Alcoa: Stórfelld skattaívilnun marga áratugi fram í tímann.

Bjarni Benediktsson kýs að svara ekki gagnrýni Frosta Sigurjónssonar vegna þeirra undanþága frá íslenskum lögum, sem ætlunin er að Innviðafjárfestingabanki Asíu fái frá íslenskum lögum.

Stórfelldar ívilnanir til handa útlendum fyrirtækjum eru útaf fyrir sig ekki nýjung hér á landi.

Í fyrirlestri á fundi í fyrradag greindi Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri frá því, að í skattalöggjöf margra ríkja væru ákvæði um hámark vaxtakostnaðar, sem fyrirtæki mættu telja fram sem kostnað, sem drægist frá tekjum þeirra.

Tilgangur þessa takmörkunarákvæðis væri að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ættu dótturfélög, gætu látið eitt dótturfélag sitt lána öðru dótturfélagi svo mikið fé, að lánþeginn losnaði við að borga tekjuskatt.

Hér á landi gildir þessi regla ekki og þess vegna kemst Alcoa upp með það að borga engan tekjuskatt hér á landi, ekki bara núna eða hingaðtil, heldur allan samningstímann næstu fjóra áratugi!

Indriði upplýsti, að íslensk stjórnvöld hefðu í raun gengist fyrir því að í samningnum við Alcoa væri ákvæði sem tryggði það að Alcoa gæti til enda samningstímans bókfært eins miklar vaxtagreiðslur og þyrfti til að losna við að borga krónu í tekjuskatt!

Með öðrum orðum: Löggjarvald Alþingis til að koma í veg fyrir siðlaus undanskot frá tekjuskatti var í raun tekið af þvi!

 

 

 

 

 


mbl.is Bjarni segir heimild víst liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 23:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 23:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 23:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 16.1.2016 kl. 23:30

7 identicon

"Bending all the rules" sagði Valgerður Sverrisdóttir.

Átti hún kannski við skattareglurnar?

einsi (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 03:03

9 identicon

Til Beijing fór Bjarni fjári,

á bankabólu og bar,

firrtist við Frosti klári,

á fésbók var alveg snar! money-mouth

Allkói (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 10:32

10 identicon

Myndi sem sagt borga sig til lengdar, að láta Alcoa fara sinn veg (eins og þeir hóta), og opna t.d. gagnaver sem þurfa mikla orku, og láta þau borga tekjuskatt, án undanskota... undecided

Jóakim frændi (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 10:45

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mæli með að skrúfað verði fyrir alla álframleiðslu á landinu nú þegar!

Sigurður Haraldsson, 17.1.2016 kl. 11:14

12 identicon

Á meðan berst almenningur í bökkum, barnabætur og vaxtabætur afnumdar, sjúklingar og aldraðir í neyð....yell

!!! (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 11:45

13 identicon

Nú er spurningin, hafa menn lært af reynslunni?

Eins og ... "Aldrei setja öll egginn í eina körfu", eða "Ekki fleygja körfunni, meðan eggin eru í henni".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 13:51

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi vaknar þjóðin upp af martröðinni sem hér er á ferð.

Sigurður Haraldsson, 17.1.2016 kl. 16:54

15 identicon

Þáverandi iðnaðarráherra kallaði þetta "bending all the rules"

https://www.youtube.com/watch?v=oPau9bgPqcY

Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 18.1.2016 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband