Sem betur fer liggur enginn þjóðvegur til Bolungavíkur.

Nafn á tveimur víkum á Vestfjörðum hefjast á "Bolunga..." þ. e. eyðivíkin Bolungavík á Hornströndum og kaupstaðurinn Bolungarvík  yst við sunnanvert Ísafjarðardjúp.

Slappleikinn í meðferð Íslendinga á örnefnum gæti hafa valdið miklum vandræðum er Bolungavík væri í byggð og þangað lægi vegur.

Sem betur fer er ekki þannig því að ekki er nóg með að margir stafi ekki nafnið Bolungarvík rétt, heldur segja þar á ofan "á Bolungarvík", svona rétt eins og Bolvíkingar myndu segja að einhver ætti heima á Reykjavík.

Svipað er að segja um Neskaupstað.


mbl.is Af Laugarvegi og Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með eða án r er Laugarvegurinn en ljótasta gata sem ég hefi séð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 15:57

2 identicon

Hver er munurinn á því að segja „á Reykjavík“ og „á Dalvík“?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 16:48

3 identicon

Já, var það ekki. Átti að vera Laugavegur, famous shopping shit in Reykjavík.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2016 kl. 17:03

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn er einfaldur: Íbúar staðanna ráða því hver málvenjan er. Og hún er býsna mikið bundin við landshluta. Reykvíkingar myndu aldrei samþykkja það að fólk segði á Reykjavík.

Frá Hólmavík austur um og allt til Hornafjarðar er notað á um þéttbýlisstaðina við ströndina. Undantekning er Neskaupstaður, þar eiga menn heima í kaupstað, en á Norðfirði ef það heiti er notað um kaupstaðinn, en í Norðfirði ef komið er inn í dal.

Frá Vík og vestur um til Breiðafjarðar er notað í.

Ómar Ragnarsson, 2.2.2016 kl. 22:42

5 identicon

Það sem ég á við er þetta: Þótt tiltekin málvenja ríki á hverjum stað um hvort sagt er á eða í er ekkert sjáfgefið að ókunnugir þekki þá venju. Og það að sagt er í Reykjavík gefur ekkert til kynna sérstaklega að sagt sé í Bolungarvík. Jafnvel er, eins og þú tekur réttilega fram, stundum sagt á stað og stundum í. Hvernig á venjulegur lesandi að þekkja svona sérviskur?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 3.2.2016 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband