20.1.2016 | 20:13
Gott að þetta gerðist svona snemma?
Já, það kann að virðast mótsagnarkennt, en úr því að það þurfti að gerast sem felst í Borgunarmálinu og vekur upp slæmar minningar um sölu ríkiseigna um og uppúr siðustu aldamótum, var kannski gott að að það gerðist svona snemma.
Borgunarmálið hringir mörgum bjöllum, enda vita menn meira en áður eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og kannanir á Hruninu.
Það hefur verið bent á það hér og annars staðar að of margt væri núna að gerast í þjóðfélagi okkar sem benti til ásóknar í það sama og sóst var eftir í græðgis- og einkavæðingunni, og einn angi af því er að víkja frá allri ábyrgð og tala Hrunið niður með því að kalla það "hið svokallað hrun" og reyna að endurskrifa söguna.
Sem sagt: Að það sé að koma annað 2007, og hugsanlega sömu kjörorðin, "traust efnahagsstjórn" og "árangur áfram, ekkert stopp!"
Því að enginn skyldi gera lítið úr undirliggjandi hugsunarhætti og aldarfari þegar kafað er ofan í hvers vegna svona hlutir eru byrjaðir að gerast á ný.
Þolum ekki sömu mistökin aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Brennt barn forðast eldinn, og býr eftir það sína ævi í myrkri og kulda. Ef eitthvað er skaðlegra en annað hrun þá er það lamandi ótti við að annað hrun verði. Hræðslan við það að gera mistök má ekki koma í veg fyrir að nokkuð sé gert. Margir skjálfa á beinunum við að sjá byggingarkrana rísa og missa þvag þegar ríkið selur og kaupandinn nær óvæntum hagnaði. Hvert batamerki er talið skref í átt að hruni og bjartsýni er kæfð í fæðingu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.1.2016 kl. 20:50
Þegar þú gerir"mistök" ítrekað eru það ekki mistök heldur ásetningur.http://www.hringbraut.is/frettir/landsbankinn-sagdur-ruinn-trausti. Það er greinilegt að fjármálöfl ríkisstjórnarflokkana eru á fullu að ná sér í peninga sem þjóðin á til að afhenda bestu vinum aðal. Í gegnum ríkisbanka , lífeyrissjóði, sjávarauðlindina. Hjá þjóð sem tapaði hér óheyrilega háum fjárhæðum og missti æruna vegna verka glæframanna sem eru margir hverjir komnir á fullt í boði BB og SDG aftur,þá á svo sannarlega ekki við máltækið brennt barn forðast eldinn,þessir græðgispúkar láta ekki brunasár stoppa sig í græðginni. Þeir eru hömlulausir.Ég um mig frá þér til mín.
Ragna Birgisdóttir, 20.1.2016 kl. 21:59
Fjölskylda fjármálaráðherra brosir breitt þessa dagana.http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/20/kortafyrirtaekin_fa_milljarda/
Ragna Birgisdóttir, 20.1.2016 kl. 22:01
http://kvennabladid.is/2014/11/28/fjolskylda-fjarmalaradherra-faer-forgang-ad-kaupum-a-rikiseignum/
Ragna Birgisdóttir, 20.1.2016 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.