27.1.2016 | 21:40
Reka bankastjórann? Nei. Reka þjálfarann? Já.
Tvö töp hafa verið á dagskrá hjá íslensku þjóðinni. Annars vegar hátt í tveggja milljarða tap vegna rangs mats bankastjóra og bankastjórnar ríkisbanka og hins vegar eins marks tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir Hvít-Rússum í handbolta, en þetta eina mark skipti sköpum um það hvort liðið kæmist áfram á EM.
Áhöld eru um það hvaða þátt þjálfarinn eða liðið áttu í tapinu, sem var minnsti mögulegi munur, og hve mikinn þátt óheppni átti í þessum nauma ósigri, en engu að síður var niðurstaðan skýr: Þjálfarinn sagði starfi sínu lausu.
Ekkert slíkt er hins vegar að gerast varðandi þá sem klúðruðu stórfelldum fjármunum í eigu þjóðarinnar. Enginn segir upp störfum.
Niðurstaða:
Hvenær skal ábyrgð axla?
Slíkt er aðeins fyrir hugprúða jaxla,
sem verða af því menn að meiri,
þótt margir þeim ekki eiri.
Þegar málum er klúðrað ólíkt er
hvað úr því verður á landi hér.
Reka bankastjórann? Nei. Reka þjálfarann? Já,
þótt reyndar lítill munur sé mistökunum á.
Frakkar sitja eftir á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margir gamlir stjórnmálamenn eins og þú svífast einskis, grípa því til lyginnar og þess sem þeir segjast hafa heyrt eða séð, Ómar Ragnarsson:
"Það fyrsta sem Píratar gerðu og urðu að gera þegar þeir komust Sf og Bjartri framtíð í meirihluta í borginni var að kyngja aðal stefnumáli sínu, lýðræðisumbótum og beinu lýðræði."
Þú ættir að biðjast hér afsökunar á þessum lygaþvættingi þínum.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 22:57
RUV segir í fréttum að um 100 manns hafi tekið þátt í mótmælum við og þá inni í Landsbankanum. Ekki ætla ég að rengja þá tölu en þessi fjöldi sást aldrei. Einn hafði sig sérstklega í frammi, það mætti halda að hann hefði verulega hagsmuni haft að gæta. "Hátt í tveggja milljarða tap" segir þú án nokkurs rökstuðnings. Já, hvað er það þá per íbúa. Hvað er Kári að biðja um per íbúa? Ca. 25 sinnum meira. Það væri gaman að heyra e-ð um það frá þér, t.d. hvað er það á þig og ALLA þína afkomendur. Ekki er það ókeypis, er það ?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 22:57
Að sjálfsögðu kasta Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nú skít í Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu sem nýlega gaf íslensku þjóðinni átta hundruð milljóna króna jáeindaskanna.
12.8.2015:
Íslensk erfðagreining gefur þjóðinni 800 milljóna króna jáeindaskanna
Og nú auglýsa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigið "ágæti" með rándýrum auglýsingum sem skattgreiðendur eru látnir greiða og þar að auki um 155 milljóna króna árlegan styrk.
Ekki veitir nú af með fylgi sem er samanlagt undir 30%.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 23:01
Í gær:
Greiðslur til bænda aukast um milljarð á ári
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 23:03
Í gær:
""Breska geðheilbrigðisstefnan sparar ríkinu gífurlegar fjárhæðir og eykur hamingju fólks til muna," segir David M. Clark prófessor við Oxford háskóla og ráðgjafi breska heilbrigðisráðuneytisins á sviði geðheilbrigðismála."
Bretar hagnast á því að veita ókeypis sálfræðimeðferð
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 23:05
Meira en 70% Íslendinga vilja einfaldlega ekki hafa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn.
Persóna Kára Stefánssonar skiptir þar engu máli, enda hrundi fylgi þessara flokka fyrir löngu.
Þorsteinn Briem, 27.1.2016 kl. 23:07
Ég var á ráðstefnu í Brussel í hitteðfyrra með íslenskum Pírötum á nokkurra daga ráðstefnu um beint lýðræði og netlýðræði. Þeir brilleruðu allan tímann og tóku aðra í kennslustund.
Þá varð mér ljóst að þetta var afl sem ætti einhverja framtíð fyrir sér.
Engir eru ákveðnari stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár en Píratar og þá helst nýrra ákvæða um beint lýðræði í þjóðaratkvæðagreiðslum eða hliðstæðum atkvæðagreiðslum.
Þetta atriði hefur verið skýrt í stefnu þeirra og kosningastefnuskrám þeirra.
Ef þeir hefðu verið með meira fylgi í síðustu borgarstjórnarkosningum hefðu þeir kannski getað látið þetta verða að úrslitaatriði.
Þetta var í fyrsta sinn sem þeir komust í valdaaðstöðu og pólitík snýst um að hafa áhrif og völd.
En þeir voru ekki í oddaaðstöðu og þess vegna er skiljanlegt að þeir gæfu þetta eftir varðandi það að halda bindandi atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið. Svona eru nú stjórnmálin.
Ég biðst hvorki afsökunar á því sem ég skrifa í þessari athugasemd né því sem ég skrifa í pistlinum.
Ómar Ragnarsson, 28.1.2016 kl. 00:17
Þú hefur ekki sannað hér að borgarfulltrúi Pírata hafi sagt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að hann vildi nýja kosningu Reykvíkinga um flugvallarmálið.
Og þú heldur uppteknum hætti með lygaþvætting þinn, Ómar Ragnarsson.
"Stjórnmál" af gamla skólanum sem Píratar eru einmitt að berjast gegn.
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:39
20.3.2001:
"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.
Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.
Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."
Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:45
Valsmenn eiga landið á Hlíðarendasvæðinu.
"Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu 1939."
Sagan - Hlíðarendi byggist
Og meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur.
Kosningar hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll sem eru enn í gildi, borgarstjórnir hafa framfylgt þeim kosningum og ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samninga á grundvelli þessara kosninga.
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:47
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 00:50
Þú ert hér með ærumeiðingar gagnvart borgarfulltrúa Pírata í Reykjavík, þar sem akkúrat ekkert í stefnuskrá Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar segir að Píratar vilji nýja kosningu Reykvíkinga um flugvallarmálið, Ómar Ragnarsson.
Einungis að "nauðsynlegt [sé] að ákveða framtíðarstaðsetningu flugvallarins í eins víðtækri sátt höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar og kostur er á."
Samþykkt stefnumál Pírata í Reykjavík í borgarmálum vorið 2014
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 02:25
Í dag:
Fylgi Pírata nú komið upp í 42%
Þorsteinn Briem, 28.1.2016 kl. 07:21
Ég held að þessi æsilegu skrif þín Steini séu ekki Pírötum til framdráttar. Ég hef alltaf talið að Stefna pírata væri að efla tjáningarfrelsið. En ef þið eruð svona viðkvæmir fyrir gagnríni að þið heimtið afsökunarbeiðni við hverju sem er þá held ég að þessum flokki sé ekki treystandi. En vonandi ert þú ekki samnefnari fyrir pírata. En reyndu nú að róa þig aðeins.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.1.2016 kl. 07:31
Sé einhver sem segir mig fara með lygaþvætting heima hjá mér bið ég viðkomandi að fara út og vera úti.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.1.2016 kl. 11:29
Þorvaldur...Ómari þykir vænt um þá sem eiga bágt, og hefur með langlundargeði sínu látið þennan ritsóða og grey að mestu leyti dæma sig sjálfan. -
Már Elíson, 28.1.2016 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.