem gerir aðeins ráð fyrir eignarrétti karla, meðal annars yfir konum, þrælum, ambáttum, uxum og ösnum. 

Ég hef skrifað oftar um spillingu á Íslandi en ég get komið tölu á.  ´ 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2016 kl. 00:33

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara að minna fólk á að það er gífurleg spilling á Íslandi.

Stundum þá "sér ekki fólk bjálkann í augum sjálfs síns, en sér flísina í augum annarra." Eins og ég benti á þá hagar þú seglum eftir vindi, so to speak, þegar þú skrifar um kristna trú Ómar minn, mín skoðun.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.1.2016 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband