"Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf!"

Guðmundur J. Guðmundsson, iðulega kallaður Gvendur jaki, var oft ræðumaður á Lækjartorgi 1. maí.

Einu sinni þegar ég var á fréttavakt 1. maí, varð bilun í hljóðupptökutæki, og voru góð ráð dýr, hvernig ætti að bjarga fyrstu frétt kvöldsins.

Útilokað var að senda hana út án hljóðs, en það var ekkert hljóð til frá deginum.

Á fyrstu árum Sjónvarpsins fengum við þöglar fréttafilmur sendar frá útlöndum, og voru hljóðmennirnir orðnir býsna snjallir við að hljóðsetja þær eftirá og gerði Marínó heitinn Ólafsson stundum skemmtilegar tilraunir í því efni.

Augljóst var að eitthvað hljóð yrði að vera á stóru fréttinni um 1. maí og vegna tímaskorts fór svo að hún var hljóðsett í beinni útsendingu á síðustu stundu á meðan þulurinn las.

Eitt af vandamálunum var að hljóðsetja ræðu Guðmundar J. og var varla um annað að ræða en að vitna í hana en hafa einhvern hlutann samt setningu í "synci" úr eldri ræðum, sem hann kynni að hafa sagt í ræðunni fyrr um daginn, en engin upptaka var til af.  

Nú kom sér vel að ég hafði nokkrum sinnum skemmt á 1. maí skemmtunum úti á landi þar sem Jakinn var ræðumaður, og mundi eftir einni setningu sem hann sagði oftar en einu sinni, svo hljóðandi:

"Ég þekki þetta fólk! Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf!"

Ábúðarfullur með drynjandi bassarödd sinni, djúpum andardrætti og öllum þunga jakaskrokksins.

Setningin fannst í gamalli ræðu jakans í Reykjavík og var sett inn og send út um kvöldið ásamt ómi af gamalli ræðu Jakans, sem lesið var yfir og efnið endursagt að öðru leyti með því að pikka það upp úr útvarpsfréttunum hálftíma fyrr eftir minni.

Þetta tókst allt og í ljós kom að Jakinn hafði´einmitt sagt eftirlætis setninguna sína á Lækjartorgi, sem hann hafði árið áður sagt á Stöðvarfirði þegar ég var á ferð með honum þar¨!

Fréttastjórinn hringdi himinlifandi strax að loknum fréttatímanum og hrósaði okkur upp í hástert fyrir bestu útsendingu frá 1. maí í sögu Sjónvarpsins!

Ég tók auðmjúkur við hólinu en málið vandaðist þegar hann sagði að lokum: "Og svo er bara eitt, sem ég skipa fyrir um: Það á að geyma þessa frétt á safninu!"

Sem var ekki hægt, því að hljóðið var sent út beint en ekki tekið upp, og það eina sem hægt var að geyma var hljóðlaus filma.

En af hverju er ég að segja þessa sögu hér og vitna í orð Guðmundar Jaka?

Af því að´nú er hafin herferð sem miðar að því að gera okkur, sem höfum ritað undir áskorun Kára Stefánssonar, að "40 þúsund fíflum" sem hafi eins og "40 þúsund fífl" sem fóru á loftslagsráðstefnuna í París, látið narrast til að taka þátt í tómri steypu.

Sagan af orðum Guðmundar J. kemur upp í hugann, af því að þref um prósentur hér og prósentur þar varðandi lífsnauðsynlega endurreisn heilbrigðiskerfisins breytir engu um þörfina á því að taka til hendi fyrir bæði sjúklinga og fólkið, sem er að líkna þeim.  

Um það gilda orð Jakans sem hægt er að setja í munn Kára Stefánssonar:

"Ég þekki þetta fólk! Ég veit hvað það hefur og ég veit hvað það þarf!"  


mbl.is Pawel segir tölur Kára ekki réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið getur hækkað þau gjöld sem sjúklingar og slasaðir greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna og þar með þarf ríkið að greiða minna fyrir þjónustuna.

Kári Stefánsson og tugþúsundir annarra Íslendinga krefjast nú þess hins vegar að íslenska ríkið leggi meira fé í heilbrigðisþjónustuna og bæti þannig þjónustuna með til að mynda betri tækjum en hún hefur nú, eins og allir ættu að vita að mikil þörf er á.

Og fjölmargir sjúklingar og slasaðir hafa ekki efni á að greiða hærri gjöld fyrir þjónustuna.

Hins vegar þarf ríkið ekki að hækka skatta til að geta lagt meira fé í þjónustuna.

Í Bandaríkjunum greiða margir gríðarlegar fjárhæðir fyrir læknismeðferð.

Og auðvitað svara Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með skætingi, talnaleik og persónulegum árásum á fólk.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 05:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

OECD - Health expenditure and financing - Share of gross domestic product (hlutfall af vergri landsframleiðslu) 2013:

Svíþjóð 11%,

Danmörk 10,4%,

Noregur 8,9%,

Finnland 8,6%.

Meðaltal 9,7%.

Ísland 8,7% (eins og Kári Stefánsson hefur sagt).

Mismunur á hlutfalli Íslands og meðaltali annarra Norðurlanda er því 1%.

Og Kári vill sama hlutfall hér á Íslandi og í Svíþjóð, 11%.

Endurreisum heilbrigðiskerfið - Kári Stefánsson

Rúmlega fjörutíu þúsund hafa skrifað undir hjá Kára Stefánssyni

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn gapa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn um Ríkisútvarpið.

"Til að standa undir þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum og þjónustusamningi er skal Ríkisútvarpið fá svokallað útvarpsgjald til að standa straum af starfsemi sinni en gjaldið greiða landsmenn á aldrinum 18-70 ára og lögaðilar.

Ríkisskattstjóri leggur útvarpsgjaldið á samhliða álagningu opinberra gjalda. Útvarpsgjaldið var 19.400 kr á árinu 2014 en ríkið tók hluta þess og nýtti í önnur og óskyld verkefni eins og árin á undan.

Útvarpsgjaldið lækkar í 17.800 kr árið 2015 og áformað er að það lækki enn frekar, niður í 16.400 kr árið 2016. Þjónustutekjur RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði á undanförnum árum og útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu mun fjölmennari."

Útvarpsgjaldið og fjármál RÚV

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.10.2014:

""Þetta hefur verið um hálfur milljarður króna á ári sem ríkið hefur haldið eftir af útvarpsgjaldinu og nýtt í önnur verkefni.

Ef svo væri ekki og Ríkisútvarpið hefði fengið útvarpsgjaldið óskert dygði það til," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri."

Óskert útvarpsgjald dygði til

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Listamannalaun eru greidd af virðisaukaskatti af sölu á bókum, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkuðu nýlega.

Og enginn er skyldugur til að kaupa bækur.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækkuðu einnig nýlega virðisaukaskatt á matvörum sem allir verða að kaupa.

Samt segjast þessir flokkar vera á móti skattahækkunum.

Og skattgreiðendur greiða fimm milljarða króna árlega til sauðfjárbænda, enda þótt fjölmargir þeirra hafi ekki efni á að kaupa lambakjöt.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi þarf að flytja inn þúsundir manna árlega til að standa undir til að mynda heilbrigðiskerfinu.

Meðal annars vegna þess að þeir sem kaupa hér íbúðarhúsnæði þurfa að greiða mun hærri vexti af lánum vegna kaupanna en í öðrum ríkjum Evrópu og flytja því þangað.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hins vegar engan áhuga á að breyta því, enda er samanlagt fylgi þessara flokka nú undir 30%.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 06:13

9 identicon

Verkamennirnir á kajanum sögðu að Jakinn væri falskari en andskotinn, og vildu lítið með hann hafa. Líkt og hjá öðrum vinstrimönnum í pólitík, þá var formannsembættið í Dagsbrún Jakanum til lítils annars brúklegt en að hirða góð laun og sem áróðurstæki.

Sú var tíðin að vinstrimenn hötuðu Kára meira en satan sjálfan. Það var þegar Kári seldi hugmyndina að DeFraud, og fjörutíu þúsund fábjánar flykktuðst til að fjárfesta öllu lausu fé, og oft meira en það, í einni snjöllustu viðskiptabrellu seinni tíma. En þeir tímar eru gleymdir, þar sem meira áríðandi er, að vinstrimenn geti sameinast um eitt illmenni, eins og kvikyndin í Minion, sem mögulega geta veitt Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum skeinur, en að halda til haga staðreyndum um fortíðina. Þess vegna er áríðandi að gamla fréttamyndin af Kára sé hljóðlaus, svo hægt sé að talsetja hana með nýju efni, sem hentar betur.

Fjörutíu þúsund fábjánar ættu kannski að spyrja, hvað er Kári að selja nú? Og hvað kæmi það til með að kosta þjóðfélagið, þetta hatur á Framsóknar- og Sjálfstæðismönnum.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 07:59

10 identicon

Áhugaverð mynd í sjónvarpinu gær, Heroin Cape Cod, USA, um lækna sem þykjast vita allt um þarfir fólks.  Þessa fíklaframleiðslu þarf að stöðva.  

https://www.youtube.com/watch?v=7zj8-dbbKVo

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 08:10

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meira en 70% Íslendinga vilja einfaldlega ekki hafa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn.

Persóna Kára Stefánssonar skiptir þar engu máli, enda hrundi fylgi þessara flokka fyrir löngu.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 08:17

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kári hefur margsinnis endurtekið að gagnrýni hans beinist að öllum stjórnmálaflokkum, sem hafa svelt heilbrigðiskerfið í meira en áratug.

Áskorun um að snúa því dæmi við er því einungis áskorun en ekki hatur á tveimur flokkum af fjórum eða fimm, sem hafa verið við völd hér á landi það sem af er þessari öld og bera ábyrgð á fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2016 kl. 09:18

13 identicon

Í meira en áratug.  Getum við ekki miðað einkavæðinguna við gagnagrunninn hans Kára?  Núna gengur maðurinn með forseta í maganum og fólk hleypur til honum til aðstoðar :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 09:30

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kári Stefánsson hefur margsagt að hann hafi engan áhuga á að verða forseti Íslands og vill leggja embættið niður.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 09:38

15 identicon

Jón Gnarr hefur margsagt að hann vilji ekki vera forseti.  Jafnvel þó enginn hafi spurt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 09:41

16 identicon

Kári DeFraud hefur velt sér upp úr lúxus síðustu 20 ár, með því að selja fjörutíuþúsund fábjánum skýjaborgir. Það hefur þó ekki verið nóg fyrir hann, þar sem hann lætur iðnaðarmenn og aðra sem starfa fyrir hann, þurfa að hafa fyrir því að rukka inn launin sín fyrir tilstilli dómstóla.

Og þetta fyrirbæri er nýjasta hetja vinstrimanna. Auðvitað.

Það er ekkert að heilbrigðiskerfinu, fyrir utan ofurlaun lækna. Við gætum fengið meira fyrir peninginn, með því að flytja inn betri og ódýrari erlenda lækna.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 09:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir hafa skorað á Jón Gnarr að verða forseti Íslands og hann hefur notið þar margfalt meira fylgis en Ólafur Ragnar Grímsson.

Jón Gnarr sagði hins vegar fyrir löngu að hann vildi ekki verða forseti Íslands.

Heilbrigðiskerfið snýst ekki um persónu Kára Stefánssonar.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 09:52

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nýtt ef Íslendingar almennt telja íslenska heilbrigðiskerfið í góðu lagi.

Þorsteinn Briem, 26.1.2016 kl. 09:56

19 identicon

Ekki gleyma svo aðal PR manni Kára á þessum tíma,

Hannesi Smárasyni.

Líkur sækir líkan heim.

En þetta er allt gleymt og búið vegna gullfiskamynni

Íslendinga.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 11:35

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gamla íslenska rökfærslan að hjóla í manninn en ekki málið.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2016 kl. 11:53

21 identicon

Við erum að tala um traust hérna Ómar, ekki reiðhjól.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 12:19

22 identicon

Kári Klám

Krímer (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 15:47

24 identicon

Er Kári orðinn leiður á fyrirtætjinu?

immalimm (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 16:25

25 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Snýst heilbrigðiskerfi Íslendinga sem sagt bara um vinstri menn á Íslandi að áliti Hilmars og Elínar hér að ofan. Veikjast bara vinstri menn? Er barátta Kára um að auka framlög hér til heilbrigðismála eingöngu mál vinstri manna? Hvers konar hálfvitar eru sumar manneskjur sem tjá sig hér á síðunni hjá Ómari fyrir utan að sýna honum og öðrum hér sem eru að reyna að leggja fram staðreyndir, ómælda lítilsvirðingu og dónaskap með ruddagangi og hártogunum.? 

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2016 kl. 17:38

26 identicon

Hver var að tala um vinstri menn Ragna?  Þú ættir að sýna þá kurteisi að leggja ekki öðrum orð í munn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 18:00

27 identicon

Ragna, ég held að stutta svarið sé, að þú sért fáviti. Langa svarið gæti falið í sér aðdróttanir í þinn garð, að þú sért skilningsvana belja, sem ættir ekki að tjá sig á internetinu.

Þannig að við látum stutta svarið bara duga í dag.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.1.2016 kl. 18:27

28 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Takk fyrir þetta Hilmar. Tek ekki nærri mér svona ummæli fra fólki eins þér sem er eingöngu hér inni til þess að vera með leiðindi og dónaskap.

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2016 kl. 19:45

29 identicon

Er það bara Þorsteinn Briem sem er verndaður fyrir ritsóðum??

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 11:43

30 identicon

Nú, er Ragna ósátt við að fá sömu umræðu og hún býður öðrum uppá?

Dæmigerður vinstrimaður.

Kafnaðu nú ekki á hræsninni, Ragna.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 12:39

31 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Veist þú eitthvað um það hvort að ég er vinstri eða hægri manneskja Hilmar? Ég hnika ekki frá þeirri skoðun minni að þú sért óþverri eftir að hafa fylgst með þér svara mönnum og málefnum hér á síðunni hans Ómars um langt skeið. Svo er mér nákvæmlega sama um hvað þér finnst um mig.Mátt kalla mig öllum þeim ljótu nöfnum sem þú hefur yfir að ráða í heilabúinu þínu.Það segir bara allt um þig.

Ragna Birgisdóttir, 28.1.2016 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband