Tveir einstæðir tapleikir í röð var of mikið.

Ég er að leita í huganum að hliðstæðu þess að íslenskt landslið í handbolta hafi fengið á sig samtals hátt í 80 mörk í tveimur mikilvægum leikjum í röð á stórmóti, en finn enga hliðstæðu.

Lið Hvíta-Rússlands, sem skoraði 39 mörk á móti okkur og sló okkur í raun út, skoraði aðeins 5 mörk í fyrri hálfleik á móti Frökkum, sem töpuðu þar áður fyrir Pólverjum.

Þetta bendir til þess að Ísland hefði hvort eð er ekki átt möguleika á að komast neitt frekar áfram í keppninni.

Það var ljóst á svip og fasi íslensku leikmannanna þegar þeir hófu leikinn við Króata að afhroðið í leiknum við Hvít-Rússa hafði brotið þá niður.

Guðjón Valur reyndi að keyra á það hugarfar að þetta væri einn afmarkaður handboltaleikur og að áskorunin um að vinna sigur á ögurstundu ætti ein að nægja til að hleypa fítonskrafti í okkar menn. 

En það tókst ekki og í vörn og sókn blasti við áframhald ófaranna gegn Hvít-Rússum.

Enda blasti stórtap við strax eftir 10-15 mínútur og úrslitin voru þegar ráðin.

Það hafa verið sveiflur í leikjum á mótinu í milliriðlum síðustu daga og kannski var geta Hvít-Rússa sveiflukennd.

Kannski voru Hvít-Rússar og Króatar svo heppnir að hitta á topp dagsform í leikjunum við Íslendinga og það fyrirbæri að "hafa númerið okkar" eins og það heitir á íþróttamáli. 

Það breytir því ekki að það að fá á sig 76 mörk í tveimur samliggjandi leikjum var einum of mikið.

Því er það rétt ákvörðun hjá Aroni Kristjánssyni að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum og gefa ráðrúm til að stokka spilin upp á nýtt.


mbl.is Aron hættir með landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband