6.2.2016 | 19:57
Skammsýnin allsráðandi.
Lítil börn þurfa að reka sig oft á til þess að læra af óförum sínum. En þetta virðist ekki bundið við aldur.
Fyrir liggur að á þessari öld munu margar af auðlindum og hráefnum jarðar ganga til þurrðar en það virðist ekki hafa minnstu áhrif.
Olíuframleiðslan er til dæmis aukin og verðið lækkað með of miklu framboði til þess að torvelda samkeppni nýrra orkugjafa.
Ekki einn einasti maður virðist hafa áhyggjur af því að takmarkaða magn sé til af hinu bráðnauðsynlega efni, sem fosfór er.
Í gerð rafeindatækja af ýmsu tagi virðist krafan um endingu fokin út í veður og vind.
Þykir ósköp eðlilegt að sum þeirra endist ekki nema í tvö ár og það vekur spurningu um það hvort slíkt geti talist til framfara á 21. öldinni.
Þúsundum ef ekki milljónum manna er haldið í vinnu við stanslausar breytingar og "uppfærslur" á hvers konar varningi sem oftast reynast óþarfar í svona miklum mæli.
Markaðshlutdeild virðist oft byggjast á endalausum breytingum á atriðum eins og útliti sem skipta engu meginmáli.
Þetta hefur reyndar lengi verið svona, einkum í Ameríku. Hlálegt er til dæmis að sjá sumar bílaauglýsingar áranna 1941 til 1948 þegar orðið "NEW!" með stórum stöfum og upphrópunarmerki þurfti að birtast sem allra víðast í auglýsingunum, stundum í 9-10 "new!" upphrópunum í röð niður eftir auglýsingasíðum.
Á þessum árum ríkti stöðnun í bílaframleiðslu vegna áhrifa stríðsins en samt voru aldrei oftar auglýstar nýjungar en þá, - einmitt þegar fæstar þeirra gátu talist til nýjunga.
Síðan verðum við alltaf jafn hissa þegar hráefnisskortur kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, samanber frétt um farsíma og snjallsíma á mbl.is
Ekki lengur titringur í farsímum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó Bjartmar kemur með þessa bull kenningu þá er ekki þar með sagt að það sé rétt eða "frétt um hráefnisskort"
Þvert á móti hafa heimsendisspámenn ávalt haft rangt fyrir sér.
Þú mannst eftir hræðslunni um "population bomb" á sjöunda áratugnum... England átti að vera horfið árið 2010.
Svo betur fer sáu Julian Simon og aðrir við þessu
https://en.wikipedia.org/wiki/Simon%E2%80%93Ehrlich_wager
Sama með þetta hér að ofan.
Samt sorglegt að málsmetandi menn eru ginkeyptir fyrir þessu.
sleggjuhvellur, 6.2.2016 kl. 20:18
Undirritaður átti tengdamóður á Húsavík og í hverri viku fékk hún matvæli send heim úr kaupfélaginu.
Eitt sinn er ég var í heimsókn hjá þeim heiðurshjónum heyri ég frúna kalla niður í ljósmyndastofuna:
"Pétur! Heimsendirinn er kominn!"
Þorsteinn Briem, 6.2.2016 kl. 21:17
Í hvert skipti sem notandi kaupir ódýrasta eða næstódýrasta tækið þá er hann að send skilaboð til framleiðandans. Ef þú framleiðir ekki ódýr tæki þá ert þú vonlaus og hverfur af markaðinum. Og eins og flestir vita þá eru ekki til margar aðferðir til þess, en sú algengasta er lélegt hráefni og lélegur frágangur = léleg ending. Vönduð tæki hafa 5-7% litla markaðshlutdeild.
Haraldur (IP-tala skráð) 6.2.2016 kl. 21:29
Tæknin og siðferðið verður að fylgjast að, ef vel á að fara. Tækniþróun án samhliða siðferðisþróun, er tækniþróun í hættulegum bakkgír.
Eða er ég að misskilja, enn eina ferðina? Það væri þá ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem ég misskil.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2016 kl. 21:52
Það er ekki minni skammsýni að halda að þó núverandi uppsprettur þverri þá muni ekki aðrar verða notaðar. Þó núverandi fosfórnámur tæmist þá er fosfór frumefni sem ekki hverfur, aðeins ódýrasta uppsprettan hverfur. Og þó olía hætti að koma úr iðrum jarðar þá má kreista hana úr plöntum sem við ræktum. Það er þessi skammsýni heimsendaspámanna sem er svo áberandi. Þeir gera aldrei ráð fyrir því að hægt sé að leysa verkefni. Hjá þeim átti heimurinn að svelta frekar en að auka matvælaframleiðslu. Og fólk á víst að drukkna frekar en að færa sig ef sjávarborð hækkar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 7.2.2016 kl. 03:34
Það þurfti enga "heimsendaspámenn" til þess að síldin væri ofveidd á sjöunda áratugnum. Þurfti enga heimsendaspámenn til þess að útrýma vísundunum í Bandaríkjunum, eyðileggja stóran hluta San Joachim svæðisins í Kaliforniu með mislukkuðum áveitum eða valda óþarfa drukknun farþeganna á Titanic svo að einhver dæmi séu nefnd um fyrirhyggju.
Þeir sem hér að ofan eru kallaðir heimsendaspámenn gera einmitt ráð fyrir því að hægt sé að leysa verkefni og komast hjá óþarfa óförum.
Þeir gera til dæmis ráð fyrir að hægt sé nýta dýra- og fiskistofna á sjálfbæran hátt og komast hjá rányrkju, sýna aðgæslu í siglingum og hafa nógu mörg björgunartæki um borð.
Ómar Ragnarsson, 7.2.2016 kl. 13:02
Afsakið misritun: San Joaquin á það að vera.
Ómar Ragnarsson, 7.2.2016 kl. 13:04
Eins og blessađir körfu skinns ávextitnir hyrfu niđur forarpyttinn útaf öđru eins smálegu og klyfjunum hans storms þefs èg myndi línu hækja á báđa svarts vitana fyrir sæmdar fjöru.
Eyrún (IP-tala skráð) 14.2.2016 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.