3.2.2016 | 23:36
Eru þessar tvær staðreyndir ekki nóg?
Stórskemmtilegur og fræðandi þáttur um sykur var í Sjónvarpinu í kvöld. Dýrlegt var að sjá gamlar myndir af talsmönnum tóbaksiðnaðarins á sínum tíma halda því fram af mikilli sannfæringu fyrir framan bandaríska þingið að tóbaksneysla væri ekki ávanabindandi.
Nú er það hins vegar viðurkennt að ekkert fíkniefni er erfiðara að hætta að neyta en nikótín, ekki einu sinni heróin.
Ævinlega grípur viðkomandi stóriðnaður til yfirburða í fjármagni og aðstöðu til þess að verja hagsmuni sína.
Hve margar milljónir mannslífa skyldi vel heppnuð varnar-áróðursherferð tóbaksiðnaðarin hafa kostað?
En tvær staðreyndir blöstu við í þessari heimildarmynd um sykurinn.
1. Róttækasta breyting í sögu mannsins varðandi neyslu, fjórföldun á neyslu sykurs á örfáum áratugum.
2. Fjórföldun á tíðni sykursýki.
Eru þessar tvær staðreyndir ekki nóg? Tvær fjórfaldanir og enn verra framundan?
Jónas Kristjánsson ritstjóri benti á það fyrir mörgum, mörgum árum, að hvítasykur væri lang hættulegasta fíkniefnið.
Vona að hann hafi séð þessa sjónvarpsmynd, sem og Pálmi, sonur hans, en við Pálmi erum báðir sjúklega fíknir í Kók og Prins og erum meðvitaður um það.
Biggest Loser bjargaði lífi mínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig Prins Póló og kók fyrir sextán milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.
Þorsteinn Briem, 3.2.2016 kl. 23:55
Banna ætti það gríðarlega þjóðfélagslega mein sem sala á Prins Pólói og kóki er í matvöruverslunum hér á Íslandi, þar sem salan veldur miklu heilsutjóni fjölmargra Íslendinga, samfélagslegum kostnaði og sjúkrahússvist vegna offitu og sykursýki.
Margar fjölskyldur hafa komist á vonarvöl vegna þessarar fíkniefnaneyslu og mikilla fjárútláta.
Eins og dæmin sanna.
Þorsteinn Briem, 4.2.2016 kl. 00:14
Menn geta hætt að reykja og þeir geta líka hætt að borða sykur. Fólk getur hins vegar ekki vanið sig af læknadópi. Síðan er verið að leita álits lækna á sölu áfengis. Hvaða skoðanir hafa barnaníðingar á útivistartíma barna? Geta þeir ekki kennt okkur eitthvað?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.2.2016 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.