Munurinn á hlutverki Kananna í Evrópu og í Miðausturlöndum.

Tvívegis þurftu Bandaríkjamenn að skakka leik í Evrópu á síðustu öld til þess að koma í veg fyrir að fyrri og seinni hálfleikur heimsstyrjaldar endaði með þeim ósköpum að versta villimennska í sögu síðustu alda næði völdum í álfunni.

Þótt flestir Evrópubúar væru Bandaríkjamönnum þakklátir bar sum staðar á andúð gagnvart herstöðvum þeirra, og bandarískir hermenn, sem ég hitti á stórri flughátið vestra 1997, þar sem minnst var hálfrar aldar afmæli stofnunar Bandaríska flughersins, voru sárir yfir fálæti og vanþakklæti Frakka sem þeir hittu í för á gamlar vígstöðvar í Frakklandi eftir stríðið. 

Þeir táruðuðust þegar þeir minntust fallinna félaga í og eftir innrásina í Normandy og maður fann hve mikið tilfinningamál þetta var fyrir þá.  

Sem sýnir hve erlend íhlutun í formi hervalds er viðkvæm fyrir marga á báða bóga.

Hafi fálæti og vanþakklæti Frakka í garð Bandaríkjamanna byggst á slíku, má nærri geta hvað gildir um hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Írak 2003.

Í Flóabardaga 1991 voru þeir í samfloti við fjölþjóða samtök til að reka innrásarher Saddams Husseins út úr Kuweit en aðhafast ekki frekar.

2003 voru þeir, ásamt Bretum, að mestu einir um hituna og afleiðingarnar urðu dauði hundraða þúsunda Íraka og ófremdarástand í landinu, sem fer versnandi.

Þótt menn undrist veldi ISIS er hægt að finna visst atriði sem gerir slíka villimennsku mögulega: Sárindi og andúð á erlendu hervaldi og áhrif fræja grunsemda, sem sáð hefur verið um það, að í raun sé hið erlenda vald aðeins að þjóna olíuhagsmunum sínum.

  


mbl.is 7,3 milljónir Íraka þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir seinni heimsstyrjöldina hernámu Bandaríkjamenn Japan og MacArthur tók þar við yfirstjórn. Hann skipaði nefnd til þess að semja stjórnarskrá fyrir ríkið og lauk hún störfum á einni viku. Því lýsir Beate Sirota einkar skemmtilega, en hún var skipuð í þessa nefnd, þá 22 ára gömul:The Only Woman in the Room. Er sú stjórnarskrá enn í gildi.

Kannski ætlaði George W Bush að gera eitthvað svipað þegar hann steypti Saddam Hussein, harðstjóra með hundruð þúsund mannslíf á samviskunni, af stóli. Einhvern veginn tókst sú framkvæmd þó svo óhönduglega og hörmulega að Bush sat uppi með skömmina, en stórglæpamaðurinn Saddam Hussein er syrgður af mörgum. 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband