25.1.2016 | 00:00
Hvað kostar að hafa næstum fimm þúsund manns á biðlista?
Deilt er um hvort þjóðfélag okkar hafi efni á að verja meira en 8,7% af vergri þjóðarframleiðslu í heilbrigðiskerfið og gera heldur átak um að komast upp í 11% eins og í Svíþjóð.
Tregðan við að hækka prósentuna er svo mikil, að meira að segja kostaði heilmikla rekistefnu síðastliðið haust að komast upp í prósentutöluna 8,7 prósent.
Upplýst hefur verið að þúsundir, allt að fimm þúsund Íslendingar bíði á biðlistum eftir úrlausn sinna mála varðandi nauðsynlegar aðgerðir og rannsóknir.
Ég hitti vin minn í sjúkraþjálfun í spítalanum í Fossvogi í fyrri viku, sem var að fá gervilið í hnéð og endurhæfa sig.
Þetta leiddi tal okkar að slíkum aðgerðum.
Sjálfur er ég með svo léleg hné, að þegar þriðja aðgerðin á hnjánumm mínum var gerð fyrir tíu árum, sagði læknirinn mér að af myndum mætti sjá, að hnén væru komin á það stig vegna slits, að ég væri orðinn tækur til að settir væru gerviliðir í þau, og það gæti gerst fyrirvaralaust.
Ég gæti reynt að hökta áfram á þessumm lélegu liðum, jafnvel "sárhnjáður", en það myndi fara eftir langlífi mínu hvort það myndi borga sig eða ekki og erfitt að spá um það hve lengi gengi að hökta án gerviliðs. Kannski lítið sem ekkert úr þessu.
Ég leiddi samtalið inn á léttu nóturnar og það var ca svona, orð læknisins feitetruð:
"Hægt er að lofa tíu ára endingu gerviliðs, en vafi er á að hægt sé að endurnýja hann að þeim tíma liðnum."
"Einmitt. Segjum að ég geti hökt eitthvað áfram, en hnén á mér gefist upp eftir 3 ár og ég fái gerviliði þá, sem endist í ellefu ár. Þá yrði ég að nálgast áttrætt, sem er meðalaldur karlmanna, og ending liðanna passar alveg við lífshlaupið."
"Já, rétt hjá þér, en það er ekki nóg að vera með þetta plan a, heldur líka plan b og plan c, svona í grófum dráttum."
"Hvað er plan b?"
"Að þú drepist svo fljótlega eftir aðgerðina, að það sé verið að henda peningunumm í sjóinn með henni."
"En hvernig er plan c?"
"Ég veit að amma þín varð 93ja ára og ömmusystur þínar 93ja og 103ja ára. Ef langlífi er í ættinni og þú nýtur þess, langar þig til að vera í hjólastól síðustu 13 árin?"
Þetta nægði til þess að ég ákvað að fá ráðleggingar um það hvernig ég gæti treint notkun hinna uppslitnu hnjáa og seinkað því að fá gerviliði.
Ég sagði vini mínum að hnén hefðu rétt lafað til þessa dags, en engu væri að treysta, því að hvenær sem væri gætu liðirnir gefið sig endanlega, eins og hafði gerst fyrirvaralaust á sínum tíma.
Hann sagði að nú væru aðstæður þannig að plan d og plan e væru komin til sögunnar, af því nú væri tveggja ára bið eftir því að fá gervilið.
Plan d væri að vera á hækjum eða í hjólastól í tvö ár á biðlista ef hnén gæfu sig jafn skyndilega og 2005.
En hvað er þá plan e?
Jú, að fara strax í myndatöku sem sýndi hin uppslitnu hné eins og 2005, panta aðgerð og krossleggja fingur í von um að hnén rétt dygðu tveggja ára biðtímann í tæpu en þolanlegu ástandi eins og fram að þessu og vonast til að gerviliðirnir entust það lengi, tíu ár, að ég færi í fyrsta lagi í hjólastól 88 ára, ef ég næði þeim aldri.
En er þá til plan f? Já, ef hægt er að eyða biðlistanum svo að fólk þurfi ekki að vera að spila með biðlistann eins og í plani e.
Þetta dæmi er lítilvægt en lýsandi miðað við þær afleiðingar sem biðlistarnir hafa haft og geta haft varðandi ótímabær dauðsföll, örorku eða óþarfar þjáningar, sem og þann kostnaðarauka og vinnu/tekjutap sem núverandi ástand veldur og getur oft orðið miklu meira en nemur kostnaðinum við fyrirbyggjandi aðgerðir.
Áður hafa hér á síðunni verið tekin tvö dæmi um afleiðingar af töfum á rannsóknum varðandi krabbamein í nýrum og af töfum á aðgerðum vegna gátta- eða hjartaflökts, sem hafa gerst fyrir framan nefið á mér.
Annað þeirra tengjast mér sjálfum en ég hef hingað til verið heppinn og dettur ekki hug að vera að væla neitt yfir því. Er hins vegar hugsi vegna annarra, sem ekki voru eða eru heppnir í þessari rússnesku rúllettu.
Það er allt morandi í þessu, því miður, allt í kringum okkur. Er það sæmandi fyrir okkur?
Segir gagnrýni byggja á hvatvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sauðfjárbændur fái sér ærlega vinnu:
2.9.2015:
Um 38 milljarðar króna frá ríkinu í vasa íslenskra sauðfjárbænda frá árinu 2007 án þess að árangur hafi verið metinn - Ríkisendurskoðandi
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 00:17
Um að gera að fá fleiri Albani á biðlistana.
sh (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 00:30
8.1.2016:
"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.
Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.
Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.
Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.
Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."
Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 00:35
8.1.2016:
"Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 00:37
8.1.2016:
"Fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri hafa ekki verið færri en í fyrra í áratugi.
Fæðingar á þessum tveimur stærstu fæðingarstöðum landsins voru rúmlega fimm hundruð fleiri árið 2010 en á síðastliðnu ári, 2015."
Ekki færri fæðingar á Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri í áratugi
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 00:41
Heyrðu, varstu ekki eitthvað að tala um heilbrigðiskerfið Ómar? Úr hvaða fjallgöngu eru þeir að koma sem skrifa þessar athugasemdir hér fyrir ofan?
Jósef Smári Ásmundsson, 25.1.2016 kl. 06:28
Þeir koma úr þeirri fjallgöngu að benda á að hér á Íslandi er hægt að setja milljarða króna í heilbrigðiskerfið án þess að hækka hér skatta, Jósef Smári Ásmundsson.
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 06:37
Skemmtileg saga hjá þér Ómar. Til þess að gera hana enn skemmtilegri þá er ég að renna yfir fjárlög 2016 eftir að hafa staðið í röksemdarfærslum við Brynjar Níels og Jón Gunnarsson á Facebook um helgina vegna stóra "endurreisn.is málsins".
Á blaðsíðu 11 í fjárlögum er skýrt tekið fram að það er heimild til þess að kaupa sendiherrabústað í New York.
Þar sem það er stutt í grínið hjá þér að eðlisfari þá sérðu að það er mun mikilvægara að kaupa enn eitt húsnæðið í USA heldur en að sólunda fé í varahluti hjá eldri manni sem er ekki víst að endist út líftíma varahlutarins. Hvað þá að sinna alvarlegu veiku fólki og viðhalda reisn og sjálfsvirðingu þeirra.
Sumarliði Einar Daðason, 25.1.2016 kl. 06:41
Einnig er hér bent á að hér á Íslandi þarf að flytja inn þúsundir manna árlega til að standa undir til að mynda heilbrigðiskerfinu.
Meðal annars vegna þess að þeir sem kaupa hér íbúðarhúsnæði þurfa að greiða mun hærri vexti af lánum vegna kaupanna en í öðrum ríkjum Evrópu og flytja því þangað.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hins vegar engan áhuga á að breyta því, enda er samanlagt fylgi þessara flokka nú undir 30%.
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 06:58
Nú þegar læknar eru búnir að gera hálfa þjóðina að lyfjaþrælum þá þarf einhvern veginn að tryggja hjörðinni næsta skammt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 07:57
Samkvæmt OECD eru útgjöld til heilbrigðismála af vergri landsframleiðslu á hinum Norðurlöndunum 2013 eftirfarandi:
S.S hæst í Svíþjóð en þar heyrast háværar raddir um biðlista og skort á hjúkrunarrýmum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2016 kl. 08:38
Plan -g í stað a-f: vítamín og breytt mataræði í stað annars.
(nei, mér er ekki leyfilegt að setja fram frekari tillögur)
Húsari. (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 09:01
OECD - Health expenditure and financing - Share of gross domestic product - (hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu):
Svíþjóð 11%,
Danmörk 10,4%,
Noregur 8,9%,
Finnland 8,6%.
Meðaltal 9,7%.
Ísland 8,7% (eins og Kári Stefánsson hefur sagt).
Mismunur á hlutfalli Íslands og meðaltali annarra Norðurlanda er því 1%.
Og Kári vill sama hlutfall hér á Íslandi og í Svíþjóð, 11%.
Endurreisum heilbrigðiskerfið - Kári Stefánsson
Rúmlega fjörutíu þúsund hafa skrifað undir hjá Kára Stefánssyni
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 11:06
Hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 2013 átti þetta nú að vera.
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 11:33
Forsætisráðherra SDG og Fjármálaráðherra BB hafa nú meiri áhyggjur af því hvort að húskubbaldar séu örugglega í þeirra stíl í miðborginni og hvort að bestu vinir aðal geti nú ekki fengið nokkra milljarða af almannafé í sinn vasa til að gambla með heldur en af fjársveltu heilbrigðiskerfinu og fársjúkum sjúklingum sem fá ekki viðeigandi læknisaðstoð.Núverandi stjórnvöld eru löngu búin að sanna sig sem stórhættuleg landi og þjóð.
Ragna Birgisdóttir, 25.1.2016 kl. 13:54
Er ekki þá tilvalið að leggja niður rúv og aðskilja ríki frá kirkju. Breyta svo listamannalaunum í "Hjúkkulaun"
PalliG (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 15:13
Auðvitað á að setja 18% af þjóðarframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Íslendingar geta ekki verið minni menn en USA sem eyðir 17% og þykir afskaplega lélegt heilbrigðiskerfi, svo segja flestir islendenigar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 25.1.2016 kl. 21:20
Það þarf líka að vera mögulegt að lifa fyrir utan sjúkrahúsveggina.
Eða á að leggja alla ofurláglaunaða og banka/lífeyrissjóðsrænda og heimilisrænda fátæklinga svikakerfisins inn á sjúkrahús til að næra þá og veður-verja?
Er virkilega ekki hægt að sjá mikilvægi siðferðislegrar eðlilegrar forgangsröðunar, þegar kemur að því að skipta grasræktunarhagnaðinum (maríjúana/kannabis) og banka-þjóðarhasskökunni jafnt, á spillingar-eyjunni Íslandi?
Þöggun leysir engan vanda fyrir neinn, og hefur aldrei gert.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2016 kl. 21:35
"Til að standa undir þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum og þjónustusamningi er skal Ríkisútvarpið fá svokallað útvarpsgjald til að standa straum af starfsemi sinni en gjaldið greiða landsmenn á aldrinum 18-70 ára og lögaðilar.
Ríkisskattstjóri leggur útvarpsgjaldið á samhliða álagningu opinberra gjalda. Útvarpsgjaldið var 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið tók hluta þess og nýtti í önnur og óskyld verkefni eins og árin á undan.
Útvarpsgjaldið lækkar í 17.800 kr árið 2015 og áformað er að það lækki enn frekar, niður í 16.400 kr árið 2016. Þjónustutekjur RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði á undanförnum árum og útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu mun fjölmennari."
Útvarpsgjaldið og fjármál RÚV
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 21:43
8.10.2014:
""Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.
Ef svo væri ekki og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri."
Óskert útvarpsgjald dygði til
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 21:51
Listamannalaun eru greidd af virðisaukaskatti af sölu á bókum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkaði nýlega.
Og enginn er skyldugur til að kaupa bækur.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkuðu einnig nýlega virðisaukaskatt á matvörum sem allir verða að kaupa.
Samt segjast þessir flokkar vera á móti skattahækkunum.
Og skattgreiðendur greiða fimm milljarða króna árlega til sauðfjárbænda, enda þótt fjölmargir þeirra hafi ekki efni á að kaupa lambakjöt.
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 22:07
Steini, þetta er heildarhlutfallið sem þú ert með þarna en ekki kostnaður ríkissjoða landanna.
Enn og aftur ertu með langar bunur af copy/athugasemdum sem koma málefnum bloggpistilssins ekkert við.
Skelfilegt hvernig þú hefur gjörsamlega eyðilagt athugasemdarkerfið hjá Ómari. Ég nenni varla að kíkja hér lengur á meðan þú andlega veikur maðurinn ríður hér húsum. Þú ert sennilega lifandi sönnun þess að of litlu fé er veitt í heilbrigðiskerfið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2016 kl. 22:53
Ómar Ragnarsson,
Ég krefst þess að þú eyðir þessari "athugasemd" Gunnars Th. Gunnarssonar kl. 22.53.
Þorsteinn Briem, 25.1.2016 kl. 23:07
Veit ekki hvað alls konar ólíkir sjúkrabiðlistar kosta Ómar minn.
En ef við höfum ekki RÚV, þá höfum við engan mögulegan rétt til að kvarta yfir fjölmiðluninni frá "ríkisfjölmiðlinum".
Það skiptir mjög miklu máli að hafa sjálfstæðan, óháðan og heiðarlegan ríkisfjölmiðil.
Og þótt það kosti okkur það að við þurfum að hafa fyrir því að tosa þann fjölmiðil upp úr fjármálastofnana-drulluhjólförunum og pólitísku blekkingarmatsfyrirtækjanna vegferð, þá er það þess virði. Það er mjög mikilvægt, en þó mjög vanmetið, hvers virði sá ríkisfjölmiðill er á heiðarlegum nótum, fyrir hvern og einn ríkisborgara ríkisins Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2016 kl. 23:09
Sæll Ómar.
Merkilegt hvað aðgerðir á hnjá- og mjaðmaliðum
hafa margfaldast og enn furðulegra að mönnum virðist
hulið hvernig þetta er tilkomið.
Lífsstílsbreyting sem birtist í ruslfæði og
fullkomnu ógeði á sjávarfangi auk þess sem
uppsog á D-vítamíni er brigðult hjá fullorðnu fólki
getur ekki annað af sér en það sem orðið er.
Stálfákurinn, aumastur fugla, hefur sig til flugs
þar sem eru gnestir, brak og brestir í gangverki öllu
og allt lemst hvað við annað meðan stuttnefjan og langvían
spranga um í standbjörgum vestra þar sem ekkert er blaðgullið
og steikur þekkjast ekki.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 23:57
Ríkið getur hækkað þau gjöld sem sjúklingar og slasaðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna og þar með þarf ríkið að greiða minna fyrir þjónustuna.
Kári Stefánsson og tugþúsundir annarra Íslendinga krefjast nú þess hins vegar að íslenska ríkið leggi meira fé í heilbrigðisþjónustuna og bæti þannig þjónustuna með til að mynda betri tækjum en hún hefur nú, eins og allir ættu að vita að mikil þörf er á.
Og fjölmargir sjúklingar og slasaðir hafa ekki efni á að greiða hærri gjöld fyrir þjónustuna.
Hins vegar þarf ríkið ekki að hækka skatta til að geta lagt meira fé í þjónustuna.
Í Bandaríkjunum greiða margir gríðarlegar fjárhæðir fyrir læknismeðferð.
Og auðvitað svara Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með skætingi, talnaleik og persónulegum árásum á fólk.
Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 01:30
Steini. Og "saklausar" hjálparhellur annarra flokka eru alveg án ábyrgðar, í öllu banka/lífeyriskúgunar-spillingarmixinu?
Hefur þú ekki fylgst með atkvæðagreiðslum um fjárlög á alþingisrásinni?
Þar eru allir keyrðir eftir sömu kúgunar/hótunar-lestarbrautarteinunum? Það er bara gert út á atkvæðakúgunina, með aðstoð rafdrifinna hótana brautarteina-atkvæðagreiðsla. Og ef fólk hlýðir ekki yfirmafíunni í atkvæðagreiðslum raflostsins, þá verður það mjög líklega gert gjaldþrota og atvinnulaust það sem eftir er ævinnar á Íslandi!!!
Spennandi?
Það er alveg fáránlegt að fylgjast með hvernig sumir áróðurs-postular berjast af miklu kappi, fyrir sínum innantómu bankamafíugreiddu áróðurlaunum hér á Íslandinu stjórnlausa, lögmannastýrða og dómstólaspillta!
Stál og hnífur er merki þitt, merki farandverkamanna...! Bankakeyptra stríðsflóttamanna-farandverkamanna-þræla!
Skömm að því hvernig Ísland er orðið í dag.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.1.2016 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.