Steingrímur borðaði grjónagraut í sveitinni og hann var góður.

Ýmsar sögur eru af því að ráðamenn og embættismenn hafi reynt að fylgjast með kjörum skjólstæðinga sinna.

Friðrik mikli ku hafa dulbúist og farið um meðal borgaranna á kvöldin til að þefa af grasrótinnni.

Agnar Koefoed-Hansen flugmálastjóri fór oft í gönguferð um flugvallarsvæðið og heilsaði upp á sína grasrót, flugrekendur, flugliða og flugvirkja.

0g það er ekki nýtt að stjórnmálamenn borði mat sem alþýðunni stendur til boða til að vita betur um hvað mál sem snerta neyslu og framboð á mat snúast.

Ef framleiðandi pakkamatar fyrir skjólstæðinga Reykjavíkurborgar veit af því að borgarstjórinn neytir þessa matar á hverjum degi getur það virkað sem aðhald fyrir framleiðsluna á matnum.

Að vísu er ekki að sjá á holdafari borgarstjóra að hann þurfi mikinn mat, en það er önnur saga.

Þegar Steingrímur Hermannsson mátti þola mikla gagnrýni vegna harðra efnahagsaðgerða 1983 í kjölfar mestu verðbólgu, sem komið hefur á Íslandi, var meðal annars sagt að margt fólk væri svo fátækt að það hefði varla efni á að borða neitt annað en grjónagraut.

Steingrímur svaraði að bragði með fleygum orðum: "Þegar ég var strákur í sveit norður í Skagafirði, borðaði´ég oft grjónagraut og hann var góður."

 


mbl.is Dagur borðaði mat eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband