"Áhrifamikill" stuðningur"?

Það er margra mál að mestu mistök John McCaine í kosningabaráttunni 2008 hafi verið að velja Söru Palin sem varaforsetaefni.

Svo vildi til að ég var staddur í Bandaríkjunum þegar hún hafði rétt nýlega verið valin og gat fylgst með henni í sjónvarpi á þeim tíma og ýmsu bulli sem vall upp úr henni þá.

Hún fór hinar mestu hrakfarir í viðtölum og kappræðum, svo mjög, að henni var líkt við Dan Quayle varaforseta George eldri Bush hvað snerti grunnhyggni og þekkingarleysi og endalausar vandræða uppákomur.

Nú segir Donald Trump að stuðningur Söru Palin sé áhrifamikill stuðningur.

Þessi "áhrif" sem Palin hafði 2008, urðu ekki þau jákvæðu áhrif sem McCain hafði vonast til heldur þveröfug áhrif.

En McCain er langan veg frá því að vera jafningi Trump í endemis málflutningi og kannski á eftir að koma í ljós varðandi Palin og Trump að sækjast sér um líkir og að kjaftur hæfi skel.   


mbl.is Palin lýsir yfir stuðningi við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Enginn vafi er á því að Donald Trump
munar um þennan stuðning því nú eru
engar líkur til þess að Ted Cruz nái því sem
til þarf í Iowa og er hann reyndar úr sögunni.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna,
mun ekki í vandræðum með að launa Palín ómakið!

Ég efast um að Hillary nái útnefningu demókrata,
þar er Bernie Saunders líklegri og víst er um það, Ómar,
að ekki munu demókratar ríða feitum hesti frá þessum
kosningum í nóvember.

Hygg að Donald Trump muni verða jafn rótfastur fyrir
og ákveðinn og honum síðar líkt við Dwight D. Eisenhover.

Músliminn sem nú situr á valdastóli í Bandaríkjunum
mun gangast við því þá tímar líða fram.

Húsari. (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 03:38

2 identicon

Við sem vorum stuðningsmenn Þóru í síðustu forsetakosningum, vorum viss um að hroki og sjáfbirgisháttur innstu stuðningsmanna hennar mundi fella hana, svona þegar fór að líða nær kosningum.  Við vorum jafnvel að láta okkur detta það í hug að um skipulagt samsæri væri að ræða. En þarna var ekkert hægt að gera, við komumst ekki nærri með þetta, svo vel var gert.

Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 05:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á að þú birtir þitt bjánalega rugl undir dulnefni eins og margir aðrir, "Húsari".

Þorsteinn Briem, 20.1.2016 kl. 05:22

4 identicon

Gott innlegg hjá Guðjóni.  Ég held að uppgerðarkætin í kringum framboð Þóru hafi líka stuðað marga.  Ég man eftir viðtali við hana og fólk (ekki börn) í bakgrunni að sippa.  Það kannast flestir við ofurhressa karaktera á facebook sem rífa grímuna af sér með offorsi og látum heima hjá sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 08:58

5 identicon

Það kemur engum á óvart, að Sarah Palin) og Teboðshreyfingin öll) styðji Donal Trump, þau eru bæði ofstopafullir rugludallar. Og eins og Ómar bendir á, þá eru og hafa verið fjöldinn allur af Repúblikönum tengdir forseta- eða varaforsetaembættinu annað hvort greindarskertir: Sarah Palin, Donald Trump, G.W. Bush, Dan Quayle, Ronald Reagan, Gerald Ford, eða þá glæpamenn eins og Nxon. Jafnvel meðal annarra núverandi frambjóðenda fyrir utan Trump eru fífl, eins og Ben Carson. Síðasti Repúblikanaforsetinn sem eitthvað var varið í var Eisenhower og að líkja honum við Trump er helber móðgun við Ike. Það var fyrir fjórum árum uppfrískandi að fá forseta með yfirburðargáfur eins og Obama leysa af kretínið Bush. Að gáfnavísitalan í Hvíta húsinu hríðfalli aftur eftir nóvemberkosningarnar er óumflýjanlegt. :(

Jafnframt virðist vera lögmál í USA, að kosnir forsetar komi til skiptis úr hvorum flokknum, þannig hefur það verið frá stríðslokum (með einni undantekningu) og þannig verður það örugglega enn á ný. Fyrir mér er eitt víst og það er að það verða miklir ófriðartímar, bæði á heimsvísu og innan USA, þegar og ef Trump verður forseti. Hvernig það mun lýsa sér veit ég ekki, en ég óttast hreinlega kjarnorkustyrjöld. Þegar valdamesti maður heims er geðbilaður ofstopamaður, þá er ekki von á góðu.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 13:48

6 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Góð greining Pétur og segir margt um það fólk sem styður þessar manneskjur  Donald Trump og Söruh Palin. 

Ragna Birgisdóttir, 20.1.2016 kl. 14:30

7 identicon

" og ýmsu bulli sem vall upp úr henni þá." - segir þú Ómar um Mrs.Palin. !!!

--  Hver er munurinn á þínu bulli og hennar !!  Heyrði sagt við erlendis-búandi Landa, sem varð það á, að segja sitt álit á landsmálum : " Hvað ert þú að rífa kjaft , þú sem býrð ekki einu sinni á Landinu !!!!  --- Kannski gæti þetta átt við fleiri !!!  --  Hugsa sér þó hvílíka gæfu, að þú dvaldist ekki lengi í USA. !!

B.B.Sveins (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 16:09

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst menn vera all fljótir að afgreiða Trump sem eitthvert fífl. Maðurinn er eldklár, vel menntaður, höfundur margra bóka.Hefur farið á hausinn eins og Björgólfur Thor og komið upp aftur eins og hann. Hver eruð þið að fordæma svona kall sem hefur komist lengra en þið formælendurnir komist nokkurn tímann? Og ég segi LSG þegar maður les ýmislegt sem þið látið frá ykkur.

Ég styð Donald Trump sem næsta Forseta Bandaríkjanna. Það bar skiptir hann ekki nokkru máli.

Halldór Jónsson, 20.1.2016 kl. 22:54

9 identicon

Donald Trump er grunnhyggið rasistasvín.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 12:36

10 identicon

Þegar Trump og stuðningsmenn hans eru að æla um að henda Mexíkönum út, þá gleyma þeir að Bandaríkjamenn stálu ríkjunum Washington, Californía, Arizona, Nueva México og Texas frá Mexíkönum á sínum tíma.

Svo að Trump ætti að snauta sér burt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.1.2016 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband